Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: Harry þór on July 07, 2009, 18:26:27

Title: Kvartmíla
Post by: Harry þór on July 07, 2009, 18:26:27
Sælt veri hjólafólkið. Ykkar var sárt saknað í síðustu keppni. Ef auglýst er kvartmílukeppni er gert ráð fyrir hjólum auðvitað líka. Ég segi þetta vegna þess að ég fékk fyrirspurn um þetta.

Vonandi mæta sem flest hjól næst , en ég lofa ekki löggubíl fyrir aftan burnoutið :-"

mbk Harry Þór
Title: Re: Kvartmíla
Post by: Gixxer1 on July 08, 2009, 00:33:05
Sælir

Þegar uppfærða keppnisdagatalið kom á vefinn var keppnin sem var haldin síðast skírð ''Tegundar keppni''.
Ég spurðist aðeins fyrir á vefnum þá,því fyrir mér fannst mér einsog um eingöngu bíla keppni væri að ræða.
Það var ekki á skotheldu,hvernig keppnishaldið yrði svo að t.d. ég reiknaði ekki með hjóla keppni þennan dag og gerði þá önnur plön þessa helgi.

Kannski að aðrir hjólarar hafi hugsað einog ég gerði og það skýri þá að aðeins 1 hjól hafi verið skráð í síðustu keppni. Því í fyrstu keppni til íslandsmeistara var ágætis hjóla þáttaka.

Annars vona ég bara að hjólunum fjölgi og allir hafi gaman af:)
Ég mæti um helgina :D

Til skýringar þá er þetta spjallþráðurinn sem ég er að vitna í.
 www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=41335.msg159980#msg159980



Kv Björn Sigurbjörnsson