Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: sporti on July 02, 2009, 23:01:53

Title: Pústskynjari
Post by: sporti on July 02, 2009, 23:01:53
Sælir bræður, Hvaða kendir sýnir mótor með bilaðann (ónýtann) pústskynjara? vinsamlega ausið nú viskubrunninn þurrann þar sem ég stend svona nokkurnveginn á holu :-k
Title: Re: Pústskynjari
Post by: Belair on July 02, 2009, 23:10:53
Gm sbc , ls1 , Ford , mopar
Title: Re: Pústskynjari
Post by: Ozeki on July 03, 2009, 17:18:49
Hann myndi ganga ágætlega meðan hann er kaldur, en ílla eftir það.
O2 skynjari hefur m.a. áhrif á hvernig blöndu vélin fær svo hann myndi ganga eins og trunta þess vegna, en meðan hann er kaldur er ekki tekið mark á O2 skynjurum í pústi.

Síðan væri væntanlega kveikt á Emission control ljósinu í mælaborðinu.

Eina leiðin til að vita nákvæmlega hvað er í gangi er að lesa villuboð af tölvu og mæla hvað hver skynjari er að senda frá sér.
Title: Re: Pústskynjari
Post by: sporti on July 03, 2009, 19:51:38
Takk fyrir auðskiljanlegt svar :D er ekki hægt að mæla skynjarann sjálfann? og er hægt eða þörf á að þrífa hann?
Title: Re: Pústskynjari
Post by: Ozeki on July 03, 2009, 23:15:35
Jú, það er hægt að mæla þetta bara með volt-mæli.
Það eru tvær gerðir af þessum nemum, Narrow-band og Wide-band.

NB ætti að flökta með spennu af og á hann gefur í raun bara merki þegar blandan er of veik/sterk og ef allt er í góðu ætti þetta að flökta upp/niður fyrir réttu stillinguna.

WB skilar mismunandi spennu eftir hvernig blandan er.

Þú verður að gúgla hvað er í þínum bíl og hvaða víra ætti að skoða spennu á.
Title: Re: Pústskynjari
Post by: sporti on July 04, 2009, 10:42:55
Takk kjærlega fyrir góð svör. Já vörubíllinn hann var "æðisslefur" hafði sinn sjarma, sína sex silendra sleggju, og bodyið maður, hnausþykkt eins og kakóið hjá mömmu, svo drakk hann eins og íslendingur um verslunarmannahelgi :lol:
Title: Re: Pústskynjari
Post by: gstuning on July 04, 2009, 19:26:54


WB skilar mismunandi spennu eftir hvernig blandan er.

Þú verður að gúgla hvað er í þínum bíl og hvaða víra ætti að skoða spennu á.


WB skynjari gerir ekki neitt svona. Tölvan stjórnar honum, hann er ekki mælanlegur á neinum af vírunum sem í hann fara.
Title: Re: Pústskynjari
Post by: Ozeki on July 04, 2009, 20:39:28


WB skilar mismunandi spennu eftir hvernig blandan er.

Þú verður að gúgla hvað er í þínum bíl og hvaða víra ætti að skoða spennu á.


WB skynjari gerir ekki neitt svona. Tölvan stjórnar honum, hann er ekki mælanlegur á neinum af vírunum sem í hann fara.

Það má vera rétt.  Hérna  (http://en.wikipedia.org/wiki/AFR_sensor)eru upplýsingar um þessa skynjara