Kvartmílan => GM => Topic started by: Stjánarinn on June 20, 2009, 22:48:48
-
átti hann frá ´95-´04 væri gaman ef sá sem á hann núna eða einhver sem veit stöðuna á honum gæti sett eitthvað hér inn :wink:
kv. Kristján
-
Þessi er í hægri en rólegri og öruggri uppgerð rétt fyrir utan Akranes, sá sem á hann í dag heitir Sigurbaldur. :wink:
Í hvaða hvíta bíl glittir í þarna fyrir aftan þig á mynd nr. 2?
Nokkrar fleiri myndir:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_79_81/normal_1696.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_79_81/normal_2270.jpg)
Svona var hann þegar Sigurbaldur sótti hann.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_79_81/trans_am_3.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_79_81/trans_am2.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_79_81/trans_am1.jpg)
-
þessi bíll var orðinn alveg rosalega skemmtilegur hjá mér ég setti í hann þennan 455 sem var frá Óla á kjalarnesi og setti einnig 5 gíra dognas kassa, man ekki hvernig þar er skrifað (dognas) en átti alltaf allt upprunalega dótið úr honum vildi aldrei láta það sér heldur hélt því og seldi með bílnum þegar hann fór
-
bíllinn sem er þarna fyrir aftan mig mun vera pontiac grand ville ´71 sem pabbi átti í mörg ár, þessi bíll var í kvikmynd sem heitir Ryð en pabbi fékk hann gefins frá fyrrum mág sínum í kringum ´90 og var langt kominn með uppgerð semsagt búinn að sprauta og gera nema það var verið að draga hann útá verkstæði á selfossi í frekari vinnslu þegar einhver guttalingur á galant kom á hundraðinu í hliðina á honum og grindin og allt í steik þannig pabbi sá bara áralanga vinnu fara í súginn og seldi bílinn fyrir slikk norður í eyjafjörð uppúr ´00
-
annars er þetta bara grunnur sem er á honum þarna á myndinni en var alltaf og varð aftur silfurgrár (grand villan)
-
þessi bíll var orðinn alveg rosalega skemmtilegur hjá mér ég setti í hann þennan 455 sem var frá Óla á kjalarnesi og setti einnig 5 gíra dognas kassa, man ekki hvernig þar er skrifað (dognas) en átti alltaf allt upprunalega dótið úr honum vildi aldrei láta það sér heldur hélt því og seldi með bílnum þegar hann fór
Það er skrifað Doug Nash :wink: væntanlega kassinn frá Tóta Sverrirss. ? Ég rétt missti af því að eignast þennan um '95-6,þá stóð hann á sölu á Grensásvegi,mikið rosalega var gaman að keyra hann,en það kom annar með betra tilboð í hann.
-
ég man að ég sá mynd af honum í auglýsingu í DV þarna í lok ágúst ´95 og var það bílasalan Braut sem var minnir mig í hafnarfyrði samt ekki alveg viss en þaðan kaupi ég bílinn á 600 þ. stgr þann 2.9.´95
-
2 í viðbót 8-)
-
ég man að ég sá mynd af honum í auglýsingu í DV þarna í lok ágúst ´95 og var það bílasalan Braut sem var minnir mig í hafnarfyrði samt ekki alveg viss en þaðan kaupi ég bílinn á 600 þ. stgr þann 2.9.´95
Passar,hann kom þangað skömmu eftir sölu á Grensásveginum.
-
Þorsteinn Einarsson eða Jónsson man ekki hvort það var átti hann á undan mér var í torfærunni á "Ingu" blár wyllis
-
Er þetta WS6 bíll?
-
jebb
-
Þorsteinn Einarsson torfærukappi í Grindavík átti hann á undan þér Stjánari. Hann skrifaði undir kaupinn á eldhúsborðinu hjá mér, ég var vottur.
Ég átti ekki aura í hann á þessum tíma, annas hefði ég keyft hann sjálfur. :evil:
Hann hafði verið geimdur í skúrnum hjá mér í smá tíma. Dj.... lángaði mann í bílinn, hann átti aldrei að fara úr skúrnum. ARRRRR
Sigurbaldur vinur minn er með hann í HÆGRI enn örugri uppgerð. Hann er sprautaður eftir réttu litanúmeri og liturinn er ÆÐI.
Bílinn er bæði WS6 og 400 W72. Einnig er þessi litur sjaldgæfur, sérstaglega með svartri innréttingu. (eru oftast bláir að innan)
-
fyrir hvað er 400 W72
reikna samt með að 400 standi fyrir motorinn sem hann kemur með en W72 ?
-
w72 var 400 mótor með smá "tjúnni" en það kom líka L78 400 mótor og hann var 20 ho minna
-
fyrir hvað er 400 W72
reikna samt með að 400 standi fyrir motorinn sem hann kemur með en W72 ?
W72 stendur fyrir aflmeiri 400 vél. Performans Pakki, hærri þjappa, annar knastás, annar böndungur.
L78 er codinn fyrir standart 400 vél.
-
hann var rosalega skemmtilegur 400 mótorinn sem var í honum en við tókum hann úr því sumarið eftir að ég keypti hann var pabbi á bílnum austur á hvolsvelli og öxullinn á milli kveikju og olíjudælu brotnaði og hann keyrði bílinn þannig niður á selfoss og fannst mér full ástæða þá til að taka mótorinn úr því ég var eðlilega viss um að það væri allt í döðlum en þá fór 455 í hann en ég opnaði 400 vélina sem hafði verið tekin upp rétt áður en ég eignaðist bílinn og það sá ekki á neinu og komu nokkrir sérfræðingar og fengu að skoða og gera og göptu bara því auðvita hefði motorinn í rauninni átt að slá úr sér á stuttum tíma en ég vil meina að þetta var að mjög stóru leiti militec efninu að þakka hehe
-
hann var rosalega skemmtilegur 400 mótorinn sem var í honum en við tókum hann úr því sumarið eftir að ég keypti hann var pabbi á bílnum austur á hvolsvelli og öxullinn á milli kveikju og olíjudælu brotnaði og hann keyrði bílinn þannig niður á selfoss og fannst mér full ástæða þá til að taka mótorinn úr því ég var eðlilega viss um að það væri allt í döðlum en þá fór 455 í hann en ég opnaði 400 vélina sem hafði verið tekin upp rétt áður en ég eignaðist bílinn og það sá ekki á neinu og komu nokkrir sérfræðingar og fengu að skoða og gera og göptu bara því auðvita hefði motorinn í rauninni átt að slá úr sér á stuttum tíma en ég vil meina að þetta var að mjög stóru leiti militec efninu að þakka hehe
Var skift um öxul í mótornum??? Eða er hann enn brotinn???
-
eina sem ég gerði var að taka þann brotna úr ég man ekki hvoert ég var kominn með annan í en ég vildi nú samt skipta út legum allavega áður en mótorinn yrði notaður aftur en var bara ekki kominn svo langt þannig ég seldi motorinn bara einsog hann var með bílnum
-
eina sem ég gerði var að taka þann brotna úr ég man ekki hvoert ég var kominn með annan í en ég vildi nú samt skipta út legum allavega áður en mótorinn yrði notaður aftur en var bara ekki kominn svo langt þannig ég seldi motorinn bara einsog hann var með bílnum
Við opnum og yfir förum mótorinn áður enn hann verður settur í bílinn, það er næstavíst. Það er sko ekki neitt fúsk í uppgerðum hjá þessum eiganda.
Einnig eru spekúla sjónir í gangi með gírkassa, ekki vitað hvað verður. Termec 6gíra úr Viper V10 væri góður kostur, en þeir eru ekki gefins nú um stundir.
-
já sæll :P
maður þarf nú að fá að droppa við þarna einhverntíma og skoða 8-)
-
Í hvaða hvíta bíl glittir í þarna fyrir aftan þig á mynd nr. 2?
[/quote]
Moli! hér sést aðeins í pontiac grand villuna sem þú varst að spá í hvaða bíll þetta væri, neðst til vinstri á myndinni,,
fann enga skárri mynd :roll:
-
var þessi grand villa ekki til sölu hérna á spjallinu um daginn?
-
var þessi grand villa ekki til sölu hérna á spjallinu um daginn?
Það hefur þá alveg farið framhjá mér :shock: en bíllinn var sprautaður silfurgrár einsog hann var orginal og búið að setja nýjann vinil á toppinn
en svo var hann jú skemmdur að framan eftir áreksturinn þegar verið var að draga hann
-
Jæja nú er maður nýfluttur á skagann og er búinn að vera með smá fiðring í að fá að skoða blá transinn sem ég á átti 8-) hvar finn ég núverandi eiganda ?
kv. Kristján
-
Þú átt PM.