Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Nonni on June 20, 2009, 22:13:11
-
Ég er að fara að ræsa sbc (gen I) í fyrsta skipti (ný vél). Hún er með rúlluás svo ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af knastásinum. Ég var að leita mér að olíu í þeirri þykkt sem að GM vill að ég noti, það er 5w-30 en eina sem ég sá hjá N1-Bílanaust í réttri þykkt er synthetísk olía en ég vil ekki sjá hana fyrr en mótorinn er búinn að fá að ganga smá.
Veit einhver hvar ég fæ rétta olíu?
-
Þú hefur dottið í lukkupottinn því racebensin.com (teddi) er með Joe Gibbs break in oil sem inniheldur allt sem þarf =D>
http://www.racebensin.com/MINERAL.html
-
Takk fyrir þennan link. Er það í lagi að nota 15w-50 þegar GM Performance ráðleggur 5w-30 eða 10w-30 (man ekki hvort, á það á blaði frá þeim) þó það sé aðeins fyrstu klukkutímana?