Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Harry þór on June 12, 2009, 20:20:09

Title: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Harry þór on June 12, 2009, 20:20:09
Sælt veri fólkið. Nú er að bresta á fyrsta keppni ársins. Nýtt malbik og breiðari braut , ljósaskilti komin í gang og pittptentarar í lagi. Stefnan er að keyra þessa keppni af krafti , þess vegna skora ég á keppendur að mæta snemma og alls ekki seinna en kl 10. Pitt verður lokað kl 10 stundvíslega og stuttu seinna verður fundur með keppendum og tímatökur hefjast kl 10.20 á OF flokki, svo þeir þurfa að mæta snemma og afferma kerrur og svoleiði

Starfsfólk er beðið um að mæta stundvíslega og ekki seinna en kl 9.00

mbk Harry Þór 8933573

ps. allr að biðja um gott veður  :D
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: 1965 Chevy II on June 12, 2009, 22:34:29
Það lítur ekki vel út með morgundaginn :
(http://img.photobucket.com/albums/v628/461poncho/vedur.jpg)
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Kristján Skjóldal on June 13, 2009, 00:27:52
já ég hef séð svona áður á þessu svæði :lol:
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: 1965 Chevy II on June 13, 2009, 00:34:18
Passaðu þig Stjáni....þú gætir Jinxað Bíldagana  :-" O:)
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Elmar Þór on June 13, 2009, 01:55:06
Ég veit til þess að það voru menn innan klúbbsins að dansa regndansinn i dag  :cry: ég er ekki ángæður með þá!
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: maggifinn on June 13, 2009, 02:01:37
 :-"
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Kowalski on June 13, 2009, 12:17:11
Er blautt þarna fyrir sunnan?
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: DÞS on June 13, 2009, 13:20:45
blásið af?
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Dropi on June 13, 2009, 16:11:37
þakka fyrir mig þetta gekk eins og í sögu þar til það byrjaði að rigna   :-(

líst vel á þetta nýja kerfi  =D>
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Moli on June 13, 2009, 18:37:01
Skipulagið var til fyrirmyndar og keppnin gekk vel og hratt fyrir sig þrátt fyrir smá rigningu.

Þetta er það sem koma skal í sumar.  :wink:
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: 1965 Chevy II on June 13, 2009, 18:39:25
Já þetta var virkilega vel skipulagt.
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Lincoln ls on June 13, 2009, 18:47:47
Já það er alveg rétt hjá ykkur að keppnin hafa gengið smurt. Ingó var að standa sig vel í uppröðuninni og allir aðrir starfsmenn keppninnar einnig  =D>
Annars hvað mig varðar þá er spurning hvort að maður eigi að vera að gera sér ferðir suður til Reykjavíkur til að vera einn í GT flokk og keppa um ekki neitt. Ég átti von á fullt af bílum en enginn mætti
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Jón Bjarni on June 13, 2009, 18:57:06
ég vil byrja á að þakka öllu starfsfóklinu sem kom og hjálpaði til í dag.
Keppnis skipulagið gekk framar öllum vonum..
Einngi vil ég þakka öllum keppendum fyrir mætinguna og óska öllum sigurvegurum til hamingju með sigurinn.

Dagurinn í dag sýndi það og sannaði að það er hægt að keyra kvartmílukeppni á auðveldan og fljótlegan hátt ef allir hjálpast að. Bæði starfsfólk og keppendur.

Tímar frá keppinni koma inn í nótt. ég hef ekki tíma í þá fyrr en þá.

En hér er fyrsta og annað sætið í öllum flokkum:

Mótorhjól:

F
1 sæti - Ólafur Helgi Sigþórsson
2 sæti - Árni Páll Haraldsson

M
1 sæti - Ágúst Bjarmi Símonarson

J
1 sæti - Björn Sigurbjörnsson
2 sæti - Sigurður Árni Tryggvason

K
1 sæti - Guðjón Þór Þórarinsson
2 sæti - Oddur Björnsson

I
1 sæti - Reynir Reynisson
2 sæti - Björn B Steinarsson

B
1 sæti - Oddur Andrés Guðsteinsson

E
1 sæti - Oddsteinn Guðjónsson

Bílar

RS
1 sæti - Alfreð Fannar Björnsson
2 sæti - Eiríkur B. Rúnarsson

OS
1 sæti - Einar Sigurðsson
2 sæti - Daniel Guðmunsson

14.90
1 sæti - Jóhannes Rúnar Viktorsson
2 sæti -Ívar Örn Smárason

13.90
1 sæti - Heiðar Arnberg Jónsson
2 sæti - Hafsteinn Örn Eyþórsson

12.90
1 sæti - Ólafur Rúnar Þórhallsson
2 sæti - Jón Borgar Loftsson

GT
1 sæti - Sigursteinn Sigursteinsson

MC
1 sæti - Ragnar S. Ragnarsson
2 sæti - Geir Harrysson

OF
1 sæti - Leifur Rósinbergsson
2 sæti - Gretar Franksson

GF
1 sæti - Kjartan Kjartansson

SE
1 sæti - Elmar Hauksson

Keppendalistann má nálgast hér ef þið viljið vita hvernig bílum sigurvegarnir eru á http://www.kvartmila.is/smf/index.ph...2774#msg162774 (http://www.kvartmila.is/smf/index.ph...2774#msg162774)
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Jón Bjarni on June 13, 2009, 18:57:45
Já það er alveg rétt hjá ykkur að keppnin hafa gengið smurt. Ingó var að standa sig vel í uppröðuninni og allir aðrir starfsmenn keppninnar einnig  =D>
Annars hvað mig varðar þá er spurning hvort að maður eigi að vera að gera sér ferðir suður til Reykjavíkur til að vera einn í GT flokk og keppa um ekki neitt. Ég átti von á fullt af bílum en enginn mætti

þú færð nú vonandi eitthvern til að keppa við  :D
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Elmar Þór on June 13, 2009, 19:10:46
Sælir félagar, vil bara þakka fyrir daginn, skipulagið var með besta móti, og starfsfólk stóð sig gríðarlega vel sem og keppendur allir.
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: bæzi on June 13, 2009, 19:13:06
Já það er alveg rétt hjá ykkur að keppnin hafa gengið smurt. Ingó var að standa sig vel í uppröðuninni og allir aðrir starfsmenn keppninnar einnig  =D>
Annars hvað mig varðar þá er spurning hvort að maður eigi að vera að gera sér ferðir suður til Reykjavíkur til að vera einn í GT flokk og keppa um ekki neitt. Ég átti von á fullt af bílum en enginn mætti

Sammála með þetta.... , ég hefði mætt, ef ég hefði verið klár.
En ég mæti næst þannig þá færðu kannski einhverja samkeppni.

Þar er ömurlegt að vera einn í flokki,

skil þetta bara ekki ,það eru til svo mikið af öflugum GT bílum á götuni.
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Lincoln ls on June 13, 2009, 19:30:11
Já það er alveg rétt hjá ykkur að keppnin hafa gengið smurt. Ingó var að standa sig vel í uppröðuninni og allir aðrir starfsmenn keppninnar einnig  =D>
Annars hvað mig varðar þá er spurning hvort að maður eigi að vera að gera sér ferðir suður til Reykjavíkur til að vera einn í GT flokk og keppa um ekki neitt. Ég átti von á fullt af bílum en enginn mætti

Sammála með þetta.... , ég hefði mætt, ef ég hefði verið klár.
En ég mæti næst þannig þá færðu kannski einhverja samkeppni.

Þar er ömurlegt að vera einn í flokki,

skil þetta bara ekki ,það eru til svo mikið af öflugum GT bílum á götuni.
:lol: Auðvitað hefðir þú mætt. klikkar ekki á því.
 Svo veit ég að annar Shelby-inn ætlar örugglega að vera með í næstu keppni þannig að þetta horfir vonandi til betri vegar
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Lanzo on June 13, 2009, 19:53:07
Vil þakka fyrir daginn sem var svo sem fín..

En það er gjörsamlega út í hött að láta fólk keyra á blautri braut... og er ekki að skilja hvað var í gangi með fekk ekkert grip ég hefði alveg eins verið að geta taka run í hálku...

Evoanir og allir 4wd sideways þetta var bara RUGL!.

En þetta skipulag var rosalega flott og á eftir að ganga flott í sumar og allir starfsmenn eiga hrós

en annars takk fyrir fín dag

mbk Hafsteinn Örn Eyþórsson
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Danni EVO on June 13, 2009, 20:32:57
Vil þakka fyrir mig.
skipulag var alveg til fyrirmyndar
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Daníel Már on June 13, 2009, 21:04:41
Vil þakka fyrir mig.
skipulag var alveg til fyrirmyndar

GEÐVEIKUR tími hjá þér nafni!!!! til lukku með þetta, bara flott!!!! :D
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: 1965 Chevy II on June 13, 2009, 21:59:17
Vil þakka fyrir mig.
skipulag var alveg til fyrirmyndar
Til hamingju með tímann drengur,þetta er magnaður árangur.
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: SMJ on June 13, 2009, 22:21:13
Ég missti því miður af keppninni í dag og var því gaman að sjá nafnalista yfir úrslitin. En eru bíltýpurnar einhverstaðar tilgreindar hér á spjallinu? Eða væri ekki hægt að hafa nafn ökumanns og tækis saman í einum lista? Og ekki myndi það skemma fyrir að hafa áætluð hestöfl með, erum við ekki hér til að hafa gaman að þessu og viljum einmitt fá slíkar upplýsingar.
Það væri skemmtilegra fyrir alla! =D>
Bestu kveðjur félagar,
sigurjón
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Boggi on June 14, 2009, 00:10:36
Sælir félagar, takk fyrir frábæran dag. Skipulag og umgjörðin öll til fyrirmyndar, húrra fyrir keppnisstjórn. Sjáumst á næstu keppni allir og vonandi ennþá fleiri  =D>
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Bc3 on June 14, 2009, 01:25:14
þakka fyrir daginn i dag, og vill endilega hrósa keppnisstjórn fyrir vel skipulagða keppni þvi hun gekk alveg þviligt vel fáið eitt fiðluspil og klapp fyrir daginn i dag  :-({|= =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Jón Bjarni on June 14, 2009, 02:48:02
Tímar dagsins og keppendur

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=42540.0
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Lolli DSM on June 14, 2009, 10:29:21
Takk kærlega fyrir frábæran dag. Ekkert smá ánægður með gott skipulag. Fyrsta keppni sem ég tek þátt í og þetta var algert æði  \:D/ =D>
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Geitungur on June 14, 2009, 11:47:40
Takk fyrir frábærann dag í fyrstu keppni sumarsins þó að þetta hafi ekki litið vel út veðurfarslega séð, staffið stóð sig príðilega takk fyrir mig.
Title: Re: Keppni 13.júni - keppendur
Post by: Lindemann on June 15, 2009, 01:54:17
Ég hafði gaman að þessari keppni og mun reyna að mæta oftar í staff í sumar, meðan maður er ekki á keppnishæfu tæki þá er fínt að nálgast sportið á annan hátt!