Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: edsel on June 09, 2009, 10:48:48

Title: land rover
Post by: edsel on June 09, 2009, 10:48:48
þar sem ég er í vinnu í sveit er landrover 90 og er vandamálið að kúplinginn er föst uppi, en þegar maður rekur hann í gír þá fer hann að stað en samt er kúplingin föst uppi, við erum búnir að reyna að hreyfa til pinna sem er í húsi við master brakecylenderinn og tappa sma vökva af, veit einhver hvað þetta getur verið? og hann er með hægrihandarstýri ef það skiftir einhverju
Title: Re: land rover
Post by: Líndal on June 09, 2009, 12:05:33
Islandrover.is  Anars hljómar þetta eins og ónýt dæla. Sígur petallinn þegar þú losar lofttappann eða er hann alveg pikkfastur? Oftast virðist vandamálið liggja í efri dælunni í L/R bílum en að petallinn sé fastur uppi hef ég bara ekki heyrt um áður. Ef það eru ekki dælurnar þá er það eina sem mér dettur í hug er að legudraslið sé fast á öxlinum í kúplingshúsinu. En prufaðu að tala við þá á Islandrover ef þú finnur ekkert út úr þessu.
Title: Re: land rover
Post by: edsel on June 09, 2009, 20:15:39
bóndin og einhver annar prófuðu að taka einhverja leiðslu sem liggur í efri dæluna og prófuðu að stíga á pedalan, hann var mjög stífur og vökvi sprautaðist útum leiðsluna, bendir það ekki til að það sé ónýt dæla?