Kvartmílan => Ford => Topic started by: emm1966 on June 04, 2009, 17:10:03

Title: Mustang mucle car dagur
Post by: emm1966 on June 04, 2009, 17:10:03
Mustang dagurinn verður á kvartmílubrautinni á laugardag og hægt verður að keyra á milli kl. 11 og 16.

Rukkað verður fyrir að aka brautina og rennur allur peningur óskiptur til KK.

Því hvetjum við alla vöðvabílseigendur, eldri og nýja, til að mæta og reyna með sér á brautinni óháð bíltegund!!

Enn er krafist tryggingarviðauka (en þó er verið að vinna í því máli með tryggingarfélögunum) þeir sem vilja vera öruggir þurfa því að afla sér tryggingarviðauka fyrir helgina og vera með afrit af honum með sér.

Grillaðar verða pylsur og dekk!


Hvetjum alla Mustang eigendur til að fjölmenna með bíla sína á brautina þennan dag og höldum óformlega sýningu.

http://visir.is/section/smaar01

Kveðja
Stjórn Mustang klúbbsins.
Title: Re: Mustang mucle car dagur
Post by: stebbsi on June 04, 2009, 18:03:41
Svona til að hafa það á hreinu, þarf semsagt ekki að vera félagi í KK eða Mustang klúbbnum.. Þannig maður mætir bara með viðauka og einhvern pening..
Title: Re: Mustang mucle car dagur
Post by: Jón Bjarni on June 04, 2009, 23:34:26
Svona til að hafa það á hreinu, þarf semsagt ekki að vera félagi í KK eða Mustang klúbbnum.. Þannig maður mætir bara með viðauka og einhvern pening..

Þú verður að vera annað hvort félagi í kk eða ba til að meiga keyra brautina
Title: Re: Mustang mucle car dagur
Post by: stebbsi on June 05, 2009, 00:46:35
Svona til að hafa það á hreinu, þarf semsagt ekki að vera félagi í KK eða Mustang klúbbnum.. Þannig maður mætir bara með viðauka og einhvern pening..

Þú verður að vera annað hvort félagi í kk eða ba til að meiga keyra brautina

já ókei.. Maður þarf að fara splæsa í klúbbinn á næstunni.. :D
Title: Re: Mustang mucle car dagur
Post by: emm1966 on June 05, 2009, 07:37:04
Þú lætur sjá þig stefán og kíkir í pylsu og á grilluð dekk.
Title: Re: Mustang mucle car dagur
Post by: stebbsi on June 05, 2009, 10:04:19
Þú lætur sjá þig stefán og kíkir í pylsu og á grilluð dekk.

Stefni á það..