Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Guðbjartur on May 23, 2009, 13:19:49

Title: Grunnur.
Post by: Guðbjartur on May 23, 2009, 13:19:49
Góðan daginn.

Ég er með smá spurningu handa þeim sem þekkja til.
Er í lagi að nota epoxy grunn frá Slippfélaginu sem heitir 1557
á bíl sem er verið að sandblása eða verð ég að nota epoxy grunn
frá sama framleiðanda og lakkið verður frá sem bíllinn verður málaður
með?

Kv Bjartur
Title: Re: Grunnur.
Post by: Stjánarinn on May 23, 2009, 19:14:38
sko ég nota nú oftast epoxy grunninn frá N1 eða poulsen alltaf undir en ég hef einusinni notað þennan grunn frá slippfélaginu
en þá setti ég hann í gólfið á wyllisnum mínum gamla og það var alltí lagi að gusa bílalakkinu yfir hann það hljóp ekkert upp eða neitt þannig
en mér var bent á að nota hann helst ekki utaná bílinn einhverra hluta vegna spurning hvort hann sé of grófur eða eitthvað álíka

kv. Kristján