Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Óli Ingi on May 10, 2009, 15:14:56
-
Það var farið í smá road trip í gærkvöldi og komið heim aftur í morgun. Læt myndirnar tala sínu máli og flestir sjálfsagt átti sig á hvað hér er í gangi :wink:
-
Já takk! Það er ekkert annað.. Eins flott og þessi Vetta er, þá er þessi Camaro náttúrulega bara draumur.
-
Stjáni að skipta á ZR1 og Camaro hjá Gunna? =D> Til hamingju! 8-)
-
Stjáni, fékkstu vélina með ?
Vissi að það var hægt að kaupa hann með og án hennar.....
kv,
Ágúst.
-
Mér sýnist bíllinn amk ekki vera vélarlaus á þessum myndum.
-
já takk :wink: ég fékk hann með öllu,og nú er bara að fara og klára að gera hann góðan og kláran í slaginn :Den þetta ferðalag var nú svona í það leingsta byrjaði á því að vakna kl 7,30 og fór á grímstaði á fjöllum og ná í bíl 3 1/2 tími þar og svo um kvöldið var áhveðið að fara suður í Reykjanesbæ og aftur heim um nótt fórum af stað um kl 9 að kvöldi og komnir til Gunna um kl 2 að nóttu lestað af og á og kaupa oliu og nesti farið norður um kl 3 að nóttu og komnir um 7,30 á Ak og þá fór Óli og keyrði heim á Húsavík 100 km í viðbót :shock: en maður var að verða svolítið sifjaður á leið heim en svona erum við fyrir norðan bara skeppum þetta he he he
-
Þetta myndi ég nú telja mjög góð skipti, þessi Camaro nú er ekkert nema fegurðin.
Það er gott að sjá að helst á góðu heimili.
Ps. ertu farin að taka fisksalan til fyrirmyndar og safna kvartmílubílum :)
-
Það er nú allt í lagi á vaka frammeftir fyrir þennan bíl =D>
-
Til hamingju með geðveikan bíl þetta er einn af þeim betri á landinu og sándið vá maður =P~