Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: cv 327 on May 08, 2009, 12:55:34
-
Er með Pontiac V-6 3,8 ltr árg 1992. Dettur í gang kaldur og gengur mjög fínt. Síðan þegar svissað er af, (þegar hann er orðin heitur) þá bara fer hann ekki í gang aftur, fyrr en hann er orðinn kaldur. (engin neisti).
Hvað gæti hugsanlega verið að hrjá greyið?
-
Er möguleiki að afgasskynjarinn geti valdið þessu ef hann verður fyrir raka? Það kemur nefnilega smá vatn úr pústinu.
Bíllinn er búinn að standa í 3-4 ár. Hef svo sem ekki enn orðið var við að hann eyði vatninu úr kælikerfinu, en er heldur ekki búinn að keyra hann neitt að ráði.
Einhver með uppástungu eða svar við þessu?
-
Kannski jarðsambandið ?
Eða keflið.
-
Búinn að prófa að setja auka jörð frá geymi og á vél. Breytti engu.
Það eru 3 kefli, 2 kertaþræððir úr hverju fyrir sig, en ekki neisti á neinu. Reyndar eru þessi kefli skrúfuð saman á platta sem boltast á vélina og kanski er jarðsambandið á plattanum slæmt. Veit bara ekki hvort það skiftir máli, en tilraun að skoða það. Kíki á það á morgunn.
Takk að sinni.
-
Búinn að skoða plattann. Það var töluverð útfelling á honum sem ég hreinsaði burt og bar síðan koparfeiti á.
Þetta breytti þó engu, datt í gang og gekk fínt og ég lét hann ganga í 15 mín. Drap á og engin neisti.
Hvað væri best að skoða næst?
-
blöndungur eða innspýting ?
ef blöndungur skoða insogið, og eftir 3 til 4 borgar sig að skoða geymirinn
-
Þetta er innsprautunar-vél með fullt af skynjurum. Búinn að prófa að aftengja einn og einn skynjara bæði þegar hann gefur neista og líka þegar engin neisti er. Breytir engu, hann dettur í gang (þó að einhver skynjari sé aftengdur) en virðist hætta að gefa neista þegar ákveðnu hitastigi er náð, þó ekki nema ég svissi af.
Er möguleiki á biluðum position sensor? (ekki búinn að finna hann ennþá) Hvar er líkleg staðsetnig á honum?
-
kvar gerð af Pontiac er þetta
-
Bonneville
-
var að googla
http://wiki.answers.com/Q/92_Grand_Am_stalls_when_warm_or_hot_Changed_the_brain_and_coil_pack_still_nothing_seems_to_help_problem_only_happens_if_car_is_warm_or_hot_what_else_can_you_try
http://en.allexperts.com/q/Pontiac-Repair-828/Won-t-start-hot.htm
position sensor
(http://img.photobucket.com/albums/v468/drifter420/L36beltchg.jpg?t=1241882643)
http://www.bonnevilleforum.com/t229719/
-
Takk fyrir þetta.
Skoða þetta í kvöld, er orðinn vindbarinn úti í þessum norðangarra, en kemst vonandi inn með bílinn í kvöld.
-
Væri ekki bara vit að henda þessu v6 dæmi með öllu tölvuruslinu úr og smella v8 305-350 með blöndung og eðlilegu rafkerfi og málið er dautt. :roll:
-
Serious kominn tíme til að seta blöndunginnum og 2gen 350 , Lt 350 inn á næsta byggaðarsafn og fá ser LS- (1,2,6.7 eða 9) motor og nota allt bensinið en ekki senda góðan hlutan af því aftur út um pústið
-
Væri ekki bara vit að henda þessu v6 dæmi með öllu tölvuruslinu úr og smella v8 305-350 með blöndung og eðlilegu rafkerfi og málið er dautt. :roll:
Þetta er framhjjóladrifið apparat, langar ekki að hafa áttu sem snýr vitlaust í boddýinu [-X, annars væri ég búinn að setja 455 ofaní :wink:
-
Jæja þetta lítur út fyrir að vera bilaður sveifarás-nemi. Allavega þá prófaði ég að aftengja neman þegar bíllinn var kaldur og þá hagar hann sér alveg eins og þegar hann er heitur, fer ekki í gang.
Spurning hvort eitthvað sé hægt að gera við þetta, er þetta segulnemi eða hvað? Verð víst að taka trissuhjólið af til að skifta um nemann, kanski fjalægðarstilling sé eitthvað sem skiftir máli, kemur í ljós.
Allavega, takk fyrir aðstoðina. :smt023
-
ef þetta er sveifarás eða knast skynjari þá gengur hann ekki án þess að hann sé í sambandi,
ég myndi fyrst skjóta á kefli, hef oftar en einu sinni lent í að bíll hætti að ganga heitur og það verið keflið,
en ef ekki þá já, stöðuskynjari fyrir sveifarás eða kambás,
ég lenti í því á nýlegum benz crank sensor fór, hann gékk í smástund og dó, og startaði svo aftur ef maður leifði honum að bíða, en drap á sér fljótlega