Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on April 30, 2009, 12:58:43
-
Rámar nú í einhverja umræðu um þennan bíl. Kannski að einhver MOPAR fræðingurinn vilji að fræða okkur meira um hann.
-
Uff Lettinn maður mmmmmmmmmm 8-)
-
AY278 afskráður 1982
-
Jú var búinn að fletta því upp.
En hér er frásögn frá Jóa á Sólheimum
Hér eru 2 bílar frá Hornafirði.
Chargerinn 70 módel 318 var í Laugaráshverfinu. Honum var velt á Flúðum og gerður upp og seldur austur á Hornafjörð. Þergar bíllinn valt fór hann á toppinn og lenti á moldargötu fyrir utan veginn og rann á klakadrullu á toppnum framrúðulaus og fylltist af drullu. Bíllinn skemmdist þó mest þegar eigandi tók reiðikast og gekk í skrokk á bílnum og sparkaði í hann allann.
Bíllinn er horfinn í dag.
Hitt er Impala sem ég veit ekkert um.
Jói
-
Til viðbótar við það sem Jói segir hér að ofan: VIN XP29G0G219866.
Err
-
En núna eru báðir þessir bílar á Z númerum, hvar var það á landinu í gamla númerakerfinu?
Og hefur einhver hugmynd um hvar þessi Impala er niðurkomin
kv Aðalsteinn Már
-
Sælir,
Z var í Skaftafellssýslunum báðum. Frá cirka Höfn að Skógum.
-
Þessi mynd er líklegast tekin fyrir framan Olís á Höfn ef það hefur verið komið þá. Alla vega stendur Olís þarna í dag og Kaffihornið þarna ská yfir gatnamótunum. Gaman að sjá svona gamlar myndir.
-
z 1307 var á olíubíl sem pabbi minn var á sigurgeir heitir hann þetta er nú einhvað :S