Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: maggih on April 17, 2009, 14:03:28
-
Ég er að leita að gamalli mözdu, svipaðri þeirri sem sést á þessari mynd, helst station en það er ekkert skilyrði.
Ég átti eitt sinn svona grip, og hef alltaf séð eftir að hafa selt hann, leitaði hann meira að segja uppi fyrir ekki löngu og komst að því að honum var fargað '96. Ef einhver veit um svona bíl, endilega látið mig vita.
(http://www.mmedia.is/maggih/x5174.jpg)
Það næsta sem ég hef komist því að finna hann er þessi gaur hérna, í vestur-skaftafellssýslu. Hann er ekki alveg nógu hress:
(http://farm2.static.flickr.com/1266/1258164153_26f4f453be.jpg?v=0)
-
Það var svona station bíll á götunum fyrir ekki mörgum árum síðan. Minnir að hann hafi staðið í neðrihluta Gnoðavogsins.
-
það liggja 2 svona bílar í vogum í Mývatsveit. Myndi ráðleggja þér að fletta upp á Jón Reynir Sigurjónsson Hraunbergi Mývatnsveit hann gæti eithvað vitað um þessi tæki ;)
-
það er til 1 svona sedan hjá okkur í nesi
en hann er búinn að standa lengi á beit og farinn að ryðga #-o
en þetta var alveg magnaður bíll :mrgreen:
hann er semsagt svona
-
Ég þakka svörin :D ég ók um gnoðarvoginn í gær að skyggnast um eftir honum, en fann ekki. Einn svona var í hlíðunum líka fyrir nokkrum árum, en virðist nú gufaður upp. Það væri gaman að heyra frá fleirum.