Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: emm1966 on April 10, 2009, 20:33:31
-
Ford Mustang verður 45 ára þann 17. apríl og af því tilefni blæs Íslenski Mustang klúbburinn til hátíðar í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða 6 laugardaginn 18. apríl. Á þriðja tug Ford Mustang bíla verða til sýnis og geta gestir fræðst um sögu þeirra og sérstöðu. Meðlimir Íslenska Mustang klúbbsins verða á staðnum til að kynna bílana en útgáfurnar eru orðnar fjölmargar á 45 árum. Bílarnir sem verða á sýningunni spanna sögu Mustang frá upphafi nánast til dagsins í dag.
Sýningin verður opin frá 10-16 og er frítt inn.
-
Auglýsing sem kom í frettablaðinu í dag.
-
Fulltrúar frá Bílaklúbbi Akureyrar verða einnig á staðnum og kynna dagskrá Bíladaga 2009
http://ba.is/is/news/45_ara_afmaelissyning_mustang_klubbsins/
kv
Björgvin
-
(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/mustang_laugard.jpg)
-
Til hamingju með daginn MUSTANG!!!
-
HAHA þvílík tilviljun, ég á einmitt von á partapakka í kvöld fyrir minn, afmælisgjöf handa kagganum..
-
Bara minna á þetta! 8-)