Kvartmílan => Ford => Topic started by: Serious on March 28, 2009, 23:30:29

Title: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 28, 2009, 23:30:29
Jæja mér datt í hug að setja smá link um bílinn minn , nokkrar myndir og svona smá info með , þetta er sem sagt Zephyr 78 station 6 cyl línuvél 200 ci ssk c4 . Bínum var lagt fyrir einum 14 árum og hefur ekki verið gangsettur né ekinn síðan fyrr en núna í Mars þegar bíllinn var tekinn inní skúr, svona leit hann út þegar ég eignaðist hann í haust.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 29, 2009, 00:02:53
Fyrsta skref var að skoða hvernig náttúran hefði farið með hann sætin tekin úr og frekað ógeðfellt gólfteppi fjarlægt ásamt einangrunar mottum allt rennandi blautt og fúið enda lekið vatn inní hann öruggleg í nokkur ár um nokkur smágöt sem fundust á toppnum á honum og þá blasti dýrðin við í öllu sínu veldi . Fenginn var blikksmiður til að mæla upp og smíða skúffur í gólfin sem nú er að mestu búið að laga bara eftir lokafrágangur sem myndað verður þegar búið er að klára.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: cecar on March 29, 2009, 00:56:08
Gangi þér vel með þennan, en seigðu mér hvernig gekk gangsetninginn eftir öll þessi ár úti og virkaði flest ??
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 29, 2009, 01:04:01
Takk Frank .Já búið að gangsetja og gengur fínt smá fúsk í honum fyrst en ekkert stórt pússa upp kerti lok hamar annað háspennikefli laga bensín slöngu setja bensín á hann og voila og já ég lét gera upp startarann það var útaf honum sem bílnum var lagt á sínum tíma og reyndar er ég búinn að aka honum um útí Krossanesi og virkar hann bara fínt þurfti að bæta smá á skiptingu annað ekki meyra að segja eru bremsur á honum það hefur ekkert verið átt við bremsur bara keyrt á stað smá stirður fyrstu metrana en er allur að liðkast.þegar hann var dreginn inn í skúr þaðan sem hann stóð voru öll hjól laus og fín ekkert vandamál þar á ferð enda er þetta jú af Ford ætt.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: ADLER on March 29, 2009, 01:35:09
Þetta er Mustang station  :-"
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 29, 2009, 01:36:50
já kanski það Adler ég hef reindar aldrei hugsað útí það  :lol:
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Brynjar Nova on March 29, 2009, 05:14:58
maður hefur séð þá verri jonni  :D
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: ADLER on March 29, 2009, 10:02:26
já kanski það Adler ég hef reindar aldrei hugsað útí það  :lol:

Þetta er staðreynd  :wink:

Ford Fox platform

Quote
Vehicles using this platform:

    * 1978-1983 Ford Fairmont
    * 1978-1983 Mercury Zephyr
    * 1979-1993 Ford Mustang
http://en.wikipedia.org/wiki/Ford_Fox_platform
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 29, 2009, 16:37:43
Já Brynjar satt er það maður hefur séð þá verri en hnoðri skal á götuna í vor og fær að aka um með öðrum forngripum úr klúbbnum í vor sumar og haust . \:D/
p.s. hnoðri er nafnið á Zephyr sem bróðir minn gaf honum ég skíri það út fyrir þér síðar Brynjar.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Geir-H on March 29, 2009, 19:42:32
Ægilega fínt  :roll:
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Brynjar Nova on March 29, 2009, 21:53:21
Já Brynjar satt er það maður hefur séð þá verri en hnoðri skal á götuna í vor og fær að aka um með öðrum forngripum úr klúbbnum í vor sumar og haust . \:D/
p.s. hnoðri er nafnið á Zephyr  sem bróðir minn gaf honum ég skíri það út fyrir þér síðar Brynjar.



Ég skil það mjög vel  :smt043
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 30, 2009, 00:30:41
Smá fleyri myndir toppgrindabogar teknir af ásamt krómlistum löguð riðgöt undir listum og þeir á aftur smá vinna eftir ennþá við toppinn og þá fara bogarnir aftur á mér fannst að þetta dót á þakinu yrði að vera því það setur svo mikinn svip á tækið. Ef einhver er að pæla í bandinu sem liggur þvert á þakið var það til að halda uppi toppklæðningu meðan á viðgerð stendur en ekki til að halda bílnum saman.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 30, 2009, 00:39:16
Ægilega fínt  :roll:



Já Geir þetta er nefnilega ægilega fínt miðað við að hafa innan við 60 þús til að klára verkið.
Það var um tvennt að velja annað hvort að gera þetta núna eða bíða í 5 ár max eftir að bíllinn yrði ónýtur og henda honum þá,þessvegna er þetta gert núna að bjarga bílnum það eru nefnilega ekki svo margir svona vagnar eftir og þessvegna er gaman að því að gera þetta .
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Kristján Ingvars on March 30, 2009, 10:32:12
Svo er bara að sulla lit yfir hann Jonni  8-)
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Racer on March 30, 2009, 11:08:11
yrði trúlega rúllaður með stolnir málingu ef þessi 60 þús eiga að duga í gólf og teppi og svoleiðis.

svo gætu menn átt nú sprautugræjur og mála hann með stolni málingu  :mrgreen:

þetta er fínt budget og trúlega allt gert í eiginn höndum :)
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Brynjar Nova on March 30, 2009, 11:48:00
http://www.youtube.com/watch?v=bOO64pzJzoI&feature=related  :D
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 30, 2009, 21:31:06
Ætli hann verði nokkuð málaður núna ég held ekki að ég hafi aura til þess en það gæti verið að ég bónaði hann með massa og síðan góðu bóni og læt það duga varðandi lakkið núna sé svo hvað verður síðar.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on May 18, 2009, 00:33:48
Jæja smá uppdate um Zephyr núna er búið að laga gólfið og laga toppinn sem þurfti reyndar að gera heldur meyra við en ég hélt fyrst. Núna er gripurinn kominn með spjöldin og fór í fornbílaskoðunina á Laugardaginn þó að hann væri reyndar ekki fullkláraður og fékk hálfa skoðun eins og búist var við og nú keyrir hann bara fínt um göturnar á Akureyri
:spol:  :spol:   :spol:
næsta vers er svo að klára að laga hurðar og annað smálegt sem þarf að laga set myndir inn á næstu dögum.
reyndar set ég eina mynd hún er fengin af vef ba úr albúmi fornbílaskoðun tekin á Laugardag.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Rúnar M on May 24, 2009, 16:26:13
Svona eiga menn að gera þetta......sníða sér stakk eftir vexti, ef litlir aurar eru til gera þá minna í einu ef allir hugsa svona þá hefðu margir gullmolarnir bjargast því það er mjög dýrt að taka bíl og gera upp og fæstir reikna út kostnaðinn fyrirfram.......enn mig langar að spyrja þig um subaru station sem stóð eða stendur enn á bak við þar sem bíllinn þinn stóð, hvort hann sé sæmilega heill og hvort hann sé falur......er að leita að subaru station frá 80-85 til varðveislu, helst góðu eintaki......með fyrirfram þökk kv Rúnar.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on May 25, 2009, 12:29:25
Takk Rúnar maður verður að gera það besta úr því sem maður hefur en varðandi Subaru er hann á sama stað og hefur verið þar í mörg ár ég held að hann sé nánast ónítur af riði bíllinn er í eigu Brynjars nova ég veit ekki hvort hann er falur. 8-)
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on September 09, 2009, 20:43:45
Því miður hef ég ekki getað komið með neinar myndir af viðgerð á bílnum ennþá enda ekki verið gert neitt meyra við hann síðan í vor en veturinn er framundan og þá verður vonandi eitthvað hægt að ditta að honum ég læt hér inn tvær myndir frá því í sumar teknar á fornbílarúntum.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Sævar Örn on December 20, 2009, 00:08:05
Ertu byrjaður að vinna í honum aftur?

Myndir væru vel séðar, elska svona gamla hlunka
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on December 22, 2009, 22:36:56
Nei Sævar ég er ekki byrjaður að vinna í honum ennþá en vonandi verður hægt að koma sér á skrið í Jan. ég kem með myndir um leið og hægt verður að redda þeim hef verið í tölvu böggi sem er að leysast vonandi.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on January 10, 2010, 21:36:50
Jæja nú er verið að leita af bensíndælu í Zephyr búinn að koma mér í samband við Þorgeir hjá fornbílaklúbbnum vonandi er til dæla hjá þeim annars ef einhver á orginal dælu í 200 ci 6 cyl Ford má hann gjarnan láta mig vita.
Á fyrstu myndinni er verið að skemmta sér yfir skindi lausninni sem ég kom með til að klára sumarið eftir að dælan gafst upp fékk ég mér lánaða rafmagns dælu úr súbba og tengdi við gömlu dæluna til að fá etthvað smá bensín það er setti rafdælu tankmegin við þá gömlu og dæli í gegnum hana og hengdi svo dæluna með skóreim við innra brettið á bílnum , þetta vakti að vonum frekar mikla kátínu hjá fornbíla mönnum á Akureyri , en svona á víst að leisa málin þegar rúntur er innan klukkutíma frá því að maður reddar sér varahlut og réttu verkfærin ekki við hendina þá bara að finna lausn (1 frekar dapurt skrúfjárn , 2 hosuspennur , 1 skóreim og slöngu bútur) málið leist og ég kommst á rúntinn , reindar reindist þessi skyndi viðgerð það vel að svona er bíllinn enn .
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on February 16, 2010, 22:51:24
Jæja Þorgeir fann 2 bensíndælur handa mér þá er bara að bíða þar til götur verða auðar hér á norðurhjara veraldar og reina að koma sér í skúr með hita yfir frostmarki og kanna hvort önnur hvor dælan passi og vona að allt virki.  8-[
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 17, 2010, 01:26:02
Jæja þá er ég nú búinn að selja gamla station vagninn hann þurfti heldur meyri bodyvinnu en ég hafði aðstöðu til að sinna og kveð ég hann nú með tár á hvörmum. :smt022
En ég keypti annan Zephyr árgerð 79 sedan óryðgaðan sem þarf minni vinnu við og hér fylgja myndir af honum.
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Comet GT on March 17, 2010, 09:34:50
Hehe. Til hamingju með Dreifbýlisflekann, nú er bara að finna rétt hjarta. Mæli með að það verði frá ford þar sem að hann er búinn að sprengja 2 ef ekki 3 350 lettamótora.  :twisted: 
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 17, 2010, 12:22:50
Takk fyrir það Já það verður Ford annars lemur Bó mig . :lol:
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Brynjar Nova on March 18, 2010, 23:06:44
svo er bara að mæta galvaskur í keppnir í sumar jonni  8-)
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: AlexanderH on March 19, 2010, 00:37:40
Til hamingju með nýja kaggann! Ég var að láta það leika um hugann að versla hann á sínum tíma en svo fann ég ástina mína :)
Title: Re: Mercury Zephyr 1978
Post by: Serious on March 19, 2010, 00:55:56
svo er bara að mæta galvaskur í keppnir í sumar jonni  8-)



Keppnir já kanski veit það samt ekki það er svo helvíti þungt að ýta honum verð allavegana fyrst að fá mér vél og gír  :lol:


Til hamingju með nýja kaggann! Ég var að láta það leika um hugann að versla hann á sínum tíma en svo fann ég ástina mína :)


takk fyrir það . þitt tap , minn gróði að þú keyptir hann ekki. 8-)