Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Bjarni on March 26, 2009, 00:37:48

Title: KK-Límmiðar til sölu
Post by: Jón Bjarni on March 26, 2009, 00:37:48
Kvartmíluklúbburinn hefur núna til sölu límmiða á bíla með logoi KK.
Allur ágóði af sölu þessara límmiða fer beint í málbikssjóð klúbbsins.
Ef þig langar að styrkja klúbbin og eignast flottan límmiða á bílinn þinn þá er best að hafa samband við mig.
Það er hægt að ná í mig í síma - 847-3217
líka í E-mail - Flappinn@simnet.is
Eða í PM hér á spjallinu.

Til að nálgast límmiðana þá geturu annaðhvort sótt þá til mín í hafnarfjörðinn eða komið á félagsfund á miðvikudögum og keypt þá þar
Athugið að þessir límmiðar límast innan á rúðu bílsins.
Verð á stikkið er 500kr

Einnig er Klúbburinn með límmiða sem stendur Kvartmíla.is á.
Þeir fást gefins hjá mér líka.
Þeir eru í 4 litum Gulum, Silfruðum, Gráum og hvítum
Þeir eru í 2 stærðum 80 cm að lengd og 16 cm að lengd
Þessir lengri límast utan á rúðu en þessir minni að innaverðu.

Myndir af þessum límmiðum
(http://www.simnet.is/thegoblin/kk-1.JPG)
(http://www.simnet.is/thegoblin/kk-2.JPG)

KV
Jón Bjarni
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: kiddi63 on March 29, 2009, 05:50:02
Fínt mál!!
En hvernig er það, eru ekki til neinar derhúfur með merki klúbbsins??
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 29, 2009, 20:43:03
Fínt mál!!
En hvernig er það, eru ekki til neinar derhúfur með merki klúbbsins??
Stjórn klúbbsins er að fara yfir það hvað þarf af auglýsingavörum fyrir bílasýninguna í Kórnum um hvítasunnuhelgina.
Margir hafa verið ósáttir með prentun á síðustu bolum og fólk finnst þeir alls ekki flottir.
Spurning ef félagsmenn hafa einhverjar sérstakar skoðanir á þessu eða vilja aðstoða klúbbinn við að hanna flotta boli (der-húfur) sem eru jafnframt ódýrir í prentun endilega hafið samband á nonni(hjá)kvartmila(punktur)is eða bjallið á mig í síma 899-3819
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: Ravenwing on March 30, 2009, 06:30:23
Kvartmíluklúbbs merkið stórt á bakinu og www.kvartmila.is þar undir svo lítið KK merki á hægri brjóstkassa...alltaf klassískt look finnst mér.
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: Valli Djöfull on March 30, 2009, 14:19:20
Fleiri liti?
Jakkar?
Fleiri snið þegar kemur að bolum, fyrir kjellingar og kannski síðermabolir?

Lítið og nett kvartmila.is og logo á vinstra brjóst eða eitthvað í þá áttina mín skoðun..
Eitthvað smart, sem maður getur notað dags daglega án þess að líta út fyrir að vera 16 ára :)
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: Hera on March 30, 2009, 18:22:36
Varðandi fatamerkingar þá er líka hægt að prenta lógóið á það sem er kallað  trensfer og er prentað í spegli.

og fólk getur fest það á hvaða flík sem er með því að straua það á þið viljið spá í þann möguleika.
En klúbburinn hefur kanski minnst upp úr því??
Title: Re: KK-Límmiðar til sölu
Post by: dart75 on March 31, 2009, 13:19:39
náði i nokkra límmiða í gær helv flottir :wink: