Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Cruiser FJ60 on March 24, 2009, 17:17:59
-
Sælt veri fólkið. Mig langar til að fá komment á hvaða flækjur eigi að velja á big block Chevy. Annað mál, er einhver hér sem smíðar svona í bíla á eðlilegu verði? Hvernig er það með Einar áttavilta er hann góður í flækjusmíði ?
Kveðja í bili.
-
Sælir, er pælingin að setja þetta í krúserinn?
Spurning hvaða plássi þú hefur úr að moða, hvað í raun og veru hentar í svona pródjekt.
Hvort flækjurnar geti verið innan grindar eða utan, og hversu langar þú kemst upp með að hafa þær. Stýrið er oftaren ekki fyrir, svo það er að ýmsu að huga.
Ég mæli með að þú finnir útúr þessum grunnatriðum fyrst, kaupir þér síðan flækjur sem þú telur hvað líklegastar og breytir þeim hreinlega svo þú sér ánægður með þær. oft er það bara spurning um tvö þrjú rör sem þarf aðeins að hnika til.
Svo má alltaf porta til greinarnar einsog Þröstur á chevellunni
-
Hann er með 540cid (gamla mótorinn hans Sæma úr Willysnum) BBC ofan í FJ60 Cruiser.... hann mátaði mínar þarna oní en það gekk ekki vegna mótorfestinga, það þarf custom smíði í þetta... eldgreinar ganga ekkert Maggi...pffff
-
nú ef þetter svona keppnis, þá er bara að klúðra mótorplötum í græjuna og þá getur hann notað flækjurnar þínar.
-
Gengur ekki heldur, öðru megin fer þetta í millikassann... flókið ferli.
-
Myndir hjálpa, spurning með flækjur úr Corvette.
jói
-
Ég mndi telja að það væri best að kaupa ósamsettar flækjur og smiða í græjuna ef þú hefur tök á því.kV Árni
-
Smíða ryðfrítt í þetta... Mæli með http://www.stainlessworks.net/cart/index.php (http://www.stainlessworks.net/cart/index.php), þeir eru með flott efni í þetta.. flangsa, collectors, beygjur og dót á góðu verði.. TIG sjóða svo saman og nota bakgas....... dugar bílinn
PS. Gleymdu þessum pústverkstæðum....... finndu frekar einhverja góða smiðjukarla
-
Fékk tilboð frá þeim í dag og það hlóðar uppá 960 dollara fyrir utan sendingarkostnað. Þá er verið að nota rústfrítt efni þar sem rörstærð er 2 1/8" og collector 3,5" ásamt flönsum og þess háttar. Er þetta ekki bara ágætisverð?
Kveðja
-
Einar K. Möller skrifaði:
Hann er með 540cid (gamla mótorinn hans Sæma úr Willysnum) BBC ofan í FJ60 Cruiser.... hann mátaði mínar þarna oní en það gekk ekki vegna mótorfestinga, það þarf custom smíði í þetta... eldgreinar ganga ekkert Maggi...pffff
(http://www.fastraces.org/members/fastraces/fastraces.nsf/2008MP-TP1-425w.jpg!OpenImageResource)
F.A.S.T. ET Record Holder
Terry Pennington
10.30
Terry Corvette eigandi fer 1/4 kvartmíluna á 10.30 á 130 mílum með eldgreinar :-k
Kveðja
Þröstur