Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: KristjánJóhann on March 23, 2009, 08:12:27

Title: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: KristjánJóhann on March 23, 2009, 08:12:27
Er að leita mér að hvítri málningu til að mála stafi á gúmmídrullusokkana á bílnum hjá mér. Heyrði einhverstaðar að fornbílaklúbburinn lumaði á einhverju svona til að mála rendur á dekkin á gömlu köggunum. Hvar get ég nálgast svona...
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Björgvin Ólafsson on March 23, 2009, 10:11:51
Hjá Fornbílaklúbbnum!

kv
Björgvin
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Kristján Ingvars on March 23, 2009, 12:19:35
Eru menn virkilega að dunda sér við það að mála hvíta hringi á dekkin?  :smt043
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Moli on March 23, 2009, 12:51:18
Eru menn virkilega að dunda sér við það að mála hvíta hringi á dekkin?  :smt043

Já til að halda original lúkkinu, það eru sumir sem vilja það.
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Kristján Ingvars on March 23, 2009, 14:45:21
Það er nú ekki það sem ég átti við Maggi, hvítir hringir eru hið besta mál. En eru menn að mála þá á dekkin? Bæði hægt að kaupa svona dekk (reyndar frekar dýr) og svo er hins vegar hægt að kaupa svona staka hringi sem eru bara settir á felguna með dekkinu, þannig var ég með það og þannig er Arnar með þetta og það lookar bara mjög flott  8-)

Þá er líka alltaf hægt að skipta þeim út þegar þeir eru orðnir brúnir  :D
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: crown victoria on March 23, 2009, 17:37:40
Hringdu í Örn í síma 8952400. Hann var að selja dósina af svona dekkjamálningu á 1000 kall held ég 250ml. hef heyrt að þetta sé helvíti sniðugt...
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Moli on March 23, 2009, 18:55:33
Það er nú ekki það sem ég átti við Maggi, hvítir hringir eru hið besta mál. En eru menn að mála þá á dekkin? Bæði hægt að kaupa svona dekk (reyndar frekar dýr) og svo er hins vegar hægt að kaupa svona staka hringi sem eru bara settir á felguna með dekkinu, þannig var ég með það og þannig er Arnar með þetta og það lookar bara mjög flott  8-)

Þá er líka alltaf hægt að skipta þeim út þegar þeir eru orðnir brúnir  :D

Jújú.. skil hvað þú meinar, ég hef notað þessa dekkjamálningu á dekk með fínum árangri, bæði til að gera hringi sem og laga hvíta stafi sem hafa dofnað.
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: crown victoria on March 23, 2009, 20:24:26
En talandi um svona hringi þá las ég einhverntíman (man ekki hvort það hafi verið hér eða á fornbilaspjallinu ég finn það ekki en það var á öðrum hvorum staðnum) að Höldur á Akureyri hafi einhverntíman keypt helling af svona hringjum einhvern lager eða eitthvað dæmi, ég veit ekkert hvort það er eitthvað til í því samt. Bara ábending ef einhver getur nýtt sér það að þá er tilraun að skoða þetta betur  :wink:
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Kristján Ingvars on March 24, 2009, 15:42:16
En talandi um svona hringi þá las ég einhverntíman (man ekki hvort það hafi verið hér eða á fornbilaspjallinu ég finn það ekki en það var á öðrum hvorum staðnum) að Höldur á Akureyri hafi einhverntíman keypt helling af svona hringjum einhvern lager eða eitthvað dæmi, ég veit ekkert hvort það er eitthvað til í því samt. Bara ábending ef einhver getur nýtt sér það að þá er tilraun að skoða þetta betur  :wink:

Jú, það er rétt ég fékk þessa hringi einmitt þar  :wink:
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: KristjánJóhann on April 25, 2009, 20:32:48
Hringdu í Örn í síma 8952400. Hann var að selja dósina af svona dekkjamálningu á 1000 kall held ég 250ml. hef heyrt að þetta sé helvíti sniðugt...

Dollin er komin í 1500kall reyndar í dag sagði hann ;) Munar nú samt ekki miklu, en takk fyrir númerið, hann á ennþá til svona
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: Belair on April 25, 2009, 20:59:28
 :D
(http://fotos.marktplaats.com/kopen/2/e1/wlBha2gsOWPLzpy1fgVq+Q==.jpg)
Title: Re: Hjálp v/hvít málning á dekk/drullusokka
Post by: KiddiJeep on April 26, 2009, 15:46:39
Mig minnir að þetta sé til hjá Bílaþjónustunni Járnhálsi