Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Sivalski on March 18, 2009, 00:49:42

Title: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 18, 2009, 00:49:42
Jæææjaaa.. Þá mjakast þetta áfram, gerist nú ekki hratt en hérna eru nokkrar myndir
Ég var svona að pæla í að reyna að föndra sjálfur í gólfið en langar að gera það vel samt sem áður,
hvernig suða væri best, ef ég sker í burtu ryðguðu svæðin, er óskynsamlegt að pinnasjóða þetta?
Og hvaða efni er hægt að nota sem stoppar ryð?

(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358499988.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358499269.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358499413.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358499689.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358500671.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358500728.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358501030.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358501644.jpg)
(http://pic90.picturetrail.com/VOL2143/12222436/21738100/358503641.jpg)


-Viktor
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Gilson on March 18, 2009, 08:50:45
mig suða er það skynsamlegasta í svona gólf verkefni geri ég ráð fyrir
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Stefán Hansen Daðason on March 18, 2009, 11:46:32
Held það sé bara leiðindi með pinnasuðu í svona vinnu fer nú bara eftir hvað efnisþykktin er í gólfinu
ég myndi nota hlífðargassuðu.
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Árni Elfar on March 20, 2009, 00:31:28
Úff hvað hann er orðinn ljótur :mad:
Svona var hann í DENN 8-)
(http://photos-c.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v1067/128/57/1267069205/n1267069205_30161586_3168.jpg)
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 20, 2009, 02:06:43
hehe já segðu,,
hann er búinn að standa í nokkur ár og mjög lítið gert.. en markmiðið er nú að gera hann fallegan  :)
það er bara ekki alveg nóg til af peningum svona í miðri kreppunni en ég geri þetta hægt og rólega
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: HK RACING2 on March 20, 2009, 19:04:01
Er þetta bananinn hans Nonna?
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: crown victoria on March 20, 2009, 20:13:48
einmitt það sem ég var að spá í og ég er ekki frá því að þetta sé bara hann án þess að ég ætli að fullyrða það...
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: E-cdi on March 20, 2009, 21:52:10
klikkaðir bílar..
sé alltaf eftir minum.. reyndar var hann ekki GTA.
mér finnst 3gen alltaf flottustu transarnir

en segðu mér eitt, er þessi með digital miðstöð?

virkar allt mælaborðið í honum?

btw gangi þér vel með græjuna.. flottur bíll 8)
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: JHP on March 21, 2009, 00:52:06
Er þetta bananinn hans Nonna?
Veit nú ekki alveg hvernig þú finnur út banana með þennan bíl Himmi minn  :-k

Það bara snérist létt upp á hann  :lol:
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: meistari on March 21, 2009, 01:44:58
eg setti þennan bíl i réttingarbekk og sneri af honum eftir að nonni slætaði fast á kanntinn og setti hann á hlið það var gaman það var verst að það sullaðist úr bjórnum \:D/
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 21, 2009, 23:26:05
Já ég svissaði á hann um daginn og gat ekki séð betur en það virkuðu allir mælar..
hef ekkert gangsett hann ennþá  :) 
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: E-cdi on March 22, 2009, 16:31:23
Já ég svissaði á hann um daginn og gat ekki séð betur en það virkuðu allir mælar..
hef ekkert gangsett hann ennþá  :) 

prufaðu að setja hann í gang :)
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 23, 2009, 05:05:39
hehe ég væri nú buinn að því ef það væri mögulegt, en hann fer ekki í gang!
við stjúpi erum búnir að kíkja á rafmagnsdótið frá bensíndælu og að vél og eigum eftir að tengja það rétt
Var keypt ný bensíndæla en hún snérist aldrei, fekk ekki straum og við mældum þetta fram og til baka og þetta virkar nú allt, bara ekki rétt tengt.
Svo kemur í ljós hvort vélin sé ekki gangfær, annars ætla ég mér nú að láta taka hana í gegn eða setja 350.
Langaði nú samt að reyna að halda bílnum svolítið original  8-) en eins og flestir vita er 305 ekkert mest spennandi vél í heimi

-Viktor
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 23, 2009, 05:08:25
klikkaðir bílar..
sé alltaf eftir minum.. reyndar var hann ekki GTA.
mér finnst 3gen alltaf flottustu transarnir

en segðu mér eitt, er þessi með digital miðstöð?

virkar allt mælaborðið í honum?

btw gangi þér vel með græjuna.. flottur bíll 8)


og já takk fyrir það!  :wink:
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Chevy_Rat on March 23, 2009, 05:30:42
hehe ég væri nú buinn að því ef það væri mögulegt, en hann fer ekki í gang!
við stjúpi erum búnir að kíkja á rafmagnsdótið frá bensíndælu og að vél og eigum eftir að tengja það rétt
Var keypt ný bensíndæla en hún snérist aldrei, fekk ekki straum og við mældum þetta fram og til baka og þetta virkar nú allt, bara ekki rétt tengt.
Svo kemur í ljós hvort vélin sé ekki gangfær, annars ætla ég mér nú að láta taka hana í gegn eða setja 350.
Langaði nú samt að reyna að halda bílnum svolítið original  8-) en eins og flestir vita er 305 ekkert mest spennandi vél í heimi

-Viktor

Sæll benzíndælan er staðsett ofan í benzíntankinum í þessum bílum!,Og hún er tengd í gegn um rafmagnsplöggið sem er staðsett fyrir miðju á bak við aftursætisbökin!,Þannig að þú þarft að taka tankinn undan til þers að skipta um benzídæluna og tengja hana!.

Og til hamingju með þennann bíl og gangi þér vel með uppgerðina honum!
Title: Re: Pontiac Trans Am GTA - Project
Post by: Sivalski on March 23, 2009, 05:48:39
Já takk kærlega fyrir það, ég er buinn að taka tankinn undan og prófaði að tengja bensíndæluna við straum, sem virkaði svo fínt.
Svo athugaði ég tengið sem er fyrir framan drifið fyrir miðju á sætisbakinu og það virkar allt, þarf bara að tengja vírana rétt.