Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gummari on March 11, 2009, 13:19:23
-
hvað finnst mönnum á að stressa sig á steðjanr. á gamla kaggann eða bara smella á hann hvítum :?:
-
gamlir bílar eiga að vera á gömlum númerum 8-)
-
Mér finnst það fara eftir bílnum sjálfum og litasamsetningunni. Mér finnst minn GTO ekkert slæmur á hvítum en finnst að bílar eins og '56 Ford ættu að vera á steðjanúmerinum. :wink:
-
svo er einnig það sem stendur á svarta númerinu.
ekkert spennandi að hafa $ 302 á road runner :) meira spennandi að hafa 440 eða 426
302 passar meira á camaro með 302 vél orginal eða ford
-
Gamlar plötur :D
-
F1965 8-)
-
já ég ætti kannski að setja eh sem hentar ford 56 með 292 en ef eh lumar á gömlum plötum þá eru þær vel þegnar :mrgreen:
-
Lincolninn minn er allavegana að fara á steðja númer í sumar, hef alldrey þolað hann á þessum hvítu :???:
-
Hef aldrei skilið þessa ást á gömlu steðjaplötunum,menn grenjuðu og góluðu þegar þær voru einar í boði á bíla hérlendis.Mönnum þótti þetta arfaljótt og lýti á fallegum bílum.Einu tilfellin sem mér þykir þetta við hæfi,er ef viðkomandi bíll hefur verið á viðkomandi númeri síðan áður en hvítu plöturnar fengust.
-
Hef aldrei skilið þessa ást á gömlu steðjaplötunum,menn grenjuðu og góluðu þegar þær voru einar í boði á bíla hérlendis.Mönnum þótti þetta arfaljótt og lýti á fallegum bílum.Einu tilfellin sem mér þykir þetta við hæfi,er ef viðkomandi bíll hefur verið á viðkomandi númeri síðan áður en hvítu plöturnar fengust.
Sammála
-
þetta skiftir nú máli hvort það eru 1-4 stafir eða 6 í númerinu =; sum gömlu er mjög flott td ef þög eru sama og árg og bill 8-)
-
já ég ætti kannski að setja eh sem hentar ford 56 með 292 en ef eh lumar á gömlum plötum þá eru þær vel þegnar :mrgreen:
Þú getur náttúrulega fengið þér nýjar gamlar plötur og það kostar 15.000 hjá fornbílaklúbbnum og þá geturu bara valið þér eitthvað flott númer :wink:
-
mér finnst þessir elstu ættu að vera á gömlu, annars er þetta alveg mat eiganda....
broncoinn minn er með steðjaplötur, númerið er L11