Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: gummikei on February 24, 2009, 18:57:27
-
ég er með gamlan bronco sem sett var útá ólíuleka á olíutanki,
tók mig til og kippti honum bara undan og skrapaði af honum drullu og pússaði í dag, fann bara sirka hvar lekinn væri...
hvað þarf að varast þegar verið er að sjóða í svona tank?
hvaða efni er best að setja á hann til að verja hann? það var einhver olíudrulla tektíll eða eitthvað á honum, hann er mjög heill og ég tók hann alveg niðrí járn, einnig er örlítið yfirborðsryð á honum á nokkrum stöðum hvernig er best að stoppa það?
með von um góð svör,
kveðja
-
MIG suður virka ekki vel til þess að sjóða í tanka, hún skilur eftir sig helling af hárfínum götum sem síðan leka. Það er spurning hvort díselolían leki eitthvað síður í gegn heldur en bensín en ég prófaði að MIG sjóða tank saman og bensínið míglak niður. Þar sem þetta var bara hræbillegur bráðabirgða tankur þá reddaði ég mér með því að sparsla með P40 boddy filler utan á suðurnar. Það svínvirkaði alveg hreint þangað til sparslið brotnaði af :lol:
Ef vel á að vera þá þarf að sjóða þetta með TIG.
-
Það er til efni sem þú sparslar í og bindist málminum,þarf ekki að sjóða en þú þarft að slífa allt ryð í burtu.Minnir það sé frá wurth
-
Ég mæli með efni sem heitir COLD-WELD. Þetta eru 2 efni sem þú blandar saman og verður einskonar KÖLD-SUÐA.
Ég hef notað þetta til að laga stórt gat á olíupönnu, gat á sjálfskiptingu, fyllt upp í miklar sprungur á pústgrein og til að laga rið. Allt með góðum árangri.
Ég hef verslað þetta efni í bílabúð N1 (Bílanaust). Nú síðast í hafnarfirði.
-
fæst einnig í N1 "Fuel tank repair kit" frá Permatex
virkar ágætilega og tollir ef rétt er gert