Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: djánís on February 13, 2009, 18:13:48
-
Sælir allir saman !!!
Ég hefði áhuga á því að vita hvernig þið hafið látið króma felgur ?
krómar Proppé ekki felgur og ef svo er, hvers vegna ekki ?
hurðarhandföng einhver reynsla af því að króma þannig hlut ? heyrði að það væri messing í því og þess vegna ekki hægt að endurkróma það
endilega komið með allt sem þið vitið um þetta og ekki liggja á upplýsingunum
Takk fyrir
Finnur Fjölnisson
Porsche 911 1967
-
Það sem ég veit ,er það að Magnús hefur ekki græjur í að króma annað en stál,og undirvinnan er þín
hann hefur ekki góða reynslu af því að króma fyrir menn,undirvinnan er mjög tímafrek (dýr)en ef þið
vinnið hlutina undir sjálfir,þá er hægt að fá kallinn til að króma,bara fara vel að honum
Halldór
-
Ég veit til þess að hann hefur ekki græjur í það að gera felgur. En hann getur krómað ál líka, ég myndi líka bara prófa að fara með þetta handfang til hans og sjá hvað hann segir. En eins og Chevelle71 segir þá verður undirvinnan að vera góð, hver einasta misfella í málminum kemur í ljós í króminu.
En svo eru einhverjir gaurar í hfj. sem rafpólera, ef að menn eru með ryðfrítt.
-
það sem ég var að spá í er hvernig stendur á því að hann geti ekki krómað felgur ? hver er munurinn á lokaðri felgu og felguhring af mótorhjóli, enn pælingin var að láta hann afkróma og nikkelhúða, vinna þetta svo sjálfur og láta hann svo dýfa þessu.
-
Vitið þið símanúmer hjá þeim sem cróma eða
Hvar þessi crómarar er til húsa?
Ég er með pústpípu af mótorhjóli sem var/er crómuð var að spá hvort hægt sé að cróma beint á eldra cróm?
kv Robbi
-
Það hlítur að þurfa að blása til að fá viðloðun :-k
-
Nei,,það á að vera nóg að fægja hlutinn,muna bara að hver einasta srispa sést í króminu
Hér er svo heimilsfangið hjá karlinum:
Stálsmíði Magnúsar Proppé sf
Hafnarbraut 11 - 200 Kópavogi Sími: 554 5045 Fax: 554
-
Vitið þið símanúmer hjá þeim sem cróma eða
Hvar þessi crómarar er til húsa?
Ég er með pústpípu af mótorhjóli sem var/er crómuð var að spá hvort hægt sé að cróma beint á eldra cróm?
kv Robbi
Ég held að best væri að leysa gamla krómið af og króma uppá nýtt