Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: leibi on February 12, 2009, 22:00:32

Title: Ryðhreinsun
Post by: leibi on February 12, 2009, 22:00:32
með kverju mæla menn í Ryðhreinsun á maður að nota sápulög eða eru einkver önnur efni í boði eða á maður bara að blása???
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: Moli on February 12, 2009, 23:28:38
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=34249.0
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: Ísinn on February 13, 2009, 00:08:04
ja held að hann sé að leitast eftir því sama og ég að gera þetta sjálfur  :)
heldurðu að þeir selji þennan sápulög??
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: Moli on February 13, 2009, 00:11:29
Þeir selja amk. vinnuna við að hreinsa ryðið... og sápan fylgir!  :mrgreen:

Bjallið bara á bræðurna á morgun og ræðið við þá!  :wink:
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: 429Cobra on February 13, 2009, 00:13:24
Sælir félagar. :)

Sápulögurinn verður til sölu strax og hann kemur til landsins.

Ég get því miður ekki gefið ykkur verðið í hann alveg strax, þar sem að ég á eftir að fá verð á fragtinni.

En sem sagt hann er á leiðinni.!

Kv.
Hálfdán.
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: Ísinn on February 13, 2009, 16:25:59
gott að heyra hef heyrt að þeir séu góðir og allt það en eins og er þá er bíllinn ógangfær og maður er með lítinn pening milli handanna... :-(  held að það sé bara ódýrara að gera þetta sjálfur :)

allavega láttu vita með málinn á fragtinni ;)

Kv Ísak
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: leibi on February 17, 2009, 23:10:40
er langt í Sápulögurinn er spenntur að fá að prófa þetta
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: juddi on February 18, 2009, 10:28:42
Hvernig er það með sápulögin Hálfdán er hægt að nota þetta á málaða hluti og er hægt að hafa þetta í kari og margnota td dýfa hlutum í löginn sviðað og með sýrukar?
bara smá forvitni um þetta magnaða efni
Title: Re: Ryðhreinsun
Post by: 429Cobra on February 18, 2009, 17:33:05
Sælir félagar.

Efnið fer að detta inn, það er hjá mínum manni í USA og hann er bara að bíða eftir því að meira af dóti komi til hans sem að ég er búinn að panta.

Það er best að hafa hreyfingu á vökvanum þegar maður er að hreinsa af ryð, en það er líka hægt að hafa þetta í kari sem að maður lætur þá hlutina liggja í.
Þetta er samt ekki eins og sýra þar sem að sápan skaðar ekki málmin eða önnur efni, þar með talið málningu, gúmmí, plast osf......

Skoðið þið þennan hlekk:  www.ridrust.com (http://www.ridrust.com)

Kv.
Hálfdán.