Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: JONNI S on February 09, 2009, 15:18:52

Title: Grafa bíla úr jörð
Post by: JONNI S on February 09, 2009, 15:18:52
Sælir.
Mig langar að vita hvort einhver hafi frétt af bílum sem grafnir hafa verið upp eftir að hafa verið urðaðir.
Veit nefninlega um eina SS novu árg ´73 sem er búin að liggja í jörð síðan ca1990, var stráheill þegar hann var urðaður.
Sennilegast orðin að dufti en hver veit.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Belair on February 09, 2009, 15:35:12
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=22012.0
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: stebbsi on February 09, 2009, 18:08:45
19 ár í stöðugum raka :-k, svo ef þetta er í lægð þá gæti verið mikil bleyta.. hljómar frekar illa, en ef það er grunnt í hann þá má kannski kanna..
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: R 69 on February 09, 2009, 18:33:57
Fáðu þér skóflu. Þetta verður amk gaman að sjá.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Zaper on February 09, 2009, 19:21:05
er ekki hætta á að honum hafi verið kuðlað eithvað saman með ámoksturstækjum áður en grafið var yfir.
þessi hefur sennilega verið búinn að vera lengur en 19 ár neðanjarðar. þannig að það þarf ekkert að vera svo þunnt í honum (þessi var reyndar grafinn aftur)

(http://i210.photobucket.com/albums/bb171/zaper_album/Scan10038.jpg)
(http://i210.photobucket.com/albums/bb171/zaper_album/Scan10039.jpg)




 
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Moli on February 09, 2009, 19:24:18
Ef hann er ofarlega og í mold eða möl þá efast ég að það sé mikið eftir af honum. Yfirleitt er nú mikill raki í jörðinni þannig að ég get ekki ýmindað mér að það sé mikið eftir.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: JONNI S on February 09, 2009, 19:54:05
Það er frekar grunnt niður á hann, þetta var þannig að það var tekin mjög snyrtileg "gröf" og bílnum ýtt ofaní holuna og mokað yfir. En djóklaust, ég er jafnvel að spá í að skoða þetta mál aðeins betur.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Serious on February 09, 2009, 20:10:08
Grafðu kvekendeð bara up og sjáðu hvernig hann lítur út nú ef hann er ónítur mokarðu bara yfir aftur  8-)
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Andrés G on February 09, 2009, 20:49:13
Sælir.
Mig langar að vita hvort einhver hafi frétt af bílum sem grafnir hafa verið upp eftir að hafa verið urðaðir.
Veit nefninlega um eina SS novu árg ´73 sem er búin að liggja í jörð síðan ca1990, var stráheill þegar hann var urðaður.
Sennilegast orðin að dufti en hver veit.

 :mad:
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: R 69 on February 09, 2009, 22:13:19
Mundu bara að taka myndavélina með og sýna okkur hvað þú fannst.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Heiðar Broddason on February 11, 2009, 00:30:53
Hver er staðan á uppgreftrinum veit um eina novu eigandinn sagði reyndar að hann hafi verið mikið ryðgaður  :)
en gaman að sjá hver staðan er


kv Heiðar
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Brynjar Nova on February 11, 2009, 01:22:31
Hver er staðan á uppgreftrinum veit um eina novu  eigandinn sagði reyndar að hann hafi verið mikið ryðgaður  :)
en gaman að sjá hver staðan er


kv Heiðar


hvað voðalega er búið að grafa af novum  #-o
veistu nokkuð um fleiri novur sem búið er að grafa
því þá er ég farinn í biko að ná mér í skóflu  :mrgreen:

en grínlaust að grafa þessa novur upp er bara spennandi  \:D/
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: JONNI S on February 12, 2009, 12:28:23
Hver er staðan á uppgreftrinum veit um eina novu eigandinn sagði reyndar að hann hafi verið mikið ryðgaður  :)
en gaman að sjá hver staðan er


kv Heiðar

Ég geri eflaust ekkert fyrr en það tekur að vora, þetta er allt gaddfreðið.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Ramcharger on February 12, 2009, 12:56:08
Seldi mína "70 Novu austur til Þorlákshafnar 1985 og þar mun hún hafa endað sitt líf :-(

En hvort hún var grafin það er annað. Bar númerið M-3237 þegar ég seldi hana.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Halldór Ragnarsson on February 12, 2009, 19:16:10
Þessi ?
Skráningarnúmer: X3854 Fastanúmer: EG852 :: Ferilskrá (65 kr.) 
Árgerð/framleiðsluár: 1970/ Verksmiðjunúmer: 113270W202516
Tegund: CHEVROLET Undirtegund: NOVA
Framleiðsluland: Bandaríkin Litur: Blár
Farþ./hjá ökum.: 5/2 Trygging: Ótryggður
Opinb. gj.: Sjá Álestur og gjöld Plötustaða: 
Veðbönd: Sjá Álestur og gjöld Innflutningsástand: Óþekkt
Fyrsta skráning:  Forskráning: 
Nýskráning: 01.01.1900 Skráningarflokkur: Gamlar plötur
Eigandi: Guðmundur Bjarki Grétarsson
Heimili: Hólsbraut 1 Póstfang: 801 Selfossi
Notkunarflokkur: Almenn notkun Ökut. flokkur: Fólksbifreið (M1)
Orkugjafi: Bensín Slagrými: 
Kaupdagur: 23.05.1986 Skráning eiganda: 23.05.1986
Móttökudagur: 23.05.1986 Staða: Afskráð
Tegund skoðunar: Endurskoðun Niðurstaða: Án athugasemda
Næsta aðalskoðun: 01.04.1973 Síðasta skoðun: 15.05.1984
Geymslustaðir:  Skattflokkur: Ökutæki án skattflok
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Ramcharger on February 13, 2009, 07:37:30
Passar :idea:
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: psm on February 13, 2009, 08:44:56
mig grunar að þessi Nova sé á Skagaströnd
Sigurjón bróðir minn gróf hana og ég veit hvar hún er grafin
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: psm on February 13, 2009, 08:59:59
ég skal með ánægju koma með skóflu norður og hjálpa þér að moka frændi =D>
Kv Númi
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Chevy Bel Air on February 13, 2009, 23:05:22
ef þessi nova var á skagaströnd var hún blá á litinn?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: JONNI S on February 14, 2009, 00:24:33
ég skal með ánægju koma með skóflu norður og hjálpa þér að moka frændi =D>
Kv Númi

Láttu sjá þig þegar vorar frændi og við gerum gott úr þessu, dettum í það hvort sem við finnum helvítið eða ekki.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: JONNI S on February 14, 2009, 00:25:59
ef þessi nova var á skagaströnd var hún blá á litinn?

Nei hún var rauð þegar hún fór í jörðina. Kannastu við bláa Novu frá Skagaströnd?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Ramcharger on February 16, 2009, 08:18:47
ef þessi nova var á skagaströnd var hún blá á litinn?

Mín var frá Skagaströnd, hún var blá með hvítum röndum.

Bróðir minn seldi mér hana "81, bar NR K-1498.
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Ramcharger on February 18, 2009, 11:27:48
BelAir og Jonni, kannist þið við Novuna sem ég átti :?:
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: kerúlfur on January 31, 2010, 12:30:43
hvað er að frétta af fornleifauppgreftrinum,  :!:
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Heiðar Broddason on February 11, 2010, 23:55:38
já hvernig fór með uppgröftinn, þeir hafa kannski drukkið allan bjórinn fyrst og gleymt hvað þeir ætluðu að gera,heyrði reyndar af einum á norðfirði sem gróf upp bíl sem
því honum vantaði varhluti úr honum,tók þá og gróf hann svo aftur

kv Kymco
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: 1965 Chevy II on February 12, 2010, 00:03:40
Hvað fær menn til að grafa bílana sína ??? ](*,)
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Kristján Skjóldal on February 12, 2010, 10:01:21
nú þetta hljóta vera bílabændur sem  eru að reina sá fyrir nýjum bílum :D :D :D
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: AlexanderH on February 12, 2010, 12:55:26
nú þetta hljóta vera bílabændur sem  eru að reina sá fyrir nýjum bílum :D :D :D

Hahahahahha góður :D
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: ztearn28 on February 13, 2010, 15:48:14
"já hvernig fór með uppgröftinn, þeir hafa kannski drukkið allan bjórinn fyrst og gleymt hvað þeir ætluðu að gera,heyrði reyndar af einum á norðfirði sem gróf upp bíl sem
því honum vantaði varhluti úr honum,tók þá og gróf hann svo aftur"


Veistu hvað sá maður heitir og hvernig bíll þetta var?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Heiðar Broddason on February 13, 2010, 19:55:59
já ég veit það og ætla að geyma það hjá sjálfum mér :)
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: 70 Le Mans on January 19, 2012, 19:59:49
var hún nokkuð grafin upp?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: diddi125 on January 19, 2012, 21:18:22
Pabbi gróf líka Ford Gran Torino 1972 sem hann átti, það væri gaman að grafa hann upp og sja hvernig hann lítur út :D
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Geir-H on January 20, 2012, 21:16:29
Pabbi gróf líka Ford Gran Torino 1972 sem hann átti, það væri gaman að grafa hann upp og sja hvernig hann lítur út :D

Að þú skulir segja frá þessu
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Yellow on January 20, 2012, 21:28:51
Pabbi gróf líka Ford Gran Torino 1972 sem hann átti, það væri gaman að grafa hann upp og sja hvernig hann lítur út :D


Hvaða ár gróf hann Flekann?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: diddi125 on January 20, 2012, 21:55:20
ég verð bara að komast að því. finn það út á morgun :D
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: diddi125 on January 21, 2012, 12:15:32
Torinoinn var grafinn um 1990
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: Moli on January 21, 2012, 13:09:59
Torinoinn var grafinn um 1990

Eru engar myndir til af þessum Torino sem þú getur sett hérna inn?
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: diddi125 on January 21, 2012, 13:29:09
nei það held ég alveg öruglega ekki. þetta var fyrsti bíllinn hans og hann var blár á litinn. pabbi var á leiðinni í skólan á hönum og vissi að það þurfti að fara að tékka á olíu en hélt samt áfram í skólan og svona um hálfa leið þá bræddi hann úr honum og eftir það tók hann alla verðmæta hluti af honum og gróf hann svo. :-({|=
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: gusti88_opel on April 15, 2012, 20:31:14
veit nú varla hvort maður egi að þora að segja frá þessu.. en ég veit um '55 nomad sem er hálfur oný jörðinni, stendur uppí hlíð og það sem sést af bílnum er svo rosalega brunnið af ryði að ég bara veit ekki hvað :p þau sögðu mér gömlu hjónin sem áttu hann að hann hafi nú verið soldið mikið ryðgaður og slappur, vélin eða skyptingin farin og þau drógu hann uppí hlíðina og svo kom aurskriða og gróf bílinn til hálfs, þakið stóð uppúr í möörg ár þangað til það féll niður ar ryði, mér langaði alltaf mikið að grafa hann upp, svona uppá djókið.. en það varð aldrei neitt úr því.. hann var líka mikið brunnin :/
Title: Re: Grafa bíla úr jörð
Post by: kerúlfur on April 15, 2012, 22:39:13
svo er spurning með gömlu novuna mína sem var grafinn austur á þórshöfn