Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: astijons on February 02, 2009, 01:29:35

Title: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 01:29:35
já sæll var að keyra jeppann minn niður laugarveginn þegar hann bara seig niður...

og litli bróðir kikti út og lét mig vita að dekkið væri farið...

enn það brotnaði öxullinn...

svo ég spyr... hvað þarf ég að vita? til að finna nyjan öxul?
lengd og?
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: Moli on February 02, 2009, 01:33:08
Hvernig bíll er þetta? Kannski ölluheldur hvernig hásing þetta er af 9" (mis langar) upp á hvað öxullinn er langur.
Er þetta 28 eða 31 rillu öxull?
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 01:34:46
blazer 84...
ég hef ekki hugmynd um neitt af þessu :D

þarf að finna þetta allt út svo ég geti fengið nyjan öxul :D
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: Moli on February 02, 2009, 01:53:03
Fyrst þetta er Blazer er langbest að taka öxulinn úr, mæla hann og telja rillurnar á honum.
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 01:56:10
já held það bara...


er ekki basl á ná þessu úr?
þyrfti ekki að sjóða eitthvað á þetta svo það sé hægt að kippa í þetta?

eða hvernig er þetta gert?
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: Moli on February 02, 2009, 02:08:39
Taktu bremskuskálina af, og á bak við hana minnir mig að þú sjáir 4 bolta/rær sem festa öxulinn við hásinguna, losaðu þá og þá ætti öxullinn að vera laus, gætir þurft að jugga honum til við að ná honum út. Annars geturðu notast við þessar leiðbeiningar og skýringarmyndir.

http://www.pavementsucks.com/tech/ford9inch.php


Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 02:10:36
ehhmm okey skoðaði þetta reyndar ekkert að viti ...

en þetta brotnaði við bremsuskálina...

og bremsuskálin er á dekkinu... en bremsudótið er á hásinguna...
þetta brotnaði bara alveg við dekkið
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 02:11:46
(http://www.pavementsucks.com/tech/ford9inch11.jpg)
brotnaði bara einmitt þarna...
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 02, 2009, 12:13:24
ehhmm þetta er 74 bronco hásing...
og vantar farþegameginn...
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: Kristján F on February 03, 2009, 17:55:04
Talaðu við Ragnar Róbertsson s: 6624444


Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 03, 2009, 19:40:23
will do... á morgun :D
takk
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 05, 2009, 09:11:39
var buinn að tala við hann :P
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: jeepcj7 on February 05, 2009, 09:43:47
Ertu búinn að tékka á Bílabúð Benna þeir hafa verið nokkuð drjúgir að eiga öxla í amerískt og svo jeppasmiðjan á ljónsstöðum?
Hvað er öxullinn annars langur?
Og hvað er hann sver við leguna það voru 2 týpur í gangi 35 og 38 mm.
Ég get tékkað hvort ég finn þetta hjá mér einhversstaðar ef þú kemur með nánari upplýsingar.
Title: Re: öxull í 9" ford
Post by: astijons on February 05, 2009, 10:14:42
buinn að checka þar lika...

en hann er 76 cm ...
og það er minni legan...

nenniru að checka .. skal kaupa hann af þér í gær...
er bíllaus... og fólkið kemur bara og sækir mann sem vantar pipara hahaa :P