Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: 429Cobra on January 30, 2009, 13:41:19

Title: Musclecars
Post by: 429Cobra on January 30, 2009, 13:41:19
Sælir félagar. :)

Mig langaði að coma með smá inlegg í þá umræðu sem að alltaf er um "musclecars" og hvað séu "musclecars".

www.musclecarclub.com (http://www.musclecarclub.com) er góður staður til að fletta þessu upp, og þar eru þeir með skilgreiningar á því hvað er "musclecar", "classic car" "import car (muscle) osf.

Sniðug síða til að kíkja á.

"Muscle cars",  "Classic cars", "Import cars":  http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml (http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml)

Vona að allir hafi gaman af. 8-)


Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Musclecars
Post by: 1966 Charger on January 30, 2009, 15:31:04
Sæll Hálfdán,

Þessi umræða hefur verið tekin hér áður:

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=16906.0

Því miður lognaðist hún út af áður en kom til ágreinings og rifrildis um hvað væri muscle car.

Góðar stundir

Err
Title: Re: Musclecars
Post by: Kristján Skjóldal on January 30, 2009, 21:21:03
ha ha ha ha baracuda no :lol:
Title: Re: Musclecars
Post by: 1966 Charger on January 31, 2009, 13:23:42
Sæll frændi

Til hamingju með þrjúþúsundsjötugastaogfjórða póstinn þinn.

Geturðu búið til einn í viðbót til að útskýra hvað þú ert að fara?

Góðar stundir

Err
Title: Re: Musclecars
Post by: Kristján Skjóldal on January 31, 2009, 15:31:47
ég gat bara ekki lesið betur úr þessum línk frá Dána að Plymouth Barracuda sé ekki musclecar og finst það bara fyndið :Den kanski er ég bara ekki að lesa rétt ur þessu :-k
Title: Re: Musclecars
Post by: 1966 Charger on January 31, 2009, 16:40:39
Aha frændi


Varðandi Barracuda þá er málið dálítið flókið vegna þess að hún var framleidd í tvennskonar boddíi; 1965-1969 og 1970-1974.  Ekkert boddí af 1965-1969 Barracudunum er muscle car samkvæmt STRÖNGUSTU skilgreiningum á því hugtaki en sumar Barracudur af 1970-1974 árgerðunum eru klárlega musclecars.  Þetta má rökstyðja svona:


Musclecar (íslenska: kaggi eða tryllitæki) er amerískur bíll sem er aðeins undir miðlungsstærð (miðað við ameríska bíla af sömu árgerð), með vél sem upphaflega átti að nota í stærri bíla frá sömu verksmiðju.  Dæmi um tryllitæki:  Pontiac GTO (sem talið er fyrsta tryllitækið sem kom á markað, 1964), Dodge Charger og Dodge Coronet, Plymouth GTX og Plymouth Roadrunner, Chevy Chevelle Super-Sport, Olds 442, Buick Gran Sport, Ford Fairlane GTA og Ford Torino, Mercury Comet Cyclone og AMC Rebel Machine. Tryllitækin eru næstum öll með drifi á afturöxli, en á því er þó undanteking sbr. Oldsmobile Toronado sem er framhjóladrifið tryllitæki.  Ég vek athygli á að vélarstærð og vélarafl er lykilatriði í skilgreiningunni á tryllitæki.  Þannig mundi Dodge Coronet með 318 vél ekki vera tryllitæki en Dodge Coronet af sömu árgerð með 383, 440 eða 426 er það svo sannarlega.

Þetta þýðir að Barracudur af 1970-1974 árgerðunum eru musclecars svo framarlega að þær séu með Big block vél. Barracudur af 1965-1969 árgerðunum eru hinsvegar flokkaðir sem pony cars. Pony=smáhestur eða tryppi.  Ekkert gott orð er til yfir pony car enda er það lítið notað hérlendis vegna þess að flestir telja að allir ponycars séu musclecars SEM ER RANGT.   En bein þýðing á ponycars er smáhestabíll, eða tryppatæki!    Þessir bílar eru minni og léttari en tryllitæki.  Fyrsta tryppatækið var Ford Mustang en önnur dæmi eru Chevy Camaro og Chevy Nova, Dodge GTS, Plymouth Barracuda 1965-1969, Pontiac Firebird, Mercury Cougar og AMC Javelin.  Tryppatækin geta verið alveg jafn öflug og hraðskreið og tryllitækin.  Ég er viss um að eigendur tryppatækja vilja fá betra heiti yfir þá og er þeim velkomið að koma með hugmyndir hér.

Góðar stundir, hvort sem þið eigið eða dreymið um að eiga tryllitæki eða tryppatæki.

Err
Title: Re: Musclecars
Post by: Kristján Skjóldal on January 31, 2009, 18:06:10
en camaro og nova er báðir sagðir musclecars miða við línk [-Xen ekki pony \:D/
Title: Re: Musclecars
Post by: Moli on January 31, 2009, 18:11:11
en camaro og nova er báðir sagðir musclecars miða við línk [-Xen ekki pony \:D/

Eftir ströngustu skilgreiningu, Stjáni minn þá eru aðeins SS/Z28 Nova/Camaro skilgreindir sem Muscle Cars.
Getum orðað það þá þannig að þú ekur bara sáttur um á "Pony" Camaro!  :mrgreen:
Title: Re: Musclecars
Post by: Kristján Skjóldal on January 31, 2009, 18:31:52
já en ég ek ekkert um á mínum Tryppavagni :D