Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: brynjarögm on January 29, 2009, 15:10:34

Title: STOLINN BÍLL
Post by: brynjarögm on January 29, 2009, 15:10:34
Já núna í nótt hvarf bíll félaga míns í Vík í Mýrdal..

Bíllinn er Chevrolet K2500 pallbíll svartur að lit með númerið TF-678 bíllsins er sárt saknað..

(http://i4.photobucket.com/albums/y104/handordabok/IMG_8475.jpg)
(http://i4.photobucket.com/albums/y104/handordabok/IMG_8485.jpg)
(http://i4.photobucket.com/albums/y104/handordabok/Chevrolet004.jpg)
Bíllinn er í dag kominn með 2 húddskóp..


Ef þið verðið vör við hann sem er ekki erfitt þegar þú mætir stórum surti með xenon og hávaða eruð þið vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110..

Með kvaðju Brynjar og Þráinn
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: brynjarögm on January 29, 2009, 16:54:34
Bíllinn er fundinn  :)
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: Kowalski on January 29, 2009, 17:42:50
Ef ég væri að fara að stela bíl, þá myndi ég allavega reyna að taka einhvern aaaðeins minna áberandi.  :lol:
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: Serious on January 29, 2009, 18:02:11
Ef ég væri að fara að stela bíl, þá myndi ég allavega reyna að taka einhvern aaaðeins minna áberandi.  :lol:



SAMMÁLA  :lol:
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: bluetrash on January 29, 2009, 18:25:59
Hvar fannst hann og svo framvegis.. af hverju var hann tekinn???

Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: jeepson on January 29, 2009, 21:01:25
Sá þennan bíl á Hellu áðan. vona nú að það hafi verið rétti eigandin á honum :???:
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: Kristján Ingvars on January 29, 2009, 21:06:36
Ekki hissa á að honum hafi verið stolið, þessum skíthæl hefur bara langað í bílinn! Drullu svalur trukkur  :D

En.. gott að hann er fundinn  =D>
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: TONI on January 30, 2009, 00:13:29
Þráinn náði í hann áðan svo við vonum að það hafi verið hann sem var að ferja bílinn heim
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: Gutti on January 30, 2009, 00:21:13
var bíllinn eitthvað skemdur ..?? var stírislás eða eitthvað skemmt eða voru kannaski lyklarnir í honum .. :)
Title: Re: STOLINN BÍLL
Post by: Þráinn on January 30, 2009, 00:57:03
lyklarnir voru í honum, enda var hann ekki í ökuhæfu ástandi, og þótt hann hafði verið læstur þá hefðu þeir samt örugglega tekið hann, því þessir aðilar eiga þá nokkra og munar ábyggilega ekkert um það að kippa einum sviss úr..... hann er allavega fundinn og ennþá í heilu lagi, lagaði hann bara á staðnum það sem var bilað (gott að það var stutt í ljónstaði) og keyrði heim.

Þráinn þakkar fyrir sig!