Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Helgi on January 28, 2009, 21:52:53
-
Ég var að keyra í gegnum ónenft sveitarfélag út á landi um daginn og var svo óheppinn að hlamma mér ofan í eina af ótal mörgum holum sem eru á malbiki aðgalgötu sveitarfélagssins. Niðurstaðan var rifið ónýtt dekk og belgd álfelga. Þekkir einhver hver réttarstaða manns í svona málum er gagnvart svona slúbberta sveitarfélögum sem ekki sinna basic viðhaldi á gatnakerfi sínu?
-
Ef þú varst að keyra í gegnum bæinn þá er mögulegt að þú hafir verið á þjóðvegi sem ríkið sér um viðhaldið á.
-
Annars er það bara Vegagerðin mundi maður halda.. eða hvað?
Vinnufélagi minn lenti í þessu hér fyrir norðan og mig minnir að hann hafi verið að tala um að Vegagerðin væri ábyrg fyrir því tjóni :-k
-
Ef þetta er innan bæjarmarka hugsa ég að bærinn beri ábyrgð. Hef heyrt af dæmi þar sem einn fékk dekk og felgu bætt eftir samskonar atvik innanbæjar. Þá var það bærinn..
-
ég hef lent í svona tilfelli.
Eigandi götunnar, þ.e.a.s vegagerðin eða sveitarfélagið ber ábyrgð á þessu og er tryggt fyrir þessu og á að bæta þetta NEMA holan hafi verið merkt.
finndu út hver á götuna og talaðu við þá.
gata sem liggur í gegn um bæinn (aðalgata) og að öðru sveitarfélagi er í eigu vegagerðar en annars á vegagerðin bara að bæjarmörkum.
-
Gera þarf lögregluskýrslu á staðnum strax, annars er ullað á þig. :arrow:
-
Þeir geta sjálfsagt logið sig útur þessu t.d. eftir því í hvaða erindagjörðum þú varst í borgarnesi :D
en maður hefur heirt ótal dæmi um að menn hafi fengið svona bætt...
svo er spurning með kaskó ef það er tilfellið, kannski svimandi sjálfsábyrgð?
-
Það þarf ekkert að gefa lögregluskýrslu á staðnum...vinur minn lenti í því síðasta vetur að keyra ofan í ómerkta holu og hann fór og sagði hvar hún hafi verið og reykjavíkurborg bætti skaðann sem var felga og dekk og hann sagði að það hafi ekki verið neitt vesen!
-
en já það skal auðvitað tekið fram að fyrrnefndur vinur minn lenti í óhappinu í reykjavík og þess vegna greiddu þeir skaðann hehe svona svo það fari ekki á milli mála :lol:
-
það er skrýtið, borgin neitaði mér um að fá tvö dekk bætt eftir að þau eyðilögðust á ónýtum steypukanti vegna þess að ég lét lögguna ekki koma og gera skýrslu :smt021