Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Gummari on January 27, 2009, 00:28:14
-
veit eh um þennan í dag :?:
-
Er þetta þessi sem var fyrir austan ? Ef svo er þá voru víst einhverjir feðgar sem versluðu hann skilst mér, meira veit ég ekki.
-
Sælir félagar. :)
Fyrst að verið er að tala um Olds eins og hérna fyrir ofan, þá kom svipaður bíll úr sölunefndinni kringum 1986.
Hann var orange litur með hvítum röndum, hvítri innréttingu og með 350cid Olds mótor.
Ég bauð í þennan bíl á sínum tíma en aðrir buðu hærra og fengu hann. :-(
Veit einhver hérna inni hvað gæti hafa orðið af þessum bíl og hvort að hann sé á lífi ennþá.
Þetta var mjög töff tæki. 8-)
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
já Einar þetta er hann fínasti efniviður
-
Sæll Hálfdán
Ég átti þennan bíl hvað lengst.Gaurinn sem tók hann í nefndinni lét mála hann og fórnaði röndunum.Hann selur kunningja mínum bílinn,sem á hann í ca 3 mánuði og ég tek hann síðan.
Bíllinn var bone stock 350 4ra hólfa með ólæst drif.Ég setti flækjur og tvöfalt púst, fiktaði mikið með kveikju og blöndung og fékk fína vinnslu endrum og sinnum.Þá var mikið gaman og spólað á einari alveg upp í þriðja gír. \:D/
Ég sel síðan bílinn einhverjum snillingi sem líklega hefur ættlað að "gera hann upp",þvi að ég sá skelina af honum vélarlausa, innréttingarlausa og hálfunna undir málningu í súðavoginum,líklega vorið 87
KV Jón S.
-
Það hefur þá bara tekið eitt ár að eyðilegja hann.
:D
-
Væri gaman af einhver vissi eitthvað meira um þennan bíl núna... eins og hvort að hann sé falur [-o<