Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on January 24, 2009, 13:10:15

Title: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 24, 2009, 13:10:15
Stjórn Kvartmíluklúbbsins langar að óska eftir mönnum/konum sem er tilbúið að taka að sér að sjá um keppnishald fyrir árið 2009 semsagt keppnisstjórn. Hlutverk keppnisstjórnar verður að halda utan um allt keppnishald á vegum Kvartmíluklúbbsins og starfsmannamál. Keppnisstjórn getur verið frá 2 mönnum og upp úr.

Mörg verkefni liggja fyrir stjórn og því miður eins og félagsmenn sáu á síðasta ári þá var ekki haldið nógu vel utan um keppnishald árið 2008 meðal annars vegna mikilla anna stjórnarmanna við uppbyggingu svæðisins í kringum og við kvartmílubrautina. Stjórn Kvartmíluklúbbsins er búin að vera á nokkrum fundum bara í janúar vegna kvartmílubrautar.
Mælst er með því að þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þetta að sér mæti á aðalfund Kvartmíluklúbbsins 7. Febrúar sem verður haldið í félagsheimili kvartmíluklúbbsins.

Vinsamlegast hafið umræður á málefnalegum nótum.
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Gilson on January 25, 2009, 02:10:26
Ég skal með glöðu geði taka að mér keppnisstjórn og jafnvel sjá um starfsmannamál  :)
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Jón Bjarni on January 27, 2009, 00:30:48
Ég er til í þetta
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Dodge on January 27, 2009, 17:33:12
Þið eruð náttúrulega töffarar.. vantar bara aðeins fleiri svona.
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Harry þór on January 27, 2009, 19:43:18
Hæ. Ég hef áhuga á að vera með í keppnisteymi næsta árs.

mbk Harry Þór
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Einar K. Möller on January 28, 2009, 00:05:23
Ég er til í að koma að þessu í ár þar sem ég reikna ekki með að keyra þetta sumarið.
Title: Re: KEPPNISSTJÓRN ÁRIÐ 2009
Post by: Kristján Skjóldal on January 28, 2009, 09:30:45
þetta er flott framtak hjá ykkur strákar :!: þetta er það sem vantar fólk til að halda keppnir en ekki bara tala um það að allt sé svo lélegt og illa gert nú er þetta undir ykkur komið hvessu grant þetta á að vera :D endilega koma fleiri í þetta þarna lærir maður allt og sér hvernig á að gera þetta td að taka af stað á ljósum og fleira gott =D> =D> =D>