Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Eli on January 24, 2009, 01:36:56

Title: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: Eli on January 24, 2009, 01:36:56
Mig vantar hraðamæli - voltmæli - olíuþrýstingsmæli - Vatnshitamæli - Bensínmæli svo eitthvað sé nefnt.

Ég fór til Benna í dag, hann átti ekki til hraðamæli, ég ætlaði að athuga hvað það skyldi kosta að sérpanta þá hjá honum complete mælasett, hann byrjaði að reikna út bara hraðamæli og skynjara, 150.000 kr takk fyrir. BARA hraðamælirinn og skynjarinn.

ALLAVEGA. Fór í vdo og þeir áttu mest allt draslið fyrir mig á mun minni pening. Þeir þurfa samt að panta einhverja mælana, sem er dýrt í dag.

N1 voru líka með örugglega fína mæla en ég reyni að versla sem minnst við glæpamenn, en það er önnur saga.


Eru engir aðrir aðilar sem eru með svona bílamæla og drasl? Veit um Benna, n1 og VDO..

Kveðja. Friðrik
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: maggifinn on January 24, 2009, 10:01:21
prófaðu Blossi-Framtak. 535-5850  og  ET Verslun 568-1580..
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: Nonni on January 25, 2009, 22:46:40
Ertu búinn að athuga hvað þetta kostar í summit? 
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: R 69 on January 25, 2009, 23:58:10
Bílasmiðurinn gæti átt eitthvað af þessu.
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: Moli on January 26, 2009, 00:05:42
Ég á handa þér nýja og ónotaða mæla fyrir olíuþrýstingin og hitan á vatninu.

5.000 kall og þeir eru þínir.

Maggi, 696-5717  :wink:

(http://www.mustangsunlimited.com/ProdImages/AM2345-B.jpg)
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: elli 200sx on February 03, 2009, 12:54:09
sæll Friðrik þú værð sennilega mesta úrvalið og besta verðið á mælum
hjá okkur glæpamönnunum hjá N1  bíldhöfða  ný búin að fá sendingu
og taktu eftir við hækkuðum ekki verðið. kv.Elli
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: baldur on February 03, 2009, 13:56:04
Eigið þið einhverja mæla sem sést á í dagsbirtu? (eru ekki með þessu helvítis litaða gleri)
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: elli 200sx on February 03, 2009, 14:27:23
jú það eru líka til mælar sem eru ekki með dökku gleri. kv.Elli
Title: Re: Bílamælar ! (hjálp)
Post by: elli 200sx on February 03, 2009, 14:36:31
Ég að láta ykkur vita að klúbburinn er með 20% afslátt af mælum hjá n1