Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on January 23, 2009, 03:22:30
-
Hver þekkir þennan?
-
Sælir félagar. :)
Þetta er 1972 429cid bíllinn sem er fyrir austan á Egilstöðum eða Fellabæ.
Hann var einmitt svona á litinn þegar ég keypti hann 1984/5.
Flottur bíll :!:
(http://internet.is/racing/Ford_Torino_429_1972_1.jpg)
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
hann er flottari grár með vínil topp :-k
-
var sagt að hann hefði verið pantaður svona grar a sinum tima en komið brunn. og fyrsta verk umboðsins var að koma honum i rettan lit fyrir kaupandann.
sagan segir allavega að svona hafi hann hafið sinn feril her :lol: hvort sem hun er sonn eða
-
Sælir félagar. :)
Ég verð að vera sammála Kristjáni um að bíllinn var flottur svona silfurgrár með vínilnum.
Þegar ég átti hann þá var ég mikið að spá í að mála hann eins aftur enda var lakkið ónýtt þegar ég fékk hann, en ég seldi hann áður en til þess kom.
Hinns vegar þá var smá vandamál og það var að það vantaði hluta af listunum fyrir víniltoppinn og þá var ekki hægt að fá á þeim tíma.
Bíllinn kom ekki silfurgrár til landsins eins og margir halda heldur var hann ja hvernig á að lýsa því, svona kopar-gylltur.
Mér var sagt að fyrsti eigandinn (eldri maður) hefði verið svo óánægður með litinn að hann hefði látið mála hann strax og hann fékk hann í hendurnar.
Ég reif bílinn allan í sundur og þar sást á einum stað glytta í þennan lit (man ekki hvar það var enda langt síðan).
Svo var líka innréttingin brúnt leður og það hefði ekki farið sérstakleg vel við silfurgrátt og nei ég lét ekki plussa bílinn að innan. :!:
Ég skipti hinns vegar um skottlok á bílnum og lokið sem að ég setti á hann var af bíl (1973 Torino) sem var eins og þessi var upprunalega á litinn.
Það er kanski hægt að sjá þann lit einhverstaðar ennþá. :?:
En hann var að mér finnst lang flottastur silfurgrár með vínil, hins vegar er vínrauði liturinn ágætis málamiðlun þegar vínillinn er farinn.
Svo mætti athuga hvort ekki sé hægt að fá listana núna. :!: :!:
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
eigandinn er frá seyðisfirði ef mér skjátlast ekki
-
Er þetta ekki sá sem Rögnvaldur í fellabæ á?
-
þessi bíll er bara ennþá á sínum stað í Fellabæ í eigu Gulla eftir sem ég best veit
-
Hálfdán,manst þú hvaða tíma Kobbi Sæm náði á honum um árið?? (eða er það ekki eina skifti sem hann fór á brautina)
KV
-
Sælir félagar. :)
Sæll Guðmundur.
Ég man ekki hvaða tíma Kobbi náði á bílinn, en hann er nú stundum hérna inni á spjallinu svo að það er spurning hvort að hann sér þetta og gæti frætt okkur um það.
Annars þá veit hann nafni þinn Kjartansson örugglega þá tíma.
Ég keypti bílinn af Kobba og fór með hann einu sinni á brautina og náði 15,09sek og braut skiptinguna í ferðinni þegar ég setti í þriðja gír. :???:
Þannig að það var ekkert til að státa af.
Hannibal Ólafsson sem að átti bíllinn á eftir mér hann kom líka með hann á brautina, en ég man ekki hvort að hann tók tíma á bílinn.
Maður vonast til að sjá tækið aftur á brautinni.
Þetta er sennilega annar af tveimur bílum sem að ég hef átt og væri alveg til í að eiga aftur.
Þessir Torino-ar er bílar sem er litið niður á og fram hjá sem er mjög ósanngjarnt þar sem að þeir eru mjög skemmtilegir.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Sæll Hálfdán,
Já ég spyr Kobba næst þegar ég heyri í honum hvaða tíma hann náði.
Ekki vissi ég að hann hefði verið kopar-gylltur í upphafi en hann hefur ábyrgilega verið flottur svoleiðis =D>
Svo er ég sammála þér með Torino-ana þetta eru vanmetnir bílar, það var mjög gott að keyra 72 bíllinn þinn gamla,mér líkaði vel við hann.
Ef það væri skilda að eiga minnst einn FORD á Nýja-Islandi þá myndi ég velja 70-71 eða 72 TORINO
KV GB
-
Sælir félagar. :)
Sæll aftur Guðmundur.
Ég má til með að segja eina sögu af bílnum þegar hann var í minni eigu.
Við Sigtryggur (Fairlane 428) og hann Páll bróðir (Javelin 401) minn vorum að reyna að laga bensíndæluana á 429 vélinni, en það hafði farið mambran og það gusaðist bensín út um öndunargat.
Við vorum þá með aðstöði í Skútaharuninu rétt hjá Kapplakrikavelli í Hafnarfirði, og vorum fyrir utan skúrinn með bílinn í gangi.
Þá kom "Óli Hemi" í heimsókn og var á GTX-inum og fór að spyrja hvað væri að, og við sögðum honum það.
Þá langaði Sigtrygg að prófa hvort að viðgerðin (P 38 í gatið #-o) myndi halda og keyrði á bílnum út Kapplahraunið.
Óli hoppaði inn í GTX-inn og keyrði á eftir honum með Pál bróðir sem farþega.
Þegar þeir komu að gatanmótunum þar sem að partasalan og verkstæðið hans Kalla málara eru í dag, þá snéru þeir við og ákváðu að spyrna til baka.
Ég stóð þar sem að KK var einu sinni til húsa í Kapplahauninu og horfði á þessi ósköp.
Þá gerðist það skrítna að Torino-inn tók á báðum (var ólæstur) og hentist af stað
Svona fyrst í startinu þá sá ég ekki betur en hann væri jafn "Hemi fílnum".
GTX-inn var á mun lægra drifi en Torino þannig að hann skipti fyrr í annan en Torino-inn virtist vera samhliða honum þangað til að Sigtryggur skipti í annan, en þá þokaðist GTX-inn fram úr.
Páll bróðir sem var í GTX-inum var skriðinn undirmælaborð þar sem að hann hélt að Óli myndi keyra á girðinguna við Kapplakrikavöllinn.
En Sigtryggur brosti hringinn þegar hann kom út úr Torino þar sem að við héldum báðir að hann yrði stunginn af.
Nokkru seinna þegar við vorum ennþá að messa yfir Torino og reyna að finna út hvaðan þetta afl hefði komið þá kom Óli "Hemi" aftur og nú í fylgd með Sigurjóni Andersen.
Við vorum komnir með Torino inn í hús og Sigurjón gekk beint að húddinu stakk sér hálfur ofan í það og sagði stundar hátt: "Jæja strákar var verið að tjúna". :spol:
Kv.
Hálfdán. :roll:
(ég vona að Sigtryggur komi með eitthvað "komment á þetta. \:D/)
-
Gran Torino 2008
http://www.videoembedder.com/embed.php?type=zshare&val=qkBUSb30Jv:kk=Kiu=kQVb?tWAlK4C9SP
Description:
Disgruntled Korean War vet Walt Kowalski sets out to reform his neighbor, a young Hmong teenager, who tried to steal Kowalski's prized possession: his 1972 Gran Torino.
-
Bjarni Finnboga átti þennan bláa 1987 sá græni var síðast er ég vissi rétt fyrir utan Selfoss
kv.Ingibergur
-
Sælir félagar. :)
Þessi græni Torino er original með 351cid Cleveland Cobra Jet og fjögura gíra.
Það var síðan sett ofan í hann 390cid og sjálfskipt úr 1969 390cid Mustang sem er í uppgerð á suðurnesjum.
Seinna var sjálfskiptinunni skipt út fyrir þriggja gíra beinskiptann kassa.
Spurninginn er hvaða vél er í honum í dag og í hvaða standi er hann. :?:
Kv.
Hálfdán.
-
þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál
-
þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál
Þú ert alveg út á túni,,
Þessi rauði sem var grár er vissulega fyrir austan og Gulli á hann, hann er kominn með 514 í hann sem hann flutti inn frá USA .
Hálfdán er hinsvegar að spá í hvernig ástandið á þessum græna er í dag og hvað kram sé í honum.
En hvað varð um bláa bílinn?
-
nújæja, ég hélt að það hefði verið að spyrja um þennan rauða :lol:
-
græni er til og er í dag 351W 3g beinsk.
hann er í uppgerðar ástandi rifinn að hluta og búið að gera slatta en mikið verk eftir líka. ég skoðaði hann nýlega
og eigandinn vill ekki selja :neutral:
en Hálfdán voru bara þessir 3 til og hvað varð um bláa bílinn :?:
-
Sælir félagar. :)
Sæll Gummari.
Það voru nokkrir í viðbót, þar á meðal Gran Torino Sport (fastback).
Ég skoðaði þann bíl þar sem að hann stóð í Laugalæknum árið 1984 að mig mynnir, og þá var hann orðinn svolítið dapur enn ekki þannig að þannig að það væri erfitt að gera hann upp.
Sá bíll var með 351cid Cleveland tveggja hólfa og var vínrauður með svartann vínil og gott ef að hann var ekki á Cragar SS felgum eða svipuðum.
Þessi bíll er ónýtur í dag.
Ef ég man rétt þá var einn urðaður.
Ég man ekki hvað varð um bílinn sem að Bjarni Finnboga átti, en hann getur örugglega svarað því.
Mig rámar líka í einn svartan og mynnir að hann hafi verið handmálaður eða rúllaður þegar ég sá hann í kringum 1981-2, þori ekki alveg að fullyrða með þann bíl.
Síðan voru nokkrir fjögura dyra Torino til líka af þessari árgerð ef ég man rétt, en í fljótu bragði man ég eftir þessum tveim til þrem bílum til viðbótar.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
já svo er til mynd á bilavef af torino ca.72 hvítur fastback með sport röndinni búið að rífa hann og hoppa á toppnum var búinn að gleyma honum
-
Ég man eftir þessum vínrauða fastback á bílasölu við miklatorg, það hefur verið 86.
Hann var orðin frekar þreittur.
En fastback bíllin er miklu flottari en hinir.
Það er geðveikur svona bíll í nýrri bíomynd sem heitir Gran Torino.
Kv Beggi.
-
Sælir félagar. :)
Það var hringt í mig áðan út af þessum þræði og spurt um tvo Torino sem að hafa ekki sést í langann tíma.
Annar er 1972 módel og var gulur með neon rönd á hliðinni og hinn var grænn 1971 módel líka með neon rönd á hliðinni.
Þetta ku hafa verið eini 1971 Torino-inn sem var hérna og var með 351 Cleveland.
Síðan spurði sami maður mig að því hvort að einhver myndi eftir dökk-vínrauðum Mach-1 1969 Mustang, og öðrum sem að var ljós-gulur með svartann víniltopp.
ATH við erum að tala um að þessir bílar hafi verið á götunum á tímabilinu 1975-1985.
Upplýsingar og/eða myndi vel þegnar.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Sælir félagar. :)
Það var hringt í mig áðan út af þessum þræði og spurt um tvo Torino sem að hafa ekki sést í langann tíma.
Annar er 1972 módel og var gulur með neon rönd á hliðinni og hinn var grænn 1971 módel líka með neon rönd á hliðinni.
Þetta ku hafa verið eini 1971 Torino-inn sem var hérna og var með 351 Cleveland.
Síðan spurði sami maður mig að því hvort að einhver myndi eftir dökk-vínrauðum Mach-1 1969 Mustang, og öðrum sem að var ljós-gulur með svartann víniltopp.
ATH við erum að tala um að þessir bílar hafi verið á götunum á tímabilinu 1975-1985.
Upplýsingar og/eða myndi vel þegnar.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Sæll Hálfdán!
'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.? :-k
-
fastbacknum var hent á sorphaugana sem voru hjá kvartmilubrautinni og huddið af honum fór á þann bláa. blái var rúllaður rauður og er einhverstaðar fyrir austan á sveitabæ
-
Það var einn 70 eða 71 Torino GT á Seyðisfirði c.a 84-85. Þessi bíll var grænn með hvítri rönd eftir hliðinni sem endaði í hvítum og rauðum flames á afturbrettunum. Í þessum bíl var 351 Cleveland og C-6. Hann var seldur til Neskaupsstaðar og þá var hann á Cragar SS felgum allan hringinn og Maxima 70 að framan og Maxima 60 dekkjum að aftan. Hann var síðan urðaður í Nesk c.a 87-88 ef ég man rétt. Siggi Mikka var eitthvað viðloðandi þennan bíl á Seyðisfirði en mig minnir samt að hann hafi ekki verið eigandi. Ef einhver mann eftir þessum bíl og ég tala nú ekki um ef það eru til myndir af honum þá væri gaman að fá smá umfjöllun og myndirnar vel þegnar.
K.v.
Ingi Hrólfs
-
Sæll Hálfdán!
'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.? :-k
Hugsa þetta alla leið Magnús :wink:
Þú veist hvernig þeir eru flottastir :lol: 8-)
kv
Björgvin
-
Sæll Hálfdán!
'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.? :-k
Hugsa þetta alla leið Magnús :wink:
Þú veist hvernig þeir eru flottastir :lol: 8-)
kv
Björgvin
:-"
æj ég veit ekki Björgvin, hefði kannski átt að setja þarna fyrir aftan Fastback/Mach-1 :wink:
-
Sælir félagar. :)
Það var hringt í mig áðan út af þessum þræði og spurt um tvo Torino sem að hafa ekki sést í langann tíma.
Annar er 1972 módel og var gulur með neon rönd á hliðinni og hinn var grænn 1971 módel líka með neon rönd á hliðinni.
Þetta ku hafa verið eini 1971 Torino-inn sem var hérna og var með 351 Cleveland.
Síðan spurði sami maður mig að því hvort að einhver myndi eftir dökk-vínrauðum Mach-1 1969 Mustang, og öðrum sem að var ljós-gulur með svartann víniltopp.
ATH við erum að tala um að þessir bílar hafi verið á götunum á tímabilinu 1975-1985.
Upplýsingar og/eða myndi vel þegnar.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Sæll Hálfdán!
'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.? :-k
Þessi ljósguli með svörtum vínil Mach 1 var í Hafnarfirði frá '72 til ´73 eða '74. Fyrri eigandi var Snorri Halldórsson, seinni Júlíus Hólmgeirsson eða Kristján Hólmgeirs.
-
eini torinoinn sem ég man eftir hérna á Neskaupstað var gulur og átti strákur að nafni Alli hann sem lét sprauta hann gulan og seldi hann svo, hann var einmitt á Cragar felgum, man hinsvegar ekkert hvaða árgerð sá bíll var.. en veit að hann fór eitthvað útá land og var enþá til eftir því sem ég best veit... kannski einhver sem getur uppljóstrað þessu hvar sá bíll er staddur í dag?
hann var með plussað mælaborð og tan leðri ef mér skjátlast ekki.
-
eini torinoinn sem ég man eftir hérna á Neskaupstað var gulur og átti strákur að nafni Alli hann sem lét sprauta hann gulan og seldi hann svo, hann var einmitt á Cragar felgum, man hinsvegar ekkert hvaða árgerð sá bíll var.. en veit að hann fór eitthvað útá land og var enþá til eftir því sem ég best veit... kannski einhver sem getur uppljóstrað þessu hvar sá bíll er staddur í dag?
hann var með plussað mælaborð og tan leðri ef mér skjátlast ekki.
Sæll Siggi H.
Ég er ekki viss á því hvort það hafi verið búið að leggja niður undrstöðurnar af þér hvað þá að þú hafir verið fæddur þegar þessi bíll sem ég er að tala um var á Nesk. Pabbi þinn man ábyggilega eftir honum sem og Bjarki frændi þinn.
Ég heyrði einhvern tíma að guli bíllinn hans Alla hafi enda á Garðstöðum og sé þar enn.
K.v.
Ingi Hrólfs
-
Það var gulur Torino á Garðstöðum, veit ekki hvort hann er þar enn.
-
Sæll Siggi H.
Ég er ekki viss á því hvort það hafi verið búið að leggja niður undrstöðurnar af þér hvað þá að þú hafir verið fæddur þegar þessi bíll sem ég er að tala um var á Nesk. Pabbi þinn man ábyggilega eftir honum sem og Bjarki frændi þinn.
Ég heyrði einhvern tíma að guli bíllinn hans Alla hafi enda á Garðstöðum og sé þar enn.
K.v.
Ingi Hrólfs
:lol:
ef hann var urðaður 87-88 sirka þá getur verið að maður hafi séð hann en man bara hreinlega ekki svo langt afturí tíman.
enda tók ég líka framm að eini Torinoinn sem ég man eftir hafi verið þessi Guli sem Alli á skorrastað átti, Pabbi og Bjarki muna alveg örugglega eftir hinum bílnum.. gæti kannski verið að annarhvor þeirra lumaði á myndum af honum meiraðseigja. það passar að Guli torinoinn hafi farið á Garðstaði og hafi átt að fara í uppgerð þar? ætli hann sé ekki bara þarna enþá inní skúr.
-
Ok, Siggi H.
Þetta var smá djók.
Ég er reyndar alveg viss um að Bjarki er búin að lesa þetta en ertu til í að athuga hvort það finnast myndir í þeirra fórum?
K.v.
Ingi Hrólfs.
-
72 Gran Torino Sport
Pabbi gamli flutti inn tvo 74 Torino bíla, þeir komu til landsins 1979. Báðir tveggja dyra.
Báðir keipir í Detroit. Tollurin á þeim var víst margfalt það sem þeir voru keiptir á úti
Annar var blár með 351, sá hann síðast í bænum upp úr 1990.
Tjónaðan, það vantaði næstum því á hann afturbrettið, þannig var hann á rúntinum.
Hinn bíllin var koparlitaður og svartur að innan, með 302, ég hef aldrei heirt hvað varð um þann bíl.
-
það var til einn 72 blar herna a heraði en var hent aður en eg sa hann :shock:, hann var blar það er til hurð og afturruða ur honum hja okkur gulla.
-
Sæll MR 429Cobra
Heyrði í Kobba S og hann sagðist ekki muna tímann en að hann var ekkert spes vegna þess að
kassinn var að stríða honum.
En hann keppti árið áður á 1970 Chevelle station með 350 og parketi-hliðum og náði 14flat =D>
-
Ég man eftir Gran Torino hér á Akureyri,fyrir þó nokkuð mörgum árum,sá var rauður. Svo er einn svartur (minnir að hann sé svartur) til hérna. Veit ekki árgerð eða hvort það er sami bíll. Þeir eru nú ekki mjög margir í umferð hér á landi,held ég.
-
Sá svarti á Akureyri er Ford Torino GT árgerð 1968 og egandi er Vilhjálmur Jónsson ég held að sá rauði sé allsekki sami bíll 8-)
-
guli torinoinn fór vestur á ísafjafjarðar, og stóð lengi þar utan við flytjanda/eimskip, fór svo á garðstaði og hefur held ég verið þar síðan, ásamt 81 camaro, maður hefur oft séð í nefin á þeim þegar maður keyrir framhjá, uppvið húsið samt, ekki í bílahaugnum, hann heitir pétur sem á þetta og er nú einhver áhugamaður held ég
ég sá dökkbláan/dökkgrænan gran torino inní hlöðu á bóndabæ einhverstaðar austan við selfoss fyrir 8 árum, sá var með mjög heilli grænni innrettingu, beinskiptur og 351w minnir mig frekar en cleveland,
sá sem var að sýna mér þetta talaði um að það hafi verið einhevr hitavandamál á bílnum í denn, það stóð svo rauður 72 bíll úti á túni sem ég man ekki hvort að hafi verið varahlutabíll eða ekki, var allavega bara skelin minnir mig,
á sama bæ stóð svona koparbrúnn brúnn 70 mustang coupe, inní hálf hruninni hlöðu, hef séð margar myndir af honum hérna inni
-
Sælir piltar
Rakst á þessar umræður hjá ykkur, mjög áhugaverðar. Þannig er að ég átti þennan grá bronsaða bíl, líklega 1980-81 kannski. Held að ég hafi verið þriðji eigandi, upphaflega var hann keiptur til vestmanneyja. Frábær bíll sem 18 ára gutti hafði ekkert að gera við. Seldi Kobba hann úrbræddan í skiptum fyrir Kókosbolluna. Þessi Torino er einhver al skemtilegasti bíll sem ég keyrt um dagana. Ég keppti eitthað á honum óbreittum þá, standard, man ekki tíman en nálægt 15 sec held ég.
Kveðja Hilmar Þór Bryde
-
Thessi svarti handmaladi, endadi a ljosastaur nedst a skemmuveginum.
arid 1989 og thadan for hann upp i Voku sem fargadi honum,ad eg held.
skradur eigandi tha og thennan eina dag i ca 7 klukkutima Bjorgvin K.Solmundsson. (og madurinn minn var i aftursaetinu allan thennan dag.)
p.s
afsakid ritunina, lyklabordid bilad :neutral: