Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: sveri on January 20, 2009, 01:45:20

Title: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: sveri on January 20, 2009, 01:45:20
Nu er ég að spá fyrir sumarið. Hvað myndu menn telja hentugt drif í 1150kg fólksbíl?

Er með 351windsor útslátt í 6500 RPM.
Og  5gíra beinskiptingu,
9" ford og nospin.
Verð á 15" felgum á slikkerum sem passa i hjólskálar. Veit ekki hvað þeir eru háir. Get ímyndað mer 26-29"

Hvað myndu menn telja heppilegt drif í svona bíl?
 3.73? 4.10? 4.56?
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Moli on January 20, 2009, 01:54:24
Þú ert auðvitað með 5 gíra kassa, þannig að á 29" háum dekkjum myndi ég nú segja að vera á 4.10 væri fínt. En á 26" dekkjum myndi ég segja að 3.70 væri fínt líka.
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Shafiroff on January 20, 2009, 11:51:34
sælir félagar.það verður að vera á hreinu hversu háir slikkarnir eru og einnig verður þú að vita nokkurn veginn hversu mörg hestöfl þú ert með eða komin til með að vera með.það er svolitill munur á 26 og 29 það er eiginlega bara svart og hvítt .kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Kristján F on January 20, 2009, 12:21:50
Þessi reikniformúla getur hjálpað til við að finna út úr þessu http://wallaceracing.com/calcrgr.php
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Kristján Skjóldal on January 20, 2009, 13:00:09
blessaður hentu í hann 4,10 og málið er dautt :D
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: sveri on January 20, 2009, 14:42:46
sælir félagar. þakka skjót  og góð svör.  Miðað við nýjustu útreikninga úr desktop dyno 2000 verð ég með um 400hp motor og 650-700 newton í tog + 250hp af gasi. Og ég fór í skúrinn áðan og skoðaði slikkerana. Þeir heita AMERICAN RACER og eru 28" háir.

Skoðaði þennan link að ganni mínu og setti inn 6500rpm , 28" dekk og setti inn 125 mílur. (sem ég veit ekki hvort ég nái nokkurntíman) En miðað við þessar tölur fékk ég upp að æskilegt drifhlutfall væri 4.33:1  Þannig að ætli 4.10 væri ekki sniðugast í hann eins og menn voru að tala um hér :)
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Kimii on January 20, 2009, 15:31:50
ég er með c.a 450-500 hp motor held ég og á 28" slikkum. það er ekki nóg fyrir mig að vera á 4.10 heldur ætla ég að skipta í 3.73...

ég fékk mjög góð svor á http://www.hotrodders.com/forum  þetta eru fínustu náungar
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Kiddi on January 20, 2009, 15:59:49
Það er ekki hægt að bera saman sjálfskiptan vs. beinskiptan þegar kemur að svona drifvali.

Ég ráðlegg Svera að fá sér drif sem er um 3.23-3.50 því mér sýnist hann ætla notað glaðloftið all duglega! En á mótor væri optimum að vera með 4.33-4.56
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Kimii on January 20, 2009, 16:48:06
Það er ekki hægt að bera saman sjálfskiptan vs. beinskiptan þegar kemur að svona drifvali.

Ég ráðlegg Svera að fá sér drif sem er um 3.23-3.50 því mér sýnist hann ætla notað glaðloftið all duglega! En á mótor væri optimum að vera með 4.33-4.56

nú óke. þá veit maður það
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Gummari on January 20, 2009, 16:57:33
smá forvitni hvernig bíll er þetta ?
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: sveri on January 20, 2009, 18:31:14
sæll gummari. Þetta er mercury Comet GT 1972 árgerð. Viktar um 1300kg af færibandinu hja ford.  En verð með plast framenda, Þeas bretti og húdd. Einnig reikna ég með því að vera með plast hurðar.  Og eins litla innréttingu og ég kemst upp með.

. Þetta verður bara leiktæki til að fara í sandinn með  og hugsanlega upp á braut líka. Þetta verður ekki fyrir show eða neitt slíkt þar sem ég einfaldlega hef ekki þá kunnáttu né $$$ til þess að gera hann show cond. En ég geri mitt besta til þess að þurfa amk ekki að skammast mín fyrir hann. Á enn eftir að sjá hvort ég hef tíma og sjá hvort maður hefur $$ í að gera hann götulöglegan og þetta ræðst allt saman af peningum í dag eins og flest annað víst. En það skal tekið fram að þessi ágæti vagn var rétt að segja ónýtur fyrir rið þegar ég byrjaði á honum og ég er búinn með eina plötu af rafgalvi í hann og á enþá örlítið eftir í gólfi. En mest öll suðuvinna er komin. er hér með gamlar myndir af honum til að sýna fyrir þá sem hafa áhuga á


(http://img.photobucket.com/albums/v337/gu043/indexphp.jpg)


(http://img.photobucket.com/albums/v337/gu043/Picture033-1.jpg)

(http://img.photobucket.com/albums/v337/gu043/Picture070-1.jpg)

(http://img.photobucket.com/albums/v337/gu043/Picture079-1.jpg)

(http://img.photobucket.com/albums/v337/gu043/Picture003-6.jpg)
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: Dodge on January 20, 2009, 19:12:32
Ég var uppiskroppa með 4.10 drifið rétt eftir 1/8... en snúningurinn var sennilega um 6000 til 6500,
var á 29" slikkum, en hraðasellur voru alltaf í fokki þarna svo ég get ekkert sagt til um það..

Á svona léttum bíl ættiru að geta tussast áfram... ég skít á 3,73.
Annars virtist ekki vera svo slæmt að brenna hálfa brautina á útslættinum, svona þegar
1/8 og 1/4 tímarnir eru bornir saman...
Title: Re: Hentugt drif í kvartmílu?
Post by: bluetrash on January 20, 2009, 21:41:55
Já sæll vinur.. Hörkuvinna greinilega búinn að fara í þennann... Ég segi bara congrats og gangi þér vel með hann í framtíðinni.. flott að sjá menn gera svona  =D>