Kvartmílan => GM => Topic started by: Buddy on January 14, 2009, 22:43:16

Title: Eitthvað fyrir Gunna, 3 flottustu boddíin af Camaro('68,'69,'10)
Post by: Buddy on January 14, 2009, 22:43:16
Þetta ætti eitthvað að falla vel í kramið á Gunna(að minnsta kosti 2 =P~)

http://www.camaro5.com/forums/showthread.php?t=11698

Myndefnið alveg klikkað, en ég skal láta ósagt um myndatökuna.

Gaman að sjá stærðarmunin á '69 og '10 Camaróunum, auðveldar manni að sjá fyrir sér þegar tvennan verður fullkomnuð.

Kveðja,

Buddy
Title: Re: Eitthvað fyrir Gunna, 3 flottustu boddíin af Camaro('68,'69,'10)
Post by: GunniCamaro on January 15, 2009, 13:30:42
Ég veit ekki hvaða Gunnar, Buddy er að tala um, en það gæti alveg eins verið ég, gaman að sjá þessa saman, 2010 bíllinn virðist vera mjórri en annars sýnist mér þeir vera svipaðir á stærð.
Þótt ég sé heilaþveginn Camaroaðdáandi er ýmislegt sem mér líkar ekki við útlitið á Camaro, mér finnst t.d. litli glugginn á framhurðunum á ´67 árg. gera bílinn gamaldags öfugt við ´68 sem virkar líka lengri og rennilegri.
Svo finnst mér ´67-68 verða að vera með RS grillið því mér finnst standardgrillin ekki falleg, öfugt við ´69 bílinn sem mér finnst vera jafnfallegur með annaðhvort grillið.

Svo þegar ég var úti í haust á Florida skoðaði ég nýja 2010 Camaroinn á bílasýningu og ég er enn óánægður með smælígrillið á honum, sem minnir mig alltaf á "Joker" í Batmanmyndunum, og svo finnst mér innréttingin hálfmisheppnuð, það er eins og hönnuðurnir hafi byrjað með bogadregið mælaborð og síðan bætt við kassanum með mælunum og síðan tekið upp stingsög og sagað út fyrir lofttúðum sem eru fyrir ofan stokkinn sem nær ekki nema hálfa leið upp á mælaborðið.
Mönnum finnst ég vera kannski fullgagnrýnin en þetta er bara það sem mér finnst.

Svo er það sem mér finnst flott við Camaro er, t.d. boddýlögunin á ´67-69, þetta "Cokebottle" útlit, bogadregnar línur með samsvörun í Corvette, mjög flott, og ´67-68 RS/SS pakkinn er flottur og dýrari klæðningarnar í ´67-69 eru flottar og ´69 Z-28 með inntakshúddinu, spoilerunum og röndunum er einn sá svalasti muscle car sem til er, enda er það uppáhaldsCamaroinn minn.

Svo finnst mér ´71 Z-28 með RS pakkanum reffilegir og 4. kynsl. er bara þota án vængja, töff bílar.
Og sá nýjasti er mjög "mean" með litlar rúður, lágt þak og bogadregnar línur, skemmtileg samsvörun við ´69 bílinn.
Title: Re: Eitthvað fyrir Gunna, 3 flottustu boddíin af Camaro('68,'69,'10)
Post by: Buddy on January 15, 2009, 14:59:56
Ég var að hugsa til þín Gunni með þessum pósti, ég er annar Tómó bróðirinn og er uppalinn í '69 Camaro(nýt enn þeirra forréttinda að umgangast þannig bíl daglega).
Að sjá þessar myndir af þessum þremur bílum gerir mann enn spenntari fyrir því þegar nýji bíllinn lendir á skerinu(alveg í stíl við þann gamla). \:D/

Kveðja,

Buddy
Title: Re: Eitthvað fyrir Gunna, 3 flottustu boddíin af Camaro('68,'69,'10)
Post by: Serious on January 15, 2009, 22:13:28
3 flottustu boddíin af Camaro('68,'69,'10) Þetta segir allt sem segja þarf .