Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Sivalski on January 14, 2009, 21:41:30
-
Eru menn mikið að eltast við að hafa þetta í bílunum eða?
Þetta tekur nú sitt pláss í húddinu plús smá auka eyðslu.
Getur svosem vel verið á góðum sumardegi að þetta sé "möst"
Það er svona í bíl hjá mér og ég er að velta þessu fyrir mér.
En hvað eru menn að gera í sambandi við þetta?
-
Lang flestir rífa þetta úr, menn bara nenna ekki að spá í þessu á íslandi,
en það er örugglega ekkert mál að halda þessu gangandi og gott að hafa þetta í mykið brúkuðum summer rúntara (sérstaklega með global warming og allt það. :) )
Þetta á ekki að taka afl nema þegar það er kveikt á því afþví að það er rafmagnskúpling á dælunum.
-
Sælir, veit nú ekki hvort að menn beinlínis eltist við að hafa svona í bílnum, hvað ætlarðu að nota plássið í annað? eikur ekki eiðsluna nema vera í notkun (rafmagnskúpling á dælunni) ef að dótið er í lagi og virkar
bara að hafa það í, er í bíl hjá mér og ég notana, en svo segir einhver "þú opnar bara glugga ef hitinn er að kæfa þig" Kv.Siggi
-
Ég mundi hiklaust setja þetta í bílinn minn, tými bara ekki að borga fyrir það (allavega ekki fyrr en ALLT annað er búið) :-k 8-)
-
Sælir, veit nú ekki hvort að menn beinlínis eltist við að hafa svona í bílnum, hvað ætlarðu að nota plássið í annað? eikur ekki eiðsluna nema vera í notkun (rafmagnskúpling á dælunni) ef að dótið er í lagi og virkar
bara að hafa það í, er í bíl hjá mér og ég notana, en svo segir einhver "þú opnar bara glugga ef hitinn er að kæfa þig" Kv.Siggi
Nákvæmlega Amen...Breytir engu ef þetta er ekki, ég er með þetta í mínum bíl, gæti samt ekki verið sama þó ég henti þessu úr
-
Ég er með svona í raminum mínum. og nota þeta óspart yfir heitustu sumardagana. ef þetta er í og þú ert ekkert að fara að nota þetta auka pláss. afhverju þá ekki leifa þessu að vera í? ég er reyndar ekki með þetta wranglernum mínum.en þar verður lika toppurinn tekin af :mrgreen: Allavega að þá er menn með mismunandi skoðanir. ég taldi þetta vera bara eitthvað sem ég gæti lifað án. en eftir að hafa átt loksins bíl þar sem að þetta virkar. þá er ég alveg húkt á þessu. svona þessa fáu daga sem er xtra hiti :D
-
Ég nota A/C mikið og mundi aldrei taka þetta úr mínum bíl, nota það bæði sumar og vetur.
Þetta nýtist ekki eingöngu í miklum hita, til dæmis er mjög gott í mikilli rigningu og kulda að hafa kveikt á þessu og blanda náttúrulega heita loftinu með, þetta þurrkar loftið í bílnum mjög hratt og þar af leiðandi fjarlægir móðu af rúðum á mjög stuttum tíma.
Í mörgum bílum með A/C fer kerfið sjáfkrafa í gang þegar defrost er valið á miðstöðinni einmitt út af þessu, en þar sem fólk er þá yfirleitt með stillt á heitan blástur áttar það sig ekki á að þetta er að virka með.
-
ef þú venst því einusinni að hafa AC þá geturu valla verið án þess, AC er æði
-
ef þú venst því einusinni að hafa AC þá geturu valla verið án þess, AC er æði
Það er nákvæmlega þannig 8-)
-
Yeep.. Þetta verður líka svona bíll sem verður ekkert notaður á hverjum degi! bara góðum dögum
Ég er nú ekki að fara að setja supercharger eða neitt slíkt, allavega ekki í bráð =)
En ég ætla að hafa þetta í 8-) þetta er original í bílnum!
takk fyrir svörin.