Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Gilson on January 08, 2009, 22:43:48
-
Sælir félagar
Nú ætla ég á næstuni að fara í frumraun mína í flækjusmíði. Ég er með nokkrar spurningar til þeirra sem hafa reynslu af slíkri smíði. Hvaða efni hafið þið verið að nota ? (ætla ekki í ryðfrítt) og hvaða efnisþykkt haldið þið að hennti best ? og að lokum hvar verslið þið ykkur efni í svona vitleysu ?.
P.S. þetta er 4 cyl N/A mótor
Kv Gísli :)
-
Á N/A vél þá mundi ég hafa eitthvað um ca. 1mm í veggþykkt. Hvað á þetta að vera sver rör? Það er voðalega lítið til hérna heima... Það eru til suðu beygjur (weld-els) en þær eru hnulla þykkar. Míkró í Hafnarfirði get mandrel beygt 1.5" og "2 rör......... Meiri möguleikar í ryðfríu hérna heima, þú getur fengið 2mm þykkar 1.5"/1.75"/2.00" beygjur í 45° og 90° en það er náttúrulega mun dýrara :-"
-
sælir
ég ætla að hafa þetta milli 1.5 - 2" svert ábyggilega best að hafa þetta úr mildu stáli, eða hvað ?. Ég hef skoðað flækju sem er framleidd fyrir þennan mótor sem ég er með og hún var með 2mm efnisþykkt og 1.7" sverleika, en eins og staðan er í dag þá tými ég enganvegin að flytja svoleiðis inn, þannig ég ætla að prófa að smíða þetta :)