Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: stebbsi on January 03, 2009, 00:15:14
-
Er með smá vesen hérna og langar að fá ykkar álit á þessu..
Ég er semsagt með bensínmæli sem sýnir alltaf 0, sama hve mikið bensín er á tankinum. Ég skoðaði vírana og komst að því að núverandi vírarnir eru ekki original en ég held að það sé ekki vandamálið, ég aftengdi vírana úr tankinum, mældi og fékk straum úr þannig að það lítur út fyrir að vera skynjarin í tankinum, því að hann leiðir ekkert í gegn þó að það sé eitthvað á tankinum.. Svo að ég er að pæla hvort það sé hægt að nota einhverja "made in sveitin" leið til að komast að bensínmagninu í bílnum þar til færi gefst að fá nýjan tank frá usa?? Eða jafnvel að einhver ætti þetta hér??
-
Fáðu þér prik og stingdu í tankinn það er :lol: "made in sveitin" virkar reyndar illa í nýlegum bílum ](*,)
kv Heiðar
-
Þú þyrftir nú kannski ekki að fá þér nýjan tank, það nægir að fá nýtt "fuel sending unit" :D Það er bara litla stykkið á tanknum með vírstubbnum.. það mælir magnið í tanknum, ættir að geta náð því á góðu verði t.d á ebay eða að prófa að auglýsa eftir því hér.. (alltaf best að kaupa allt bara NÝTT!) 8-)
-
Ég ætla sko að taka tankinn af til að skoða þetta betur, og ef það er hægt að kaupa þetta sér þá geri ég það auðvitað.. En þetta er bara svo bakað í tektil eða hvað sem þetta heitir að ég sé ekki eitt né neitt...
-
Þú hreinsar bara af þessu með vírbursta :wink: nýja unitið er síðan annað hvort hnoðað eða skrúfað í og það fylgir því pakkning.
-
eg myndi byrja á því að leggja snúru beint upp að mæli og niður að tank og athuga hvort að hann komi upp þá... Eftir því sem eg best veit hefur þetta dót ekki verið mikið að bila ofan í tanknum... en allt getur þetta víst bilað. Maður er buinn að bauka við hin og þessi flök sem eru buin að standa úti á túni síðan elstu menn muna og ég man ekki eftir því að Fuel sending unitið hafi verið bilað í einum einasta bíl. AMK myndi ég telja það sterkasta leikinn að prófa þetta fyrst.... Fátt leiðinlegra en að vera búinn að kaupa eitthvað nýtt grams að utan í kreppunni og bíða eftir því í einhvern óra tíma ef það er svo ekki það sem er að.... Bara tengja tvo víra við sending unitið og stiðstu leið undan bíl og uppí mælaborð og sjá hvort kvikindið taki ekki við sér. Nú ef ekki þá er búið að útiloka þetta og þá er ekkert að gera annað en að kaupa annað hvort nýjann mæli eða nýtt sending unit nema hvoru tveggja sé.... Ekkert mál að láta ohm mæla sending unitið á hvaða rafmagsverkstæði sem er eða bara sjálfur með avo mæli... ætti líklega að vera núll ohm og uppí 73-83ohm... Breitilegt eftir því hvar þu ert með arminn sem flotholtið er á... Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kv sverrir K
-
Ég kann nú á avo mælir sko.. (Langt kominn með rafvirkjann) :) En ég var nú bara að tékka hvort einhverjir könnuðust við vandamálið.. Það er sko búið að leggja nýja víra eins og þú laggðir til, og ég er búinn að ohm-mæla tankskinjarann og hann leiðir ekki neitt sama hve mikið er á honum..
-
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/1971-1973-Ford-Mustang-Fuel-Sending-Unit-Brand-New_W0QQcmdZViewItemQQ_trksidZp3286Q2em20Q2el1116QQitemZ380069855178QQptZMotorsQ5fCarQ5fTruckQ5fPartsQ5fAccessories
Er þetta þá ekki málið?
-
Já ég held það bara..