Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on December 27, 2008, 13:11:12
-
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþróttaráð býður Íslandsmeistörum Kvartmíluklúbbsins að vera við afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna.
Viðurkenningarhátíðin fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu mánudaginn 29. desember 2008, kl. 18:00.
Allir Íslandsmeistarar eru eindregið hvattir til að mæta enda ekkert eins hallærislegt að þegar eitt íþróttafélag er kallað upp að enginn eða fáir mæti á svið.
Ég biðst afsökunar á hvað tíminn er naumur en eitthvað hafa samskipti yfir hátíðarnar slappast niður.
Endilega látið vita af þessum pósti svo allir viti af honum.
Jólakveðjur
Stjórn Kvartmíluklúbbsins
-
Ég mæti og vonandi mæta sem flestir
-
Ég mæti og vonandi mæta sem flestir
Frábært Gummi.
Ég er búinn að vera með nýfætt 3ja barnið mitt á öxl og reyna að finna ÍSLANDSMEISTARANA en finn þá hvergi.
Getur einhver hjálpað mér og sett nöfnin þeirra hingað inn því ég þyrfti helst að hringja í fólkið ekki seinna en strax og láta það vita.
-
Til hamingju með barnið Nonni =D>
-
Bílar
OF - Leifur Rósinbergsson
GF - Þórður Tómasson
GT - Guðmundur Jóhannsson
SE - Rúdolf Jóhannsson
RS - Daníel Már Alfredsson
MC - Ragnar S. Ragnarsson
MS - Garðar Þór Garðarsson
12,90 - Daníel Þór Pallason
13,90 - Hafsteinn Örn Eyþórsson
14,90 - Regína Einarsdóttir
Hjól
E (að 600 standard) - Edda Þórey Guðnadóttir
F (að 600 breytt) - Árni Páll Haraldsson
I (að 1000 standard) - Jón Kr. Jacobsen
J (að 1000 breytt) - Björn Sigurbjörnsson
K (að 1300 standard) - Oddur Björnsson
L (að 1300 breytt) - Sveinn Magnússon
T (að 900 3-8 strokka opinn flokkur) - Steingrímur Ásgrímsson
gjörðu svo vel ;)
-
Við mættum þó nokkrir ;)
-
jamm bara gaman að sjá að það voru nokkrir sem mættu :wink:
Flott að auglýsa klúbbin aðeins með því að mæta \:D/
-
Þetta með erfingjann þá þakka ég fyrir.