Kvartmílan => GM => Topic started by: ingvarp on December 17, 2008, 17:11:52

Title: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on December 17, 2008, 17:11:52
þetta er trukkurinn minn :D

(http://c4.ac-images.myspacecdn.com/images02/2/l_83f6a79ccbee436d8f5b4a3fc3d6ce13.jpg)
(http://c3.ac-images.myspacecdn.com/images02/38/l_aa73909dd0f94724a5c767fecec52dd6.jpg)
(http://c4.ac-images.myspacecdn.com/images02/55/l_e5f6b5253eec4fc28bfcc36a9a973273.jpg)
(http://c2.ac-images.myspacecdn.com/images02/39/l_48c6153d35024012b0f11476ce27b959.jpg)

hann er í uppgerð núna, byrjuðum aðeins á honum í dag, það þarf að skipta um sjálfskiptinguna þannig að hún verður rifin undan á morgun og skipt um og síðan er ég kominn með annann suburban sem ég ætla að taka boddýið og setja á minn síðan verður jafnvel skipt um vél einhverntímann en það er ekkert skothelt að það verði gert :)

þetta er svoldið verk en það kemur sér vel að besti vinur minn á verkstæði og ég get fengið að vera þar inni þegar ég er í fríi :D

fleyrri myndir hér : http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=75499
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Teitur on December 21, 2008, 00:45:05
skifta um boddy:shock: hann er óryðgaður, en annars er þetta geðveikur cruizer :twisted:
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on December 21, 2008, 22:08:14
vertu ekki að rífa þig þetta boddý er EKKI riðlaust, það er minna af riði í bílnum hans nonna  :wink:
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: trommarinn on December 23, 2008, 10:37:08
Nettur 8-) gangi þér vel með hann :P
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Stefán Hansen Daðason on January 04, 2009, 07:11:37
Sukkvagon
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: dodge74 on January 05, 2009, 01:37:14
flottir bilar hef alltaf verið skotin í þessum bilum
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 10, 2009, 22:15:43
http://www.facebook.com/album.php?aid=60038&id=626536428

updeit  8-)
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: #1989 on January 11, 2009, 00:54:42
vertu ekki að rífa þig þetta boddý er EKKI riðlaust, það er minna af riði í bílnum hans nonna  :wink:
En eins og kellingin sagði ,,það er mest riðið í aftursætinu,,
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 11, 2009, 01:14:23
vertu ekki að rífa þig þetta boddý er EKKI riðlaust, það er minna af riði í bílnum hans nonna  :wink:
En eins og kellingin sagði ,,það er mest riðið í aftursætinu,,

það er reyndar gaman að játa sig sigraðan, ég er búinn að rífa alla innréttinguna úr bílnum aðallega því gamla var/er ljót að mér finnst og til að skoða gólfið og það er eins og það hafi verið sprautað í gær EKKERT rið í gólfinu, og þar sem botninn er svona góður og þannig séð lítið yfirborðsrið fer þessi bíll af númerum og í uppgerð frá a - ö  :P

er að leita mér að aðstöðu til að leigja til að þurfa ekki að hafa hann úti  :D

myndir koma á morgun  8-)
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: cv 327 on January 11, 2009, 01:16:20
vertu ekki að rífa þig þetta boddý er EKKI riðlaust, það er minna af riði í bílnum hans nonna  :wink:
En eins og kellingin sagði ,,það er mest riðið í aftursætinu,,

 :smt043 :smt043 :smt043
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Serious on January 11, 2009, 23:18:24
Flottur hjá þér Ingvar skelltu svo bara 44 tommu undir vagninn og heilsuhrausta 502 undir húddið , loftlæsingum og þú ert klár á fjöllin  8-)
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 11, 2009, 23:32:35
Flottur hjá þér Ingvar skelltu svo bara 44 tommu undir vagninn og heilsuhrausta 502 undir húddið , loftlæsingum og þú ert klár á fjöllin  8-)

takk fyrir það en ég veit ekki alveg með 44" kannski 52 væri nærri lagi  :lol: nei djóóóók, ég veit ekkert með hækkun á honum, eina sem ég hugsa núna er að reyna að finna húsnæði til að geta byrjað bodywork á honum ,þarf að gera ýmislegt, þegar ég er búinn að finna húsnæði og komin af stað með slýpun og sprautun þá fer ég að huga að hækkun  :D

þarf engu að breyta fyrir 38" nema setja kanta þannig að hugsa að ég fari þá leið en það er ekkert öruggt ;)
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Serious on January 11, 2009, 23:39:54
Hvaða leið sem farin verður er náttúrulega þitt val þá verður gaman að sjá árangurinn og að fá að fylgjast með og hvernig gengur , við fáum það hér er ekki svo :?: en gangi þér vel og láttu ekki deigan siga  :smt045
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 11, 2009, 23:42:39
já það er rétt hjá þér, ég hef nokkra góða vini sem hjálpa mér eitthvað í þessu og nokkra leiðinlega sem segja manni hvað á að gera  [-X það er náttúrulega bannað þegar maður er að gera upp bíl en nýjasta updeit er komið inná fésbókina og þið getið skoðað það sem búið er að gera hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=60038&id=626536428

er búinn að finna húsnæði á hvolsvelli en það er frekar dýrt að mér finnst, bara vonandi að það finnist eitthvað á sanngjörnu verði sem fyrst :D
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Serious on January 12, 2009, 00:30:00
Jæja ég er sennilega einn af fáum Íslendingum sem ekki er á facebook  :cry: en það er alltaf gaman að sjá þegar þessum vögnum er sínd sú virðing sem þeir eiga skilið vonandi endist þér þrek og þor til að klára dæmið með sóma  8-)
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 12, 2009, 08:25:14
þakka þér fyrir það og fyrst þú ert ekki á facebook þá skal ég skella myndum hingað inn til að sýna hvað er búið að gera :D
(http://photos-g.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v1927/164/17/626536428/n626536428_1449462_5128.jpg)
(http://photos-d.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v1927/164/17/626536428/n626536428_1449459_4247.jpg)


Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Serious on January 14, 2009, 01:01:53
Sé ég rétt er bíllinn alveg stráheill og riðlaus í gólfi
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 14, 2009, 19:15:09
Sé ég rétt er bíllinn alveg stráheill og riðlaus í gólfi

já, mér og mönnunum sem voru að vinna með mér í trukknum kom þetta virkilega á óvart, það er eins og gólfir hafi verið smíðað í gær  :D  :???:

skil samt ekki alveg að það sé svona heilt þar sem það var hellings raki í teppunum undir teppinu ( það voru 3 teppi í heldina ;) )

1 tjörumotta held ég að það heiti, 1 bómulteppi og þetta bláa viðbjóðslegaljóta teppi sem var efst  :D
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: Andrés G on January 14, 2009, 19:21:15
já, mér og mönnunum sem voru að vinna með mér í trukknum kom þetta virkilega á óvart, það er eins og gólfir hafi verið smíðað í gær  :D  :???:

svona er þetta, chevrolet eru gæðabílar 8-) :D
Title: Re: Chevrolet Suburban 1985
Post by: ingvarp on January 14, 2009, 21:21:21
já, mér og mönnunum sem voru að vinna með mér í trukknum kom þetta virkilega á óvart, það er eins og gólfir hafi verið smíðað í gær  :D  :???:

svona er þetta, chevrolet eru gæðabílar 8-) :D

já það er svo sannarlega satt hjá þér :D