Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ingvarp on December 15, 2008, 22:28:15

Title: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 15, 2008, 22:28:15
sælir félagar

ég er eigandi þessa bíls og mig langar að vita eigendaferil og tjónaferil þessa bíls :D

alltaf gaman að vita sem flest um bílinn sinn, þetta má sendast bara í pm eða í þráðinn bara  :P

fyrirfram þakkir

Ingvar Pétur Þorsteinsson
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 16, 2008, 11:46:56
nennir enginn að redda mer ?  :-(
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Racer on December 16, 2008, 17:03:35
væri betra að fá bílnúmer , lit og vélastærð ásamt árgerð fyrir hina sem vita ekkert hvaða bíl þetta á að vera á prenti.
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Stefán Már Jóhannsson on December 16, 2008, 19:24:19
Númerið er í fyrirsögninni... Z 2400
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Moli on December 16, 2008, 20:12:01
Kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir þessu, en hver fletting í Ökutækjaskrá og upplýsingar kostar 20kr.-

Allavega, græjaði þetta fyrir þig!  :wink:

Eigendaferill
06.10.2008    Ingvar Pétur Þorsteinsson    Birkiflöt    
30.04.2008    Mr. P ehf    Brúnöldu 1    
29.04.1999    Ari Eggertsson    Eystri-Þurá 1    
01.07.1998    Helga Guðlaug Einarsdóttir    Selvogsgata 19    
26.06.1998    Bílabúð Benna ehf    Pósthólf 12120    
04.07.1991    Jóhann Þorleifsson    Breiðabólsstaður    
23.07.1985    Björgunarsveitin Kyndill    

Númeraferill
23.07.1985    Z2400    Gamlar plötur
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 16, 2008, 22:34:24
Kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir þessu, en hver fletting í Ökutækjaskrá og upplýsingar kostar 20kr.-

Allavega, græjaði þetta fyrir þig!  :wink:

Eigendaferill
06.10.2008    Ingvar Pétur Þorsteinsson    Birkiflöt    
30.04.2008    Mr. P ehf    Brúnöldu 1    
29.04.1999    Ari Eggertsson    Eystri-Þurá 1    
01.07.1998    Helga Guðlaug Einarsdóttir    Selvogsgata 19    
26.06.1998    Bílabúð Benna ehf    Pósthólf 12120    
04.07.1991    Jóhann Þorleifsson    Breiðabólsstaður    
23.07.1985    Björgunarsveitin Kyndill    

Númeraferill
23.07.1985    Z2400    Gamlar plötur

takk moli  =D>

ertu með reikningsnúmer og kennitölu svo ég geti lagt inná þig ?  :lol:

en mér finnst 7 eigendur á 23 árum ekki vera mikið  :)
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 16, 2008, 23:45:51
hey moli, ef þú kemur í olís á hellu á morgun með byrgðirnar okkar af gosi yfir jólin máttu endilega tala við Jónu, ég verð ekki á staðnum en hún hefur 20 krónurnar handa þér  :D

annars læt ég þig hafa þetta seinna bara  :lol:

sorry bara varð
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Svenni Devil Racing on December 17, 2008, 12:26:49
Þessi bíll var hér á höfn , og kom orginal með 350 motor 
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: bluetrash on December 17, 2008, 12:30:41
hvernig væri að pósta inn myndum af honum?
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 17, 2008, 13:34:13
eg geri tad tegar eg kem heim
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 17, 2008, 17:12:31
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=36997.0
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: jeepson on December 19, 2008, 20:53:35
Þessi bíll var hér á höfn , og kom orginal með 350 motor 
Hver á höfn átti þennan?
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: cecar on December 20, 2008, 02:22:05
Ari á Þurá fór mjög vel með hann og átti leingi, allt sem bilaði var gert við á verkstæði að ég held og notaði hann bílinn mikið...
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: ingvarp on December 20, 2008, 22:16:51
Ari á Þurá fór mjög vel með hann og átti leingi, allt sem bilaði var gert við á verkstæði að ég held og notaði hann bílinn mikið...

hann er einmitt á verkstæði núna en ég reyni að gera allt sem ég get sjálfur, fæ leiðsögn í öllu sem ég geri :D

gott að gera hlutina hjálfur og læra á því :D

en já þessi bíll er mjög vel með farinn lítið rið og fer alltaf í gang :D þarf reyndar að senda hann í bæinn til tolla eða togga man ekki alveg hvað hann heitir og fá hann til að skipta um olíuverk og þá er hann orðinn góður held ég :D

mæti á þessum á bíladaga  8-)
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Svenni Devil Racing on December 22, 2008, 12:11:25
Þessi bíll var hér á höfn , og kom orginal með 350 motor 
Hver á höfn átti þennan?

Björgunarsveitinn fékk hann nýjan að ég held og held að maður sem heitir guðbrandur hafi svo keyft hann af þeim
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Valli Djöfull on December 22, 2008, 18:41:34
Þessi bíll var hér á höfn , og kom orginal með 350 motor 
Hver á höfn átti þennan?

Björgunarsveitinn fékk hann nýjan að ég held og held að maður sem heitir guðbrandur hafi svo keyft hann af þeim
Eigandaferillinn er hérna fyrir ofan vitleysingar :lol:
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: jeepson on December 22, 2008, 18:58:19
Þessi bíll var hér á höfn , og kom orginal með 350 motor 
Hver á höfn átti þennan?

Björgunarsveitinn fékk hann nýjan að ég held og held að maður sem heitir guðbrandur hafi svo keyft hann af þeim
Eigandaferillinn er hérna fyrir ofan vitleysingar :lol:

Ekki er guðbrandur gefinn upp í eigendferlinum. þannig að það er nú ekkert víst að allar uppl séu rétta í ferlinum. og ég held að Svenni ætti nú að vita hver hefur átt þennan bíl á Höfn. þar sem að hann býr nú þar og er einn af mestu GM mönnum á skerinu.
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Racer on December 22, 2008, 22:00:24
Mr. P 850 Hellu
Ari 801 Selfossi (dreifbýli)
Helga hafnarfirði
Jóhann 880 Kirkjubæjarklaustri
Title: Re: Chevrolet Suburban Z2400
Post by: Ari á Þurá on March 25, 2009, 16:47:09
Stórkostlegur bíll og duglegur.
Eina tjónið sem hann lenti í hjá mér var að Lada Sport skóf hliðina bílstjóramegin.
Tvisvar þurfti að gera upp skiptinguna í honum blessuðum og í seinna skiptið sem hún fór þá var það í Hvalfjarðargöngunum. Ömurlegt akkúrat þá, en broslegt seinna.
Á Fjallabak einhvern tímann fékk ég að vita að frá Kyndli hafi hann farið til meðlims í sveitinni. Ekki fylgdi sögunni að bíllinn hefði komið við á Höfn en sá sem ég keypti af var Bergþór "Beggi" Morthens gítarleikari (maður Helgu). Mér skilst að hann hafi að mestu verið notaður á malbiki og að hann hafi verið sprautaður vegna lakkskemmda á meðan hann var í eigu Kyndils.
Ég notaði hann mikið og hann var frábær á fjöllum. Hann rúmaði allt sem þarf og það er ágætt að sofa í honum.
Jóhann Garðarsson í Hveragerði gerði við flest allt sem aflaga fór á meðan ég átti hann, setti meðal annars þetta töffarpúst, sem líklega er undir honum enn, án þess að spyrja mig álits. Undir það síðasta var hann of mikið hjá Jóa svo við urðum að skilja :-(.

Góðar stundir með góðum grip.
Ef þú lætur hann frá þér einhvern tímann þá máttu láta vita, hingað, austur yfir fjall.

Kveðja
Ari á Þurá