Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Siggi H on December 13, 2008, 14:38:25

Title: Subaru Legacy 2.2 Turbo?
Post by: Siggi H on December 13, 2008, 14:38:25
skellti þessu hérna inn af gamni til að sjá hvort einhver hefði áhuga á að fylgjast með þessu.

Subaru Legacy 1.8 GL 4WD árgerð 1991.

það er búið að gera ANSI mikið fyrir þennan bíl undanfarnar vikur sem ég hef átt hann. geta margir vottað fyrir því þar sem ég er búinn að vera að vesenast í þessu í aðstöðunni hjá þeim.

svo er ég búinn að vera að missa mig í vitleysunni við að koma þessu í top lag. meðal annars er búið að skipta um allt í bremsum, klossa, diska og borða. ný viftureim og búið að skipta um vatnskassa, rafgeymir, rafmagnstengilinn að aftan fyrir kerrur. nýjar olíur á öllu, vél gírkassa og drifi. búið er að skipta um tímareim og alles líka. viftureimin og tímareimin verður svo áfram notað yfir á næsta mótor þar sem þær passa á milli.

svo er ég búinn að setja í hann innréttingu úr 2003-2004 imprezu, bæði framm og aftursætin, kominn með stýri úr 97 Legacy GT, búinn að skipta út handbremsuhaldfanginu ásamt gískiptiunitinu líka og er bíllinn einsog nýr að innann. einnig er komið í hann xenon aðalljós og xenon parkljós. svo þegar ég var búinn að þessu þá lét ég djúphreinsa kvikyndið.

svo er einnig búið að setja í hann nýja hátalara allan hringinn og nýjan geislaspilara og svona. svo um daginn keypti ég glænýjar 17" álfelgur og dekk undir hann (svartar með póleruðum kanti) fara undir þegar bíllinn er tilbúinn.

ætla að lækka hann núna á næstunni, slamma þetta aðeins niður og gera svona ýmislegt fleira við hann. erum að fara að swappa í hann 2.2 mótor eftir helgi sem verður svo gerður Turbo, en við ætlum að nota 1.8 gírkassan áfram á 2.2 mótorinn, þurfum reyndar að fá swinghjól úr 2.0 bíl til að það gangi, verður gaman að hafa þetta svoldið niðurgírað og halda háa og lága drifinu. gaman að þessu. alltaf gaman að vera öðruvísi en aðrir! maður hefur heyrt að 2.2 subaru mótorinn sé sá sterkasti sem hefur verið smíðaður en svo hinsvegar veit maður ekkert hvað er til í því.

svo fara diskabremsur á hann að aftan líka. bíllinn verður svo heilmálaður og verður annaðhvort hvítur með svartan topp eða þá appelsínugulur með svartan topp (þá appelsínugulur einsog Daytona raminn minn var)

hérna eru einhverjar myndir en tek fleiri seinna, vonandi hafiði gaman af því að skoða eitthvað svona svoldið öðruvísi.

(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02256.jpg)
(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02258.jpg)
(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02262.jpg)
(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02264.jpg)
(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02266.jpg)
(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/DSC02268.jpg)