Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Kristján Skjóldal on December 09, 2008, 08:48:30
-
þessi er dálítið líkur :lol:
http://www.racingjunk.com/post/1394860/SAND-DRAG-JEEP.html
-
Eru við kannski að ræða um þessa eðal sandspyrnugræju sem sveitungar þínir smíðuðu held ég ´84.
Þennan sand dragster sá ég einu sinni í action upp í Hvalfirði á sandspyrnukeppni sem þar var haldin ´84.
Þessi sandspyrnukeppni var nú með þeim verstu sem ég hef séð, kannski vegna þess að á þessum árum var nú ekki mikill áhugi
á spyrnum yfirhöfuð og tækin þess vegna ekki mörg. Svo í ofaná lag þá flæddi að á með það var verið að klára keppnina.
Það er ein sandspyrnukeppni sem er verri í minningunni og það er sandspyrnukeppnin sem var haldin á Melgerismelum um
Verslunnarmannahelgin ´88.
-
já ég var nú að meina draggan hans Hadda en auðvita er þessi senilega fyrirmyndinn af þeim báðum he he
-
........kannski vegna þess að á þessum árum var nú ekki mikill áhugi
á spyrnum yfirhöfuð og tækin þess vegna ekki mörg..........
Skúri, þú mátt nú ekki vera svona ægilega fastur í fjórhjóladrifinu :wink: [-X
kv
Björgvin
-
Björgvin þú veist hvað ég er veikur fyrir öllu sem mögulega getur flokkast undir Willys, þannig að ég stóðst ekki mátið :D
Annars er dragsterinn hans Hadda líka mjög flottur en ef minnið er ekki að svíkja mig var hann nú líka einhvern tíman með einhverskonar
fjórhjóladrif sem var mixað í hann til að hann gæti tekið þátt í jeppaflokknum.
Annars átti þessi pistill ekki að vera um jeppa það er til annar vettvangur fyrir þá umræðu www.torfaera.is/spjall
En vitið þið annars hver á Willys fólksbílinn sem var til sölu fyrir nokkrum árum síðan, þessi svarti ?
-
Það hefur væntanlega verið Dr. Aggi
kv
Björgvin