Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: S.Þröstur on December 07, 2008, 00:23:19

Title: Ford ltd
Post by: S.Þröstur on December 07, 2008, 00:23:19
 sælir strákar  árið 1979 var á Blönduósi ford ltd  4ra dyra hardtop með 460 vél bíllinn var rauður með hvítum vínil þettað var 70 eða 71 bíll frekar 70 gaman væri að frétta ef einhver vissi eitthvað um þennan bíl  síðast þegar ég vissi átti hann maður frá Ssagaströnd sem heitir Georg ottó
Title: Re: Ford ltd
Post by: S.Þröstur on December 07, 2008, 01:27:39
   Sorry ég fór aðeins rangt með bíllinn var með 390 en ekki 460   hins vegar var á hornafirði  bíll með 460
Title: Re: Ford ltd
Post by: Ingi Hrólfs on December 07, 2008, 12:43:54
Ég held að bíllin sem þú segir að hafi verið á Hornafirði hafi reyndar verið á Djúpavogi og með 429 en ekki 460. Það má vera að hann hafi verið á Hornafirði líka og er ekki ólíklegt.
Sá bíll er víst enn til á Flúðum, að mér skildist á einhverjum gömlum þræði hérna á spjallinu, vélarlaus en mótorinn er til víst til hérna fyrir austan. Þessi bíll gekk undir nafninu "Black Widow" þegar hann var á Djúpavogi og um tíma var hann í Neskaupstað, sami eigandi.
Það hafa birst myndir af þessum bíl hérna á spjallinu.

K.v.
Ingi Hrólfs
Title: Re: Ford ltd
Post by: Harri Ford on December 07, 2008, 20:09:41
Hæ ,ég heiti Harri og bý á Flúðum. Ég á þennan Ford LTD sem er 70módel og var á Djúpavogi. Ég keypti hann 96 í Kópavogi  af strák sem var að flytja til Noregs en vélin var stödd á Djúpavogi og bróðir stráksins sem ég keypti bílinn af átti að senda mér vélina ásamt fleira dóti sem átti að fylgja bílnum,en hún er ókomin enn.  En þökk sé kreppunni að nú hafi ég tíma til að gera bílinn upp. Á þeim tíma sem ég keypti bílinn voru margir sem vildu fá mótorinn í jeppa en ég lofaði fyrra eiganda að bíllinn yrði gerður upp og vélin færi í bílinn.
Væri ég mjög ánægður ef ég fengi upplýsingar um hvar ég gæti nálgast vélina.
Með kveðju
Harri Ford
Title: Re: Ford ltd
Post by: Andrés G on December 07, 2008, 20:27:17
hey "Harri ford" áttu kannski myndir af bílnum til að sýna okkur? :D
Title: Re: Ford ltd
Post by: Anton Ólafsson on December 07, 2008, 22:03:56
Bíllinn er nú original 429,

Hér er mynd frá því 75 eða 6 á sýningu B.A þegar Dyni átti hann,
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/bilasyningar_ba_77_80/normal_r_v_scan_028.jpg)

Og hér er ein nýrri.
(http://farm4.static.flickr.com/3122/3090856840_f1c88576e2.jpg)
Title: Re: Ford ltd
Post by: Andrés G on December 08, 2008, 00:09:30
flottur er hann 8-)
Title: Re: Ford ltd
Post by: Ingi Hrólfs on December 08, 2008, 08:31:01
Hæ ,ég heiti Harri og bý á Flúðum. Ég á þennan Ford LTD sem er 70módel og var á Djúpavogi. Ég keypti hann 96 í Kópavogi  af strák sem var að flytja til Noregs en vélin var stödd á Djúpavogi og bróðir stráksins sem ég keypti bílinn af átti að senda mér vélina ásamt fleira dóti sem átti að fylgja bílnum,en hún er ókomin enn.  En þökk sé kreppunni að nú hafi ég tíma til að gera bílinn upp. Á þeim tíma sem ég keypti bílinn voru margir sem vildu fá mótorinn í jeppa en ég lofaði fyrra eiganda að bíllinn yrði gerður upp og vélin færi í bílinn.
Væri ég mjög ánægður ef ég fengi upplýsingar um hvar ég gæti nálgast vélina.
Með kveðju
Harri Ford

Sæll Harri.
Það sem ég veit um þennan bíl eftir að hann var í Neskaupstað er harla lítið og einungis sögusagnir og það sem sagt hefur verið hér á spjallinu. Það eru tvær, þrjár gáttir sem hægt væri að kanna fyrir þig og það skal ég gera. Sendu mér símanúmer eða e-mail á ep.

K.v
Ingi Hrólfs.
Title: Re: Ford ltd
Post by: Harri Ford on December 08, 2008, 22:16:51
Sæll Ingi
Ég náði að grafa mig niður á afsalið af bílnum og strákurinn sem seldi mér hann heitir Vilhjálmur B Benediktsson.     
Hann var búinn að eiga hann í 17 ár. Hann var nýlega búinn að gera upp 429 vélina þegar ég kaupi bílinn og ég fékk   
allar nótur yfir það. Vilhjámi var mikið hjartans mál að vélin færi aftur í þennan bíl en ekki í einhvern jeppa. Hann vissi
að ég myndi ekki gera bílinn upp strax því ég var líka á leið til Noregs og var ég þar í 2 ár. þannig ækslaðist að vélin
kom aldrei. Svo var ég altaf á leiðinni austur til að reina að finna hana enn er ekki kominn leingra.
Vinur minn sem ætlaði með mér að sækja hana fyrir 10 árum benti mér á þessa siðu í gær.
 Það væri gaman og ég er mjög þakklátur ef  þú getur aðstoðað mig. ( hvernig er hægt að vera svona vitlaus að sækja
hana ekki strax ??? )
  Harri  sími 894 7617
  harri @simnet.is
Title: Re: Ford ltd
Post by: Anton Ólafsson on January 18, 2009, 23:04:35
Hmmm

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=37794.0;topicseen (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=37794.0;topicseen)
Quote
vélinn er 360 hestar og mikið nýtt í vélinni var í ford ltd árgerð 70 sími 6910622

 Vilhjálmur B Benediktsson  691 0622
http://ja.is/simaskra?q=6910622 (http://ja.is/simaskra?q=6910622)


Sæll Ingi
Ég náði að grafa mig niður á afsalið af bílnum og strákurinn sem seldi mér hann heitir Vilhjálmur B Benediktsson.     
Hann var búinn að eiga hann í 17 ár. Hann var nýlega búinn að gera upp 429 vélina þegar ég kaupi bílinn


Title: Re: Ford ltd
Post by: Ingi Hrólfs on January 18, 2009, 23:55:51
Harri, hvað er að frétta af vélamálunum í LTD'inn ?

K.v.
Ingi Hrólfs
Title: Re: Ford ltd
Post by: AlexanderH on December 05, 2009, 23:17:38
Harri, hvað er að frétta af vélamálunum í LTD'inn ?

K.v.
Ingi Hrólfs

Nei tad er tvi midur ekkert ad fretta :(
Title: Re: Ford ltd
Post by: crown victoria on December 06, 2009, 12:11:39
Jájá þetta er gamli bíllinn hans Villa pípara á Djúpavogi...Þessi bíll var á Höfn um tíma líka þegar Villi bjó þar. Er ekki eina vitið að hringja í Villa og sjá hvað hann segir?
Title: Re: Ford ltd
Post by: Moli on December 06, 2009, 12:32:30
Ég þekki nú mann sem segir að hann sé með undir höndum vélina úr þessum bíl, hún er föl fyrir 300.000  :-k
Title: Re: Ford ltd
Post by: AlexanderH on December 06, 2009, 13:05:34
Tad var ein af astædunum ad pabbi fekk bilinn keyptann ad hann vildi ad velin færi ofan i tennan LTD en ekki ofan i einhvern jeppa
Skritid ef honum var svo mikid mal ad velin fylgdi bilnum ad hann se ad selja velina en ekki lata okkur fa hana, hun er natturulega eign pabba  :???:
Title: Re: Ford ltd
Post by: kerúlfur on December 06, 2009, 23:25:34
Ég þekki nú mann sem segir að hann sé með undir höndum vélina úr þessum bíl, hún er föl fyrir 300.000  :-k

ég er viss um að villi hafi áhuga að kaupa bílinn,
Title: Re: Ford ltd
Post by: AlexanderH on December 07, 2009, 17:11:12
Mer finnst nu ad vid ættum fa velina sem atti ad fylgja bilnum.. hun var nu inni i kaupverdinu a sinum tima
Title: Re: Ford ltd
Post by: Moli on December 07, 2009, 17:24:49
Mer finnst nu ad vid ættum fa velina sem atti ad fylgja bilnum.. hun var nu inni i kaupverdinu a sinum tima

Bjartsýnn, eru þetta ekki 15 ár síðan? og er það einhverstaðar skrifað á afsali?

Title: Re: Ford ltd
Post by: AlexanderH on December 07, 2009, 17:37:31
Mer finnst nu ad vid ættum fa velina sem atti ad fylgja bilnum.. hun var nu inni i kaupverdinu a sinum tima

Bjartsýnn, eru þetta ekki 15 ár síðan? og er það einhverstaðar skrifað á afsali?



Ekkert ad tvi ad vera bjartsynn.

En eins og segir her fyrir ofan:
"Ég náði að grafa mig niður á afsalið af bílnum og strákurinn sem seldi mér hann heitir Vilhjálmur B Benediktsson.     
Hann var búinn að eiga hann í 17 ár. Hann var nýlega búinn að gera upp 429 vélina þegar ég kaupi bílinn og ég fékk   
allar nótur yfir það."
Title: Re: Ford ltd
Post by: kerúlfur on December 07, 2009, 22:22:43
hvað eru geymslur.is að rukka á mánuði fyrir að geyma hluti fyrir fólk  :?: er hægt að ætlast til þess að fá vél í bíl eftir 15 16 ár bara svona allt í einu, og ég spyr er þetta ekki fyrnt það er svo langt síðan :?: ætla ekki að vera með leiðindi með þessum skrifum
Title: Re: Ford ltd
Post by: Chevy_Rat on December 10, 2009, 01:48:32
Ég þekki nú mann sem segir að hann sé með undir höndum vélina úr þessum bíl, hún er föl fyrir 300.000  :-k

Og Hver er það sem hefur þennann mótor undir höndum???,Ég er nokkuð viss um að það þessum mótor hafi verið hent!,Ég fann allavegana svona mótor sem greinlega hafði verið kippt frá og settur ofan í sér gám og kanski verið bjargað frá allgerri glötun á haugunum hjá hringrás á Reyðarfirði CA tvo years ago!,Enn þar sem sem Ford er allgjört rusl :!:...þá gekk ég nánast alveg fram hjá þessu drasli.. :!: ,Enn lét hinsvegar Ólafson Racing bræður vita af honum ef þeir skildi nú vilja bjarga honum frá allgerri glötun? erum við að ræða hérna sama ruslið???
Title: Re: Ford ltd
Post by: Björgvin Ólafsson on December 10, 2009, 09:39:04
Nei, þetta er ekki sami mótor 8-)

kv
Björgvin
Title: Re: Ford ltd
Post by: Chevy_Rat on December 10, 2009, 10:02:51
Nei, þetta er ekki sami mótor 8-)

kv
Björgvin
samt
En samt Björgvin náðuð þið að hirða sþennann BBF smótor  em ég lét ykkit bræður vita af á sínum tíma?
Title: Re: Ford ltd
Post by: Björgvin Ólafsson on December 10, 2009, 15:28:15
Nei, það var búið að henda honum.

Veit samt um hinn mótorinn og hann stendur inni ennþá.

kv
Björgvin