Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Kiddi J on December 02, 2008, 13:50:04
-
Nú hefur einn af flottustu Kvartmílubílum landsins verið seldur út til Svíaveldis, við höfum nú fengið ófáa frá þeim þannig það verður aðeins að jafna þetta út.
Willysinn var fluttur inn 2004 frá U.K. sem rolling chassis, og fór strax í smíðingu hjá Val Vífils, Herði í radioraf, og Þórði sjálfum. JKH annaðist málningarvinnu.
Mikil synd að hann sé farinn þar sem það náðist aldrei almennilegt run á greyið.
Sá sem keypti hann hyggst keyra hann í PRO STREET með flækjum (ekki zoomies) og hljóðkútum. Stefnan er að keyra í háum 7.
Það verður gaman að fylgjast með honum í flottu veðri á góðri braut.
-
Gaman að sjá hann í þau skipti sem Þórður kom kom með hann! 8-) Kannski að maður geti fylgst með honum í framtíðinni.
http://www.youtube.com/v/qzaiEsyJMao&hl=en&fs=1
-
Já svona er þetta svaka tæki þarna á ferð.Er þetta nýji eigandinn?Kv Árni
-
Nei Árni þessi sem stendur þarna við bílinn er starfsmaður samskipa og heitir Eggert
-
mér sýnist þetta nú bara vera starfsmaður samskip. En leiðinlegt að missa bílinn út en svona er þetta bara, það verður gaman að sjá hvað hann gerir á alvöru braut. Seldist hann ekki race ready ?
-
Hvar í Svíþjóð verður bíllinn þá?
-
Í nágreni við Stokkhólm.....miðað við forsögu eigandans þá kannski sést til hans á götum borgarinnar. =D>
-
ætli Eggert og Palli hafi ekki rekið upp stór augu að Þórður er hættur að flytja inn bíla og fisk út og byrjaður að flytja bíla út.. fisk inn? :mrgreen:
-
Leiðinlegt :???: