Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Pababear on November 13, 2008, 16:47:07
-
Sælir, mig vantar að finna hvað fjáranum gæti verið að Korandoinum 2,9TDI (Musso) mínum en uppúr þurru kom smellur um daginn þegar ég var að skipta upp úr 4ða í 5ta og svo var eins og það er núna eins og það sé enginn 5ti gír til en hvað gæti það fjáranum verið?
-
5ti gírinn látinn heyrist mér , sorry ,, kassinn úr og gera við ..ekkert annað að gera , og halda svo áfram að keyra .. :-(
-
smellur ! - þú hefur týnt 5 gírnum
annaðhvort að taka kassann úr og laga hann eða skipta um kassa
ef þú hefur ekki tækifæri til þess sjálfur þá getur þessi: "Maggi 8400949" séð um það fyrir þig.
-
kom fyrir í pusjó sem ég átti þá datt bara stöng úr sambandi
-
Er þetta ekki eitthvað barkasystem sem er á milli gírstangar og kassa, hefur ekki bara eitthvað klikkað í því
-
Já sælir þetta var lagað en ég fékk hjálp við að taka kassann úr en það hafði splitti sem hélt við fimmtagírinn dottið úr en það var greinilegt að kassinn hafi verið nýlega uppgerður bara með svona miklu fúski að splittin voru laus þannig að kassinn var raðaður aftur saman og settur í, og virkar fínt núna jafnvel betur en var fyrir.
Ég þakka fyrir athugasemdinar og hugmyndinar.