Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Ice555 on November 12, 2008, 23:21:09

Title: Upplýsingar varðandi met
Post by: Ice555 on November 12, 2008, 23:21:09
Hver tekur við upplýsingum/spurningum varðandi skráningu á metum (tölvupóstfang)?
Halldór Jónsson
Title: Re: Upplýsingar varðandi met
Post by: Kimii on November 12, 2008, 23:26:47
skráningum á metum í hverju?

ef þú ert að tala um kvartmílu þá held ég að stjórn taki við svoleiðis upplýsingum
Title: Re: Upplýsingar varðandi met
Post by: Lindemann on November 12, 2008, 23:40:57
Hver tekur við upplýsingum/spurningum varðandi skráningu á metum (tölvupóstfang)?
Halldór Jónsson

á ekki að fara að koma með bílinn heim og bæta metið í RS?...........held það sé eitthvað sem margir myndu vilja sjá  :D
Title: Re: Upplýsingar varðandi met
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 12, 2008, 23:53:10
Sælir Halldór

Ef þú þarft að koma upplýsingum eða fyrirspurnum til stjórnar þá geturðu sent mér einkapóst eða sent mér á e-mail
nonnihjákvartmila.is
Ég skal þá koma þessu rétta leið.
Title: Re: Upplýsingar varðandi met
Post by: Ice555 on November 14, 2008, 21:32:45
Sælir Halldór

Ef þú þarft að koma upplýsingum eða fyrirspurnum til stjórnar þá geturðu sent mér einkapóst eða sent mér á e-mail
nonnihjákvartmila.is
Ég skal þá koma þessu rétta leið.

Sæll.
Þakka þér fyrir það. Ég geri það á sunnudag eða mánudag þegar ég kem norður aftur; er núna i Reykjavík.

Varðandi Team Ice 555 Imprezuna og keppnir hér heima veit ég ekki hvað verður. Ég er ekki viss um að hann falli "alveg" í RS-flokkinn núna!!! Hann er þó götubíll og götuskráður og var skoðaður hér á Íslandi síðast í júní s.l. án athugasemda. Hann færi míluna hér heima núna á mjög lágum 9 sekúndum og jafvel á 8,9xx sek. Þokkalega gott fyrir 2ja lítra vél í götuskráðum bíl.
Team ICE kveðjur,
Halldór
www.teamice.is