Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Bjarni Ben on October 31, 2008, 19:17:10

Title: VW felgur undir Subaru
Post by: Bjarni Ben on October 31, 2008, 19:17:10
Sælir drengir, er með eina spurningu sem hefur nú ekkert V8 eða þvíumlíkt að gera.
Ég var að spá í að versla mér felgur sem að voru undir VW golf, sirka árg 2000 og skella undir subaru imprezu '98 sem ég á. Ég þykist vita að gatadeilingin passar, og þá vantar mig bara að vita hvort það geti verið að miðjan á felgunni passi ekki á milli bíla?

Þetta eru ekki orginal VW felgur að vísu, en ég er bara að meina að er miðjan á þýskaranum hugsanlega minni heldur en á súbbanum, þannig að ef felgan passar akkúrat á fólksvagninn að það geti þá verið að hún komist ekki undir súbbann?

kv. Bjarni
Title: Re: VW felgur undir Subaru
Post by: birgthor on October 31, 2008, 21:38:24
Vá er ekki nóg að ég sé búinn að svara þér á öðrum stað  :lol:
Title: Re: VW felgur undir Subaru
Post by: Bjarni Ben on October 31, 2008, 23:13:53
hehe:)

Er held ég búinn að finna það út að golf og bora kringum 2000 eins og þessi sem ég var að spá í felgurnar undan eru með5/100 eins og súbbinn,

þá vantar mig bara nafastærðarmálið:)
Title: Re: VW felgur undir Subaru
Post by: evert on November 13, 2008, 11:03:40
þetta passar nafið á vw er nokkrum mm stærra
Title: Re: VW felgur undir Subaru
Post by: Racer on November 13, 2008, 11:23:16
nafið á imprezu turbó er á milli 40-45
Title: Re: VW felgur undir Subaru
Post by: Halldór Ragnarsson on November 21, 2008, 21:37:06
Fá'u þér 6 bolta felgur undan jeppa,t.d Toyota og það vantar bara 2 göt í viðbót,prófaðu bara að máta  :)