Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Ramcharger on October 30, 2008, 13:01:32
-
Sælir.
Man einhver eftir svörtum Cadda 4ja dyra sem var þarna fyrir um 35 árum síðan :???:
Árgerð er ókunn en gæti verið ca "70 :neutral:
Ef einhver kannast við þetta þá endilega póstið svör.
-
Veistu c.a.hvar á austfjörðunum hann var, jafnvel nafn á eiganda o.þ.h ?
K.v.Ingi Hrólfs
-
Talað um að hann hefði verið á Reyðarfirði og eigandinn Jón R. karlsson.
Gæti hafa verið á Seyðisfirði :???:
-
Talað um að hann hefði verið á Reyðarfirði og eigandinn Jón R. karlsson.
Gæti hafa verið á Seyðisfirði :???:
Væri ágætt að fá aðeins nánara info um þennann gamla Cadda ef það er mögulega hægt?,En ef þetta er sami bíll sem ég man eftir sem þá var hann mykið eldri en '70 og bar nikk name->(Svarta Beljan?).
Get samt ekki fullyrt að um sama bíl sé um að ræða!!!.
-
Þú ert að tala um mikið eldri Cadda, hversu mikið eldri :idea:
-
Caddin sem ég er að tala um var er alveg pottþétt einhverstaðar rétt undir 60 'árg,bíllinn var með risa stórum vængjum og sérstaklega bogalagaðari aftur rúðu en týpuna man ég hinsvegar ekki!!!.
Hugsalega eru enþá til myndir af þessum Cadda fyrir austan og ég get bara kannað það mál,Og hvort ég megi birta þær hér.
En bíllinn sjálfur eru löngu rifin og kominn undir græna torfu.
-
Ok, þá ertu að tala um "59.
Þeir komu með stærstu vængjum ever :shock:
En ef þú kemst yfir myndir þá
væri frábært að sjá þær.
-
var hann með svona vængjum?
(http://www.plentywood.com/images/Car%20Club/1959%20Cadillac.JPG)
-
...eða svona! :lol:
(http://www.strangevehicles.com/images/content/142836.jpg)
-
góður moli :lol:
-
...eða svona! :lol:
(http://www.strangevehicles.com/images/content/142836.jpg)
Nei sem betur fer þá var bíllinn ekki svona :lol:.
En ég verð hinsvegar aðeins að leiðrétta málið en bíllinn sem ég man eftir sem pjakkur og bar viðurnefnið "Svarta Beljan" var ekki Cadillac eins og mig minnti!,En árg hans var hinsvegar '59,Ég ræddi við einn fyrrverandi eiganda hans í kvöld en hann átti því myður engar myndir af honum en þær gætu nú samt kanski verið til hjá öðrum aðila sem ég þekki vel?..og bíllinn var '59 árg af Chevrolet Bel Air 4-dyra!.(veit hinsvegar ekki hvort hann var hard-top).
Myndir af svona eðal sukkvögnum... 8-)