Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on October 24, 2008, 20:37:23
-
Þá er ég í stökustu vandræðum með þennan.
Kann einhver frekari deili á gripnum?
Þarna er hann á R70636, en þeir hjá umferðarstofu finna ekkert um að það hafi verið á Dodge.
(http://farm4.static.flickr.com/3245/2970270658_1502340c0c.jpg)
-
Hvaða Dodge fílingur er kominn í þig Anton, hvað er búið að gerast í Hafnarfirðinum ?
-
ferska loftið er svo gott í hafnarfirðinum að hann er að sá ljósði :mrgreen: hann verður kominn að cadillac eftir 1 til 2 ár :smt040
-
Hvaða Dodge fílingur er kominn í þig Anton, hvað er búið að gerast í Hafnarfirðinum ?
Sæll og blessaður
Það er nú fátt sem gerist í Hafnarfirðinum annað en að það rignir lárétt.
Annars er get ég alveg haldið áfram að setja inn mustang þræði (gaf þeim smá hvíld)
Eða eins og Rögvaldur Gáfaði hvað.
Það rignir í reykjarvík
þó veðurspáinn væri engu lík,
Glampandi sól og hitastigið hátt
En þetta var bara veðurspá!!!
-
Sæll og Blessaður Anton.
Gaman að sjá það að það slær Mopar hjarta í þér
GTS á myndini hér sem þú spyrð um var rifinn fyrir ca 20 árum var stundum kallaður kana bíllinn þessi ljós brúni með R númerinu
Bobbinúmer 306 ,Ljós græni GTS inn sem Kalli Málari,Siggi Ofurbee og fleirri hafa átt,orginal númer 305,en er skráður með plötuna úr 306 bílnum,
vegna þess að þegar atti að setja hann á númer var skuld á honnum sem ekki gekk að losna við,svona til smá fróðleiks fyrir Stór Mopar hjörtu
á ég móturinn úr 306 GTS bílnum í topp standi.
ps.Anton Gts inn sem ég póstaði hér um daginn er 297.
Kveðja úr sveitinni Hreppa G.
-
Fyrsti eigandi þessa bíls var til heimilis að Tómasarhaga 24 í Reykjavík. Það var eldri kona en maðurinn hennar starfaði hjá Varnarliðinu og var Kani. Bíllinn var hvítur með svörtum vinyltoppi upphaflega og bar númerið JO-515 lengst af. Var seinna málaður í þessum brúna lit en þá var ömmustrákur gömlu konunnar búinn að eignast bílinn. Mér sýnist þessi mynd vera tekin á Tómasarhaganum. Í næsta húsi við eiganda þessa bíls var svo silfurgrár ´69 Sport Satellite þannig að það var gaman að labba þessa leið í skólann uppúr 1970...
-
Sælir,
Þannig að R 70636 er hinn rétti #306.
En hver er þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3223/2970270642_f00083ab23.jpg)
-
Sæll aftur Anton Mopar Kall
Þessi mynd er af sama bíl 306 myndin tekin upp á Ártúnshöfða sennilega ein síðasta mynd sem er tekin af honum.
Kveðja til Akureyrar væri allveg til að vera hjá ykkur í kvöld Skál.
-
Er þetta sem sagt líka #306???
-
Sæll aftur Anton Mopar Kall
Þessi mynd er af sama bíl 306 myndin tekin upp á Ártúnshöfða sennilega ein síðasta mynd sem er tekin af honum.
Kveðja til Akureyrar væri allveg til að vera hjá ykkur í kvöld Skál.
Skál fyrir því, það hefði verið virkilega gaman að hafa þig með í kvöld!!
kv
Björgvin
-
sælir félagar. Hvað eru til margir GTS-ar á landinu núna, þ.e. ökufærir og óökufærir. Kannast einhver við að til sé sundurrifinn GTS við Álfhólsveg í Kópavogi. Þetta er (var) bíll sem var við Meistaravelli í kringum 1975 og var hvítur orginal en var sprautaður grænn?
-
Sælir
7
-
Sælir
7.stk. 5.ökuhæfir 1.í uppgerð. 1 bíður eftir uppgerð.
Man eftir 4 sem er búið að rífa. Blessuð sé minning þeirra.
-
sælir félagar. Hvað eru til margir GTS-ar á landinu núna, þ.e. ökufærir og óökufærir. Kannast einhver við að til sé sundurrifinn GTS við Álfhólsveg í Kópavogi. Þetta er (var) bíll sem var við Meistaravelli í kringum 1975 og var hvítur orginal en var sprautaður grænn?
Man eftir þessum græna rétt eftir "83 :!:
-
nr 302 nr299 á Akureyri nr306 í Rvik og hvað svo
-
Sælir
7.stk. 5.ökuhæfir 1.í uppgerð. 1 bíður eftir uppgerð.
Man eftir 4 sem er búið að rífa. Blessuð sé minning þeirra.
Telur þú 383 bílinn með í þessari upptalningu?
Annars mætti ég #306 (í raun 305) á rúntinum í hafnarfirði í gærkveldi.
Hérna eru annars slatti af myndum af #302
http://ba.is/is/gallery/bilar_felagsmanna/jon_runar_rafnsson/ (http://ba.is/is/gallery/bilar_felagsmanna/jon_runar_rafnsson/)
-
Hérna eru svo nokkrar af #299
http://ba.is/is/gallery/bilar_felagsmanna/sveinn_rafnsson/ (http://ba.is/is/gallery/bilar_felagsmanna/sveinn_rafnsson/)
Bræðurnir
(http://ba.is/static/gallery/bilar_felagsmanna/sveinn_rafnsson/2__7_.jpg)
-
En jæja,
Hver er þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3163/2970270664_733aaae206.jpg)
-
Sæll og Blessaður Anton Moparfílingur.
Það lítur svo útfyrir að þú verðir að pósta inn myndum af GTS svo þú getir sofnað á kvöldinn
Þú hlítur að hafa sofnað vel í nótt eftir að þú póstaðir inn mynd af þessum Hvíta 1---------------100
jæja þetta er trúlega 308 var lengi á Akureyri í denn.
Kveðja Gulli.
-
Jæja þá, en þá þarf þessi mynd að vera tekinn eftir 1986, þar sem hann kemur ekki suður fyrr en þá.
Sá hvíti er BO327 177308
10.04.1990 Sigurður Óskar Bárðarson Skipasund 40
24.08.1987 Guðjón Magni Einarsson Hulduborgir 15
12.02.1986 Reynir Georgsson Jöklafold 13
12.12.1985 Guðmundur V Ingvarsson Baldursgata 29
03.09.1983 Petrea Olsen Richardsdóttir Brúnastaðir 20
21.06.1982 Kjartan H Bragason Barrholt 33
31.05.1982 Haukur Sveinsson Hríseyjargata 15
20.05.1982 Hjörleifur Gíslason Hamarstígur 32
04.11.1980 Björn Steinn Sveinsson Birkihlíð 10
16.06.1980 Daníelína Jóna Bjarnadóttir Fellsmúli 22
12.05.1980 Gunnar Svanur Hafdal Norðurgata 37
03.10.1978 Kristinn Björnsson Víðimýri 5
30.11.1979 Smári Björnsson Bárugata 2
09.11.1977 Jón Zophoníasson Brekkugata 38
23.05.1991 BO327 Almenn merki
10.03.1986 R17595 Gamlar plötur
12.09.1983 A2046 Gamlar plötur
24.05.1982 A5834 Gamlar plötur
04.11.1980 O288 Gamlar plötur
16.06.1980 Þ3277 Gamlar plötur
12.05.1980 A522 Gamlar plötur
03.10.1978 A3182 Gamlar plötur
09.11.1977 A126 Gamlar plötur
-
Var þessi ekki á 79 sýningu BA allavega?
-
Var þessi ekki á 79 sýningu BA allavega?
#308 var þar.
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=21619.0;attach=6730;image)
og svona ´98
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=21619.0;attach=7773;image)
og svona ´07
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/antonma_07_022m.jpg)
-
er búið að henda þessum núna eða var hann mikið ryðgaður kannski og já númer hvað er þessi grái í hafnafirði
-
Sælir Sælar
Geira GTS er númer 303 sá grái. hann keypti hann fyrir ca 34 árum.
-
Jæja,
Hver er þá þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3017/2970270648_2032a9f321.jpg)
-
Sælir
Þessi græni sem þú spyrð um þarna er líklega hvíti (sem var svo sprautaður grænn) Meistaravalla-bíllinn sem við höldum að sé til í Kópavogi í pörtum inni í skúr. Myndin er sennilega tekin við Meistaravelli
-
Myndin er sennilega tekin við Meistaravelli
Jább!
-j
-
Sælir
Þessi græni sem þú spyrð um þarna er líklega hvíti (sem var svo sprautaður grænn) Meistaravalla-bíllinn sem við höldum að sé til í Kópavogi í pörtum inni í skúr. Myndin er sennilega tekin við Meistaravelli
Þetta er þá væntanlega GTS #301, ekki satt?
-
Er Meistaravalla-bíllinn þá til?
-
Var þessi ekki á 79 sýningu BA allavega?
#308 var þar.
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=21619.0;attach=6730;image)
og svona ´98
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=21619.0;attach=7773;image)
og svona ´07
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/antonma_07_022m.jpg)
En hér er ein af vélarsalnum frá því 79.
(http://farm4.static.flickr.com/3273/3027931513_a49f991671.jpg)
-
Jæja,
Hver er þá þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3017/2970270648_2032a9f321.jpg)
Ef þið sjáið R41081 út úr þessari mynd skal ég sætta mig við það að þetta sé #301.
En hann er búinn að vera á því síðan 1974
-
Jæja,
Hver er þá þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3017/2970270648_2032a9f321.jpg)
Ef þið sjáið R41081 út úr þessari mynd skal ég sætta mig við það að þetta sé #301.
En hann er búinn að vera á því síðan 1974
Hérna er myndin í fullri stærð ef menn vilja reyna að rína í þetta
http://www.flickr.com/photos/16252068@N03/2970270648/sizes/o/ (http://www.flickr.com/photos/16252068@N03/2970270648/sizes/o/)
-
Timeout!
Ég er ekki búinn að þvælast hér á spjallinu lengi þó að bullandi bíladella hafi blundað í mér alla tíð!
Hvað eruð þið að tala um þegar þið talið um #305 af GTS ....... ?
Er einhver miðlæg skrá til eða er þetta eitthvað augljóst # sem ég er ekki að taka eftir?
-
Timeout!
Ég er ekki búinn að þvælast hér á spjallinu lengi þó að bullandi bíladella hafi blundað í mér alla tíð!
Hvað eruð þið að tala um þegar þið talið um #305 af GTS ....... ?
Er einhver miðlæg skrá til eða er þetta eitthvað augljóst # sem ég er ekki að taka eftir?
Sæll Ingi, takk fyrir síðast. Þetta eru allt bílar af 1969 árgerð af Dodge Dart sem voru samsettir í Belgíu að mig minnir. Þetta voru bílar sem voru seldir nýir í gegn um Vökul á sínum tíma og komu hingað til lands eftir framleiðsluröð. Allt frá númer #297 til og með #308.
-
þú ert sannkallaður fróðleiksmoli , herra moli takk fyrir upplýsingarnar , þú svarar því einmitt sem ég var að spá líka :mrgreen:
-
Áttu þeir ekki að fara til Ísrael?
-
OK þetta er fróðlegt!
en hvaðan koma upplýsingarnar?
Minnir mig á bifreiðaskránna 8-)
-
OK þetta er fróðlegt!
en hvaðan koma upplýsingarnar?
Minnir mig á bifreiðaskránna 8-)
Þeir miklu meistarar Anton Ólafsson og Raggi (66 Charger) eru með allar frekari upplýsingar, eigendaferla og myndir af hverjum og einum bíl í góðri skrá út af fyrir sig. Held að það sé vitað um alla bílana og myndir af öllum nema númer 300 og 302. (minnir mig)
-
Er þá ekki kominn tími til að skrásetja og flokka alla Mustang bifreiðir sem komið hafa til Íslands?
-
Er þá ekki kominn tími til að skrásetja og flokka alla Mustang bifreiðir sem komið hafa til Íslands?
Hva heldur þú að ég sé ekki með það á hreinu?
-
Flokkaðir eftir afbrigðum?
-
Nei, árgerðum, og bara gömlu bílarnir
En hérna er kvót frá Ragnari úr öðrum pósti sem lýsir ágætlega þessum sérstæðu GTS bílum
Það komu 12 GTS 1969 árgerð hingað til lands allir með 340 vél. Það sem er hvað merkilegast við þá er að VIN númerin á þeim voru í röð frá 98177297-98177308. Engin önnur auðkenni voru á VIN númerunum eins og venja var að setja á VIN plöturnar frá Chrysler verksmiðjunum í U.S.A. Það er vel hugsanlegt að þessir bílar hafi verið fluttir hálfsamsettir frá USA til Evrópu þar sem samsetning var kláruð. Það sam aðgreindi þessa GTS bíla frá bræðrum þeirra sem runnu beint út úr Hamtramck, Detroit voru hliðarljósin sem voru bæði appelsínugul (á fram- og afturbretti) á bílunum sem komu hingað en þau voru rauð og gul á Detroit bílunum. Flautan var í stefnuljósarofunum á þessum 12 bílum en í stýrinu á Detroit GTS-unum. Að auki var einföld klukka í mælaborðinu á GTS unum sem komu hingað en slíkt var ekki að finna í Detroit GTS-unum. Loks er glerið í þeim merkt fyrirtæki í Hollandi. Bílarnir voru upphalflega í grænum, hvítum og gráum litum. Ég er ekki viss um að neinn hafi original verið rauður. Innflutningi þessara fallegu og spræku vagna ber að þakka ötulu Chryslerumboði sem þá var starfandi undir merkinu Vökull. Það umboð steytti m.a. hnefann gegn ægivaldi þeirra örfáu skipafélaga sem einokuðu (og hafa enn afl í skjóli fákeppni til að skrifa flutningsreikninga með gaffli) flutninga á bílum hingað til lands þegar Vökull leigði í nokkur skipti sérstök bílaflutningaskip sem komu með Mopar vagnanna heim á kajann á lægra verði. Sölutölur á Mopar voru háar hérlendis þegar umboðið stóð í blóma enda ekkert betra en Mopar í glímunni við íslenska vegi.
Ætli séu ekki svona 4-5 enþá í ágætu standi. Tveir eru í bílabænum Akureyri (rauður og dökkgrænn) og tveir á höfðuborgarsvæðinu (grár og ljósgrænn).
Það er til þráður um þetta annarsstaðar á þessum vef. Þar eru meiri upplýsingar um þessa eðalvagna.
-
Sælir
Langar að benda á í sambandi við þessa tilvitnun að #307 var með km.mæli klukku í mælaborði og flautuna í stýrinu, gul hliðarljós f/a og sennilega eini með lista á hliðunum, annað sem var öðruvísi í GTS voru bremsurnar power kúturinn var mjór og framlangur og 4gra stimpla dælur framan og síðast en ekki síst splittun í drifi.
Kv. Siggi
-
Mér skildist á þessum gaurum sem unnu þarna í Vökli
að 8 hefðu komið með auto og 1 beinskiptur :?:
-
Sælir
Langar að benda á í sambandi við þessa tilvitnun að #307 var með km.mæli klukku í mælaborði og flautuna í stýrinu, gul hliðarljós f/a og sennilega eini með lista á hliðunum, annað sem var öðruvísi í GTS voru bremsurnar power kúturinn var mjór og framlangur og 4gra stimpla dælur framan og síðast en ekki síst splittun í drifi.
Kv. Siggi
Hliðarlistinn var ekki á honum þegar hann kom til landsins, hann var hinsvegar settur á bíllinn mjög snemma á lífsleið hans.
-
Sæll Anton
Ég skal ekki segja hvenær listarnir fóru á hann, en sjáðu myndina af svokölluðum "geithaf" er með rönd eftir hliðinni, kanski listi?
Kveðja Siggi
-
Sæll Anton
Ég hitti fyrsta eiganda að bílnum, með listana, fyrir nokkrum árum. Hann setti listana á þegar bíllinn var nýr.
kveðja Jói
-
Sælir félagarog
Gaman að þessari GTS umræðu. Geithafurinn var ekki með lista á hliðinni heldur var þetta hvítt tape úr Bílanaust. og það var sett á hann til að hressa upp á útlitið þar sem lakkið þarfnaðist lagfæringar og var hann sprautaður orginal grænn skömmu síðar. Geithafurinn var með flautu í stíri ,klukku í mælaborði og orginal (?) snúningshraðamæli á fæti á stokknum milli sæta. Þessir bílar voru geysi skemmtilegir og snöggir, og 340 vélin með þeim skemmtilegri sem voru í boði á þeim tíma.
-
Jæja,
Hver er þá þetta?
(http://farm4.static.flickr.com/3017/2970270648_2032a9f321.jpg)
Ef þið sjáið R41081 út úr þessari mynd skal ég sætta mig við það að þetta sé #301.
En hann er búinn að vera á því síðan 1974
Hérna er myndin í fullri stærð ef menn vilja reyna að rína í þetta
http://www.flickr.com/photos/16252068@N03/2970270648/sizes/o/ (http://www.flickr.com/photos/16252068@N03/2970270648/sizes/o/)
Er þetta ekki sami?
(http://farm4.static.flickr.com/3039/2970270640_c9c290f23a_o.jpg)
-
Mér skildist á þessum gaurum sem unnu þarna í Vökli
að 8 hefðu komið með auto og 1 beinskiptur :?:
Tja ég er nú með fastanúmmer á 10stk.
-
10 er betra en 9.
En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
-
10 er betra en 9.
En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
Jú var ekki einnvínrauði bíllinn beinskiptur...
-
10 er betra en 9.
En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
Jú var ekki einnvínrauði bíllinn beinskiptur...
Þessi er beinskiptur, en hann er hinnsvegar ekki úr sendingunni, og er venjulegur USA bíll
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=26496.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=26496.0)
-
Sælir félagar,
Þessi er búinn að valda mér smá hugarangri.
(http://farm4.static.flickr.com/3240/3130621749_b5b690e4b7.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3224/3148049573_750337b8fc.jpg)
-
Sælir félagar,
Þessi er búinn að valda mér smá hugarangri.
(http://farm4.static.flickr.com/3240/3130621749_b5b690e4b7.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3224/3148049573_750337b8fc.jpg)
Getur verið að þetta sé bill #300 ?
-
hey, ég er búinn að fá fyrirspurn (á öðrum vef) um Dart sem var hvítur og svo málaður grænn en samkv. því sem ég finn á þessum vef um þann bíl bendir allt til þess að það sé Meistaravallarbíllinn en ef það er þannig, þá er e-r ruglingur með skráninguna (#vin)
Málið er að Brynjar Gylfason segist hafa átt bíl sem var hvítur og málaður grænn en samkv. því sem kemur hér fram ætti það þá að vera þessi græni hér að ofan (sem Anton segir númer 301) en svo í öðrum þræði hér http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=26806.0 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=26806.0) er nafn Brynjars í eigendaferlinum en sá bíll sagður vera númer 297
kunniði að útskýra þetta fyrir mér
Takk
til gamans má geta þess að það er til Dart síða á fésbókinni hér https://www.facebook.com/groups/518332778251428/ (https://www.facebook.com/groups/518332778251428/)
-
Það er einn hvítur GTS (340cid) fyrir utan verkstæðið hjá mér...
Ungur strákur sem að á hann... (um 20ára)...
-
Ef að Meistaravalla bíllinn var hvítur áður,hvenær átti hann að hafa verið málaður grænn.Samkvæmt því sem Brynjar Gylfa segir að þá hafi hann keypt sinn GTS 1984 en ég man ekki betur en að það hafi verið grænn GTS á Meistaravöllum fyrir 80.Það getur verið að mig misminni .Ég fæ bílpróf 79 og minnti að ég hefði séð svona bíl áður en ég fékk bílpróf þarna vesturfrá.
-
297 var upphaflega grænn , varð hvitur og endaði gulur,