Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on October 16, 2008, 14:15:03
-
Vinnudagur er áætlaður næsta laugardag og er mæting milli 9 og 10
Þar sem góðu veðri er spáð um helgina þá er ég með smá tillögu ~ þeir sem mæta á vinnudag fá að keyra í staðinn á laugardeginum.
Hljómar þetta nokkuð ílla.
Bara benda á að þetta er tillaga sem kemur frá mér til að reyna að fá mannskap á vinnudag sem hefur gengið frekar brösulega.
-
Hvað er á dagskránni að gera. spurning hvort maður mæti ekki bara
-
stefni á að mæta, ætti a.m.k. að geta verið eitthvað fram eftir degi
-
reyni að mæta ef ég er ekki að vinna ;)
-
Það er slatti sem þarf að gera. Aðalega er það snurfus fyrir veturinn. Það fer allt eftir mætingu hvað verður gert. Það er allavega hlýtt og notalegt inni í húsi.
-
stefni á að mæta, ætti a.m.k. að geta verið eitthvað fram eftir degi
ætli ég mæti ekki með honum
-
er búið að slá þessu af ? Það er enginn kominn
-
er búið að slá þessu af ? Það er enginn kominn
Ég hef lent í þessu í nokkur skipti þeir boða menn í vinnu og svo mætir enginn til að opna fyrr en seint og síðarmeir,frekar svekkjandi.
-
er búið að slá þessu af ? Það er enginn kominn
Ég hef lent í þessu í nokkur skipti þeir boða menn í vinnu og svo mætir enginn til að opna fyrr en seint og síðarmeir,frekar svekkjandi.
Verð að segja að þetta var frekar skítt. Bara ég og Jón Bjarni mættum.
Frikki þú hefur ekki lent í þessu þegar ég hef boðað vinnudag það er alveg öruggt.
-
Sæll Nonni, nei það er rétt hjá þér.
Leitt að heyra að það hafi verið svona léleg mæting,ég komst engann veginn, því miður.
Ég mæli með að þegar það á að gera eitthvað að þú birtir lista yfir verkefnin,að
maður sé ekki að mæta bara til að gera eitthvað og menn meldi sig svo á netinu eða í einkapóst og ef X lágmarksfjölda er ekki náð
að þá verði bara ekkert gert.
Svo gæti trekkt að ef það er plan með t.d byrja daginn á smá bakkelsi og fara yfir verkefnalista
og kannski grilla nokkrar pylsur eða borgara í hádeginu fyrir mannskapinn,gera þetta svoldið skemmtilegt
fyrir lítið fé.
Bara hugmynd.
-
Verkefnin eru æði mörg og höfum við aldrei þurft að sitja og sötra kaffi á vinnudögum.
Ef ég auglýsi vinnudag þá mæti ég og þó svo ég sé einn þá fer ég ekki heim heldur finn mér eitthvað að stússa sem ég get gert einn.
Ég hef vanalega farið og keypt kjöt á grillið og eitthvað með því á vinnudögum og grillað. Stundum höfum við haft pizzur. Það er ekki hægt að versla mat fyrirfram.
Ég veit að það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk mæti en í félagi sem er með um 600 greidda félagsmenn þá hlýtur einhver að geta komið og rétt fram hjálparhönd.
Virðingarfyllst
Nonni vinnualki
-
því miður vorum ég og kimi á kafi í vinnu, þannig að við sáum okkur ekki fært að mæta.