Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ÓE on September 30, 2008, 20:32:55

Title: SS Impala 65!
Post by: ÓE on September 30, 2008, 20:32:55
Er einhver sem veit hvar rauð 1965 SS Impala er niðurkomin í dag.? Var seld til Grindarvíkur ca fyrir 10 árum..sagan sagði að þaðan hafi bíllinn farið vestur á firði..veit ekki meir.Var allur sundur rifinn 283 auto!  Vantar að vita hvort að bílinn sé til... eða allavega sætin úr honum :lol: Kv ÓE
Title: Re: SS Impala 65!
Post by: EBR on September 30, 2008, 23:11:47
Sæll...

Ég á víst þennan bíl í dag og ég náði í hann til Grindavíkur og fór með vestur á Snæfellsnes þar sem hann er enn í dag... Þegar ég fékk hann var bodyið á grindinni og vélin í honum, skiptinguna átti ég að fá stuttu seinna en hún hefur ekki enn skilað sér. Það voru engar rúður í honum en innréttingin var samt í honum og vel farin eftir því, það þarf að bólstra sætin uppá nýtt  :???: Það fylgti svo fullt af dóti með honum.

Það er svosem ekki búið að gera mikið í bílnum eftir að ég fékk hann, bodyinu var kippt af grindinni, hjólastellið og hásingin sandblásin og grunnuð...

Þetta ætti að svara spurningunni nokkurnvegin.

Eiríkur B. Rúnarsson...
Title: Re: SS Impala 65!
Post by: ÓE on September 30, 2008, 23:34:25
Besta mál..að það er verið að vinna í kagganum. Þú ætlar semsagt að nota sætin einn góðan veðurdag :lol: Gæti verið að verði eitthvað til af pörtum ef þig vantar.. er með 4 dyra 65 sem er ætlun að nota í varahluti.
Kv ÓE
Title: Re: SS Impala 65!
Post by: Sigtryggur on September 30, 2008, 23:47:18
Jæja,ertu byrjaður að dunda í þínum :?:
Title: Re: SS Impala 65!
Post by: ÓE on October 01, 2008, 00:00:08
Jebb..allavega kominn með hann í skúrinn =D> Kíktu við..
Title: Re: SS Impala 65!
Post by: Sigtryggur on October 01, 2008, 00:33:14
Hlakka til :smt023